Rómversk stórborg fundin, enginn veit hvað hún hét Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 14. ágúst 2022 14:30 Fornleifafræðingur að störfum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Stevica Mrdja/GettyImages Fornleifafræðingar hafa fundið rústir 2.000 ára stórborgar frá tímum Rómaveldis á Norður-Spáni. Málið þykir hið dularfyllsta því enginn veit hvað borgin hét og engin gögn eru til um hana. Fyrir fjórum árum báðu ráðamenn í spænska þorpinu Artieda sem er við rætur Pýreneafjalla sem skilja að Frakkland og Spán, fornleifafræðinga við háskólann í Zaragoza um að rannsaka leifar um forna byggð sem fundust höfðu á víð og dreif um svæðið. Engar heimildir til um tilvist borgarinnar Í sumar voru niðurstöður rannsóknarinnar gerðar opinberar og þær hafa í raun skilið fólk eftir agndofa. Þarna fannst nefnilega rómversk stórborg. Fornleifarnar eru afar heillegar, þarna getur að líta reglulegt borgarskipulag, vatns- og fráveitukerfi, böð, götur, trúarhof og hluti borgarmúranna stendur enn uppi, allt að 2ja metra háir. Þá eru þarna íþróttamannvirki og heillegar svart/hvítar mósaíkmyndir þar sem menn hafa greint sjávarguðinn Póseidon, hesta og höfrunga, svo dæmi séu tekin. Ráðgátan stóra er þó sú að enginn veit hvað þessi borg hét. Hennar er hvergi getið í sagnfræðiheimildum og það sem meira er, það er ekkert um hana að finna í rómverskum samtímaskjölum eða kortum, en fornleifafræðingar slá því föstu að borgin sé frá 1. öld eftir Krist. Alþekkt að borgir hafi verið afmáðar af yfirborði jarðar Nú þegar er búið að rannsaka um 4 hektara og út frá því sem þar hefur fundist fullyrða fræðimenn hreinlega að þarna hafi legið stórborg. Hún liggur líka á stað sem á sínum tíma var í þjóðbraut Rómaveldis; á nokkurs konar krossgötum til allra átta. Þeir telja því að enn leynist mikið undir jörðinni á þessu svæði. Það er alþekkt í sögunni að þegar innrásarherir óvinaþjóða lögðu undir sig borgir og landsvæði, þá var lögð áhersla á að útrýma öllu því sem fyrir var til þess hreinlega að afmá óvininn með öllu af yfirborði jarðar. Þess eru mörg dæmi. Það er hins vegar mikil ráðgáta að hvergi skuli nokkuð finnast um svo stóra borg í rómverskum samtímaheimildum. Miklar og fjárfrekar rannsóknir fram undan Fræðimenn telja að langan tíma taki að fullrannsaka borgina, allt að 100 ár, fornleifarannsóknir eru dýrar og margir berjast um hituna. Til að mynda er vitað að á Spáni einum eru um 20.000 staðir þar sem talin er ástæða til að ráðast í fornleifarannsóknir. Þetta eru fjárfrek fræði og bæjarstjórnin í Altieda hefur ekki bolmagn til þess að fjármagna slíkar rannsóknir. Því þótt þarna hafi verið rómversk stórborg fyrir 2.000 árum, þá er þarna lítið þorp í dag, en íbúar Altieda eru 78 talsins. Spánn Fornminjar Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Fyrir fjórum árum báðu ráðamenn í spænska þorpinu Artieda sem er við rætur Pýreneafjalla sem skilja að Frakkland og Spán, fornleifafræðinga við háskólann í Zaragoza um að rannsaka leifar um forna byggð sem fundust höfðu á víð og dreif um svæðið. Engar heimildir til um tilvist borgarinnar Í sumar voru niðurstöður rannsóknarinnar gerðar opinberar og þær hafa í raun skilið fólk eftir agndofa. Þarna fannst nefnilega rómversk stórborg. Fornleifarnar eru afar heillegar, þarna getur að líta reglulegt borgarskipulag, vatns- og fráveitukerfi, böð, götur, trúarhof og hluti borgarmúranna stendur enn uppi, allt að 2ja metra háir. Þá eru þarna íþróttamannvirki og heillegar svart/hvítar mósaíkmyndir þar sem menn hafa greint sjávarguðinn Póseidon, hesta og höfrunga, svo dæmi séu tekin. Ráðgátan stóra er þó sú að enginn veit hvað þessi borg hét. Hennar er hvergi getið í sagnfræðiheimildum og það sem meira er, það er ekkert um hana að finna í rómverskum samtímaskjölum eða kortum, en fornleifafræðingar slá því föstu að borgin sé frá 1. öld eftir Krist. Alþekkt að borgir hafi verið afmáðar af yfirborði jarðar Nú þegar er búið að rannsaka um 4 hektara og út frá því sem þar hefur fundist fullyrða fræðimenn hreinlega að þarna hafi legið stórborg. Hún liggur líka á stað sem á sínum tíma var í þjóðbraut Rómaveldis; á nokkurs konar krossgötum til allra átta. Þeir telja því að enn leynist mikið undir jörðinni á þessu svæði. Það er alþekkt í sögunni að þegar innrásarherir óvinaþjóða lögðu undir sig borgir og landsvæði, þá var lögð áhersla á að útrýma öllu því sem fyrir var til þess hreinlega að afmá óvininn með öllu af yfirborði jarðar. Þess eru mörg dæmi. Það er hins vegar mikil ráðgáta að hvergi skuli nokkuð finnast um svo stóra borg í rómverskum samtímaheimildum. Miklar og fjárfrekar rannsóknir fram undan Fræðimenn telja að langan tíma taki að fullrannsaka borgina, allt að 100 ár, fornleifarannsóknir eru dýrar og margir berjast um hituna. Til að mynda er vitað að á Spáni einum eru um 20.000 staðir þar sem talin er ástæða til að ráðast í fornleifarannsóknir. Þetta eru fjárfrek fræði og bæjarstjórnin í Altieda hefur ekki bolmagn til þess að fjármagna slíkar rannsóknir. Því þótt þarna hafi verið rómversk stórborg fyrir 2.000 árum, þá er þarna lítið þorp í dag, en íbúar Altieda eru 78 talsins.
Spánn Fornminjar Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira