Rushdie kominn úr öndunarvél Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2022 07:48 Salman Rushdie. EPA/ARMANDO BABANI Salman Rushdie er kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Þetta segir vinur rithöfundarins, en ráðist var á Rushdie á sviði í New York á dögunum þar sem hann ætlaði að halda fyrirlestur. Rushdie var stunginn ítrekað og fluttur á sjúkrahús. Í samtali við AP fréttaveituna staðfesti Andrew Wylie, umboðsmaður Rushdie, að hann væri úr öndunarvél. Hadi Matar, sem réðst á Rushdie, var færður fyrir dómara í gær, þar sem hann lýsti yfir afstöðu sinni gagnvart ákærum um árás og tilraun til manndráps. Lögmaður Matar sagði hann saklausan af þessum ákærum. Saksóknarar segja að Matar hafi skipulagt árásina og að hann hafi ætlað að myrða Rushdie. Hann hafi keypt sér miða á ráðstefnuna þar sem Rushdie átti að halda fyrirlestur, mætt degi áður og notað fölsk skilríki. Dómari úrskurðaði að Matar yrði ekki sleppt lausum gegn tryggingu. Rushdie hefur um árabil þurft að fara huldu höfði vegna morðhótana í kjölfar þess að Ruholla Khomeini, æðstiklerkur Írans, gaf út svokallað „fatwa“ gegn Rushdie, sem þýddi í raun að hann varð réttdræpur og voru þrjár milljónir dala settar til höfuðs hans. Það var eftir að hann gaf út bókina Söngvar Satans. Hinn 75 ára gamli Rushdie er sagður líklegur til að missa annað augað vegna árásarinnar. Hann er einnig með skaddaða lifur og skemmdar taugar í öðrum handleggnum. Matar, sem er 24 ára gamall, hefur ekki sagt af hverju hann framdi árásina og lögreglan hefur hingað til sagt að tilefni liggi ekki fyrir. Matar er þó sagður hafa verið dyggur stuðningsmaður Írans á samfélagsmiðlum. Hadi Matar sagðist í gærkvöldi saklaus gagnvart ákærum um líkamsárás og tilraun til manndráps.AP/Gene J. Puskar Bandaríkin Íran Mál Salman Rushdie Tengdar fréttir Hafa borið kennsl á árásarmann Rushdie Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn. 12. ágúst 2022 21:25 Salman Rushdie stunginn á sviði Ráðist var á rithöfundinn Salman Rushdie á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í dag. Hann hefur um áratugabil mátt sæta stöðugum líflátshótunum vegna bókar hans Söngva Satans. 12. ágúst 2022 15:29 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Í samtali við AP fréttaveituna staðfesti Andrew Wylie, umboðsmaður Rushdie, að hann væri úr öndunarvél. Hadi Matar, sem réðst á Rushdie, var færður fyrir dómara í gær, þar sem hann lýsti yfir afstöðu sinni gagnvart ákærum um árás og tilraun til manndráps. Lögmaður Matar sagði hann saklausan af þessum ákærum. Saksóknarar segja að Matar hafi skipulagt árásina og að hann hafi ætlað að myrða Rushdie. Hann hafi keypt sér miða á ráðstefnuna þar sem Rushdie átti að halda fyrirlestur, mætt degi áður og notað fölsk skilríki. Dómari úrskurðaði að Matar yrði ekki sleppt lausum gegn tryggingu. Rushdie hefur um árabil þurft að fara huldu höfði vegna morðhótana í kjölfar þess að Ruholla Khomeini, æðstiklerkur Írans, gaf út svokallað „fatwa“ gegn Rushdie, sem þýddi í raun að hann varð réttdræpur og voru þrjár milljónir dala settar til höfuðs hans. Það var eftir að hann gaf út bókina Söngvar Satans. Hinn 75 ára gamli Rushdie er sagður líklegur til að missa annað augað vegna árásarinnar. Hann er einnig með skaddaða lifur og skemmdar taugar í öðrum handleggnum. Matar, sem er 24 ára gamall, hefur ekki sagt af hverju hann framdi árásina og lögreglan hefur hingað til sagt að tilefni liggi ekki fyrir. Matar er þó sagður hafa verið dyggur stuðningsmaður Írans á samfélagsmiðlum. Hadi Matar sagðist í gærkvöldi saklaus gagnvart ákærum um líkamsárás og tilraun til manndráps.AP/Gene J. Puskar
Bandaríkin Íran Mál Salman Rushdie Tengdar fréttir Hafa borið kennsl á árásarmann Rushdie Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn. 12. ágúst 2022 21:25 Salman Rushdie stunginn á sviði Ráðist var á rithöfundinn Salman Rushdie á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í dag. Hann hefur um áratugabil mátt sæta stöðugum líflátshótunum vegna bókar hans Söngva Satans. 12. ágúst 2022 15:29 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Hafa borið kennsl á árásarmann Rushdie Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn. 12. ágúst 2022 21:25
Salman Rushdie stunginn á sviði Ráðist var á rithöfundinn Salman Rushdie á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í dag. Hann hefur um áratugabil mátt sæta stöðugum líflátshótunum vegna bókar hans Söngva Satans. 12. ágúst 2022 15:29