Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2022 07:31 Erik ten Hag í leiknum gegn Brentford. Hann boðaði leikmenn á æfingu daginn eftir. Shaun Botterill/Getty Images Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. Man United sá aldrei til sólar gegn Brentford og tapaði einkar sannfærandi 4-0. Liðið hefur nú tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni og Ten Hag byrjar veru sína sem þjálfari Man Utd vægast sagt illa. Hollendingurinn hefur sagt að hann geti fyrirgefið mistök og að liðið, sem og hann sjálfur, séu enn að læra. Það sem hann getur ekki fyrirgefið er að leikmenn leggi sig ekki fram og það fengu leikmenn liðsins staðfest á sunnudag. Er hlaupatölur í 4-0 tapinu gegn Brentford eru skoðaðar kom í ljós að Man United hljóp samtals 13,8 kílómetrum minna en sigurliðið. Það er eitthvað sem Ten Hag telur ekki boðlegt og þurfti því hver og einn leikmaður liðsins að hlaupa þá vegalengd á æfingunni þrátt fyrir að hitinn væri vel yfir 30 gráður. Þá greina fjölmiðla ytra frá því að Ten Hag hafi hreinlega sagt leikmönnum að frammistaða þeirra hafi verið „sjokkerandi,“ þeir hafi „spilað eins og börn“ og að þeir hafi ekki verið nálægt þeim háa standard sem bæði hann og félagið setur. Á sunnudag sagði Sky Sports að Man United væri að íhuga að rifta samningi sínum við Cristiano Ronaldo vegna hegðunar hans á vellinum. Skömmu síðar dró Sky fréttina til baka eftir að Man Utd neitaði því. Það virðist hins vegar ljóst að Ten Hag er ekki hrifinn af vinnuframlagi Ronaldo né annarra leikmanna liðsins og hefur hann sagt stjórn félagsins að hann þurfi þrjá nýja leikmenn áður en glugginn lokar. Man United mætir Liverpool á mánudeginum eftir viku á Old Trafford og er talað um að stuðningsfólk heimaliðsins gæti gengið af velli í mótmælaskyni við eigendur félagsins. Það verður að koma í ljós en það er ljóst að lærisveinar Ten Hag mega ekki við annarri eins frammistöðu og á laugardaginn var. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira
Man United sá aldrei til sólar gegn Brentford og tapaði einkar sannfærandi 4-0. Liðið hefur nú tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni og Ten Hag byrjar veru sína sem þjálfari Man Utd vægast sagt illa. Hollendingurinn hefur sagt að hann geti fyrirgefið mistök og að liðið, sem og hann sjálfur, séu enn að læra. Það sem hann getur ekki fyrirgefið er að leikmenn leggi sig ekki fram og það fengu leikmenn liðsins staðfest á sunnudag. Er hlaupatölur í 4-0 tapinu gegn Brentford eru skoðaðar kom í ljós að Man United hljóp samtals 13,8 kílómetrum minna en sigurliðið. Það er eitthvað sem Ten Hag telur ekki boðlegt og þurfti því hver og einn leikmaður liðsins að hlaupa þá vegalengd á æfingunni þrátt fyrir að hitinn væri vel yfir 30 gráður. Þá greina fjölmiðla ytra frá því að Ten Hag hafi hreinlega sagt leikmönnum að frammistaða þeirra hafi verið „sjokkerandi,“ þeir hafi „spilað eins og börn“ og að þeir hafi ekki verið nálægt þeim háa standard sem bæði hann og félagið setur. Á sunnudag sagði Sky Sports að Man United væri að íhuga að rifta samningi sínum við Cristiano Ronaldo vegna hegðunar hans á vellinum. Skömmu síðar dró Sky fréttina til baka eftir að Man Utd neitaði því. Það virðist hins vegar ljóst að Ten Hag er ekki hrifinn af vinnuframlagi Ronaldo né annarra leikmanna liðsins og hefur hann sagt stjórn félagsins að hann þurfi þrjá nýja leikmenn áður en glugginn lokar. Man United mætir Liverpool á mánudeginum eftir viku á Old Trafford og er talað um að stuðningsfólk heimaliðsins gæti gengið af velli í mótmælaskyni við eigendur félagsins. Það verður að koma í ljós en það er ljóst að lærisveinar Ten Hag mega ekki við annarri eins frammistöðu og á laugardaginn var.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira