Reiknað með leikskóla og neðansjávarveitingastað við Gufunesbryggju Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2022 12:16 Fyrirhugað útlit miðað við verðlaunatillöguna. Yrki-arkitektar Borgarráð hefur samþykkt að hefja viðræður við Þorpið-Vistfélag á grundvelli verðlaunatillögu um uppbyggingu við Gufunesbryggju, sem felur meðal annars í sér byggingu leikskóla og veitingastað sem verði að hluta til neðansjávar. Kanna á hvort raunhæft sé að staðsetja leikskóla á umræddu svæði. Í tilkynningu frá Þorpinu segir að félagið hafi á dögunum borið sigur úr býtum í alþjóðlegri samkeppni á vegum C40 Reinventing Cities um svæðið við Gufunesbryggju. „Í samræmi við starfsemina í Gufunesi, þar sem kvikmyndagerð er fyrirferðarmikil, mun Gufunesbryggjan hýsa kvikmyndafyrirtæki, íbúðir, leikskóla, umbúðalausa matvöruverslun og veitingastað sem verður að hluta til neðansjávar. Heilsulind tengist ströndinni með sundlaug, sjósundsaðstöðu, gufuböðum, heitum pottum og hverskonar líkamsrækt. Við bryggjuna verður einnig aðstaða til siglinga á kajökum ofl.,“ segir í tilkynningu Þorpsins. Fyrirhugað útlit miðað við verðlaunatillöguna.Yrki-Arkitektar Hugsunin sé að bryggjan verði félags-, atvinnu- og samgöngumiðstöð. Reiknað er með að íbúðir verði á efri hæðum. Tillögur Þorpsins gera einnig ráð fyrir að rafknúinn bátastrætó tengi Gufunesið og Grafarvoginn við miðborg Reykjavíkur. Málið var tekið fyrir á fundi borgarráðs í gær þar sem samþykkt var að borgarstjóri og borgarritari hefji viðræður við Þorpið um lóðavilyrði. Fyrirhugað útlit miðað við verðlaunatillöguna.Yrki-arkitektar Meðal þess sem á að fullkanna í viðræðunum er hvort sá hluti tillögunnar sem gerir ráð fyrir leikskóla á umræddu svæði sé raunhæfur. Þá þurfi að tryggja aðgengi almennings að strandlengjunni og strandsvæðinu. Einnig verði tekið mið af tillögum um brú milli Gufuness og Viðeyjar. Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Leikskólar Tengdar fréttir Fimm teymi þróa tillögur um Gufunesbryggju og Sævarhöfða Fimm teymi hafa verið valin til áframhaldandi vinnu í alþjóðlegu samkeppninni Reinventing Cities. Reykjavík bauð fram tvær þróunarlóðir til samkeppninnar, Gufunesbryggju og Sævarhöfða 31. Alls 8. september 2020 10:46 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Í tilkynningu frá Þorpinu segir að félagið hafi á dögunum borið sigur úr býtum í alþjóðlegri samkeppni á vegum C40 Reinventing Cities um svæðið við Gufunesbryggju. „Í samræmi við starfsemina í Gufunesi, þar sem kvikmyndagerð er fyrirferðarmikil, mun Gufunesbryggjan hýsa kvikmyndafyrirtæki, íbúðir, leikskóla, umbúðalausa matvöruverslun og veitingastað sem verður að hluta til neðansjávar. Heilsulind tengist ströndinni með sundlaug, sjósundsaðstöðu, gufuböðum, heitum pottum og hverskonar líkamsrækt. Við bryggjuna verður einnig aðstaða til siglinga á kajökum ofl.,“ segir í tilkynningu Þorpsins. Fyrirhugað útlit miðað við verðlaunatillöguna.Yrki-Arkitektar Hugsunin sé að bryggjan verði félags-, atvinnu- og samgöngumiðstöð. Reiknað er með að íbúðir verði á efri hæðum. Tillögur Þorpsins gera einnig ráð fyrir að rafknúinn bátastrætó tengi Gufunesið og Grafarvoginn við miðborg Reykjavíkur. Málið var tekið fyrir á fundi borgarráðs í gær þar sem samþykkt var að borgarstjóri og borgarritari hefji viðræður við Þorpið um lóðavilyrði. Fyrirhugað útlit miðað við verðlaunatillöguna.Yrki-arkitektar Meðal þess sem á að fullkanna í viðræðunum er hvort sá hluti tillögunnar sem gerir ráð fyrir leikskóla á umræddu svæði sé raunhæfur. Þá þurfi að tryggja aðgengi almennings að strandlengjunni og strandsvæðinu. Einnig verði tekið mið af tillögum um brú milli Gufuness og Viðeyjar.
Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Leikskólar Tengdar fréttir Fimm teymi þróa tillögur um Gufunesbryggju og Sævarhöfða Fimm teymi hafa verið valin til áframhaldandi vinnu í alþjóðlegu samkeppninni Reinventing Cities. Reykjavík bauð fram tvær þróunarlóðir til samkeppninnar, Gufunesbryggju og Sævarhöfða 31. Alls 8. september 2020 10:46 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Fimm teymi þróa tillögur um Gufunesbryggju og Sævarhöfða Fimm teymi hafa verið valin til áframhaldandi vinnu í alþjóðlegu samkeppninni Reinventing Cities. Reykjavík bauð fram tvær þróunarlóðir til samkeppninnar, Gufunesbryggju og Sævarhöfða 31. Alls 8. september 2020 10:46