„Sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 12:00 Hnífaárásin átti sér stað á Ingólfstorgi. Vísir/Vilhelm Unglingspilturinn sem var stunginn í bakið með eggvopni á Ingólfstorgi í Reykjavík á laugardaginn hefur verið útskrifaður af spítala. Móðir hans segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. Drengurinn sem er sextán ára var staddur á Ingólfstorgi síðasta laugardagskvöld ásamt vinum sínum þegar þrír unglingspiltar hrópuðu að þeim ókvæðisorðum að sögn móður drengsins sem vill ekki láta nafn síns getið vegna stöðu málsins. Hann og vinir hans hafi svarað en þá hafi unglingspiltarnir ráðist á þá af tilefnislausu. Tilefnislaus hnífaárás Hún segir að sonur hennar hafi fengið hnífsstungu í bakið í árásinni. Hann hafi flúið af vettvangi og svo lagst í jörðina. Þar hafi hann komist að því að hann hafði verið stunginn í bakið. Vegfarendur hafi kallað á sjúkrabíl enda hafi blætt talsvert úr sárinu sem hafi svo verið saumað saman á gjörgæslu þar sem hann þurfti blóðgjöf vegna blóðmissis. Hefði getað endað verr Hún segir að líðan sonar hennar sé góð miðað við aðstæður. Hann hafi verið mjög heppinn og var útskrifaður af Barnaspítala Hringsins í gær. Stungan hafi verið nálægt nýrum, mænu og taugum og því ljóst að verr hefði getað farið. Í fyrsta skipti í miðbænum að kvöldi til Móðir drengsins segir að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem sonur hennar fór ásamt vinum sínum, án forráðamanna niður í bæ að helgi til. Þetta sé mikið áfall en drengurinn beri sig furðu vel. Árásin verði kærð. Hún segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. Einhverjir komið við sögu hjá lögreglu áður Í gær kom fram að þremur unglingspiltum sem voru handteknir vegna málsins, hafi verið sleppt eftir yfirheyrslu lögreglu en rannsókn er í fullum gangi. Drengirnir eru allir undir eða rétt yfir lögaldri. Einhverjir þeirra hafa áður komið við sögu hjá lögreglu samkvæmt upplýsingum þaðan. Aukinn vopnaburður Lögreglan hefur áhyggjur af auknum vopnaburði í miðbænum en tvöfalt fleiri útköll hafa verið hjá sérsveit vegna slíkra mála fyrstu sex mánuði ársins en árið 2017. Þá er langalgengast að eggvopn séu notuð í slíkum málum eða í um sex af hverjum tíu tilvikum. Sérfræðingur hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra biðlaði til fólks í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að bera alls ekki á sér vopn. Ofbeldi gegn börnum Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þremur sleppt eftir yfirheyrslur vegna hnífstungu Þremur unglingspiltum sem voru handteknir í gær vegna hnífsstungu við Ingólfstorg í fyrrinótt hefur öllum verið sleppt að lokinni skýrslutöku. Einn þeirra er grunaður um að hafa stungið dreng undir lögaldri í bakið í fyrrinótt. 14. ágúst 2022 12:29 Sá sem var stunginn er sextán ára gamall Íslendingur Þrír unglingspiltar eru í haldi lögreglu eftir að hafa stungið þann fjórða í bakið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um alvarlega árás að ræða og var blæðingin veruleg. Fórnarlambið, sextán ára gamall Íslendingur, fór á gjörgæslu og svo á Barnaspítala Hringsins í nótt, en hefur verið útskrifaður. 13. ágúst 2022 15:57 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Sjá meira
Drengurinn sem er sextán ára var staddur á Ingólfstorgi síðasta laugardagskvöld ásamt vinum sínum þegar þrír unglingspiltar hrópuðu að þeim ókvæðisorðum að sögn móður drengsins sem vill ekki láta nafn síns getið vegna stöðu málsins. Hann og vinir hans hafi svarað en þá hafi unglingspiltarnir ráðist á þá af tilefnislausu. Tilefnislaus hnífaárás Hún segir að sonur hennar hafi fengið hnífsstungu í bakið í árásinni. Hann hafi flúið af vettvangi og svo lagst í jörðina. Þar hafi hann komist að því að hann hafði verið stunginn í bakið. Vegfarendur hafi kallað á sjúkrabíl enda hafi blætt talsvert úr sárinu sem hafi svo verið saumað saman á gjörgæslu þar sem hann þurfti blóðgjöf vegna blóðmissis. Hefði getað endað verr Hún segir að líðan sonar hennar sé góð miðað við aðstæður. Hann hafi verið mjög heppinn og var útskrifaður af Barnaspítala Hringsins í gær. Stungan hafi verið nálægt nýrum, mænu og taugum og því ljóst að verr hefði getað farið. Í fyrsta skipti í miðbænum að kvöldi til Móðir drengsins segir að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem sonur hennar fór ásamt vinum sínum, án forráðamanna niður í bæ að helgi til. Þetta sé mikið áfall en drengurinn beri sig furðu vel. Árásin verði kærð. Hún segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. Einhverjir komið við sögu hjá lögreglu áður Í gær kom fram að þremur unglingspiltum sem voru handteknir vegna málsins, hafi verið sleppt eftir yfirheyrslu lögreglu en rannsókn er í fullum gangi. Drengirnir eru allir undir eða rétt yfir lögaldri. Einhverjir þeirra hafa áður komið við sögu hjá lögreglu samkvæmt upplýsingum þaðan. Aukinn vopnaburður Lögreglan hefur áhyggjur af auknum vopnaburði í miðbænum en tvöfalt fleiri útköll hafa verið hjá sérsveit vegna slíkra mála fyrstu sex mánuði ársins en árið 2017. Þá er langalgengast að eggvopn séu notuð í slíkum málum eða í um sex af hverjum tíu tilvikum. Sérfræðingur hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra biðlaði til fólks í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að bera alls ekki á sér vopn.
Ofbeldi gegn börnum Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þremur sleppt eftir yfirheyrslur vegna hnífstungu Þremur unglingspiltum sem voru handteknir í gær vegna hnífsstungu við Ingólfstorg í fyrrinótt hefur öllum verið sleppt að lokinni skýrslutöku. Einn þeirra er grunaður um að hafa stungið dreng undir lögaldri í bakið í fyrrinótt. 14. ágúst 2022 12:29 Sá sem var stunginn er sextán ára gamall Íslendingur Þrír unglingspiltar eru í haldi lögreglu eftir að hafa stungið þann fjórða í bakið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um alvarlega árás að ræða og var blæðingin veruleg. Fórnarlambið, sextán ára gamall Íslendingur, fór á gjörgæslu og svo á Barnaspítala Hringsins í nótt, en hefur verið útskrifaður. 13. ágúst 2022 15:57 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Sjá meira
Þremur sleppt eftir yfirheyrslur vegna hnífstungu Þremur unglingspiltum sem voru handteknir í gær vegna hnífsstungu við Ingólfstorg í fyrrinótt hefur öllum verið sleppt að lokinni skýrslutöku. Einn þeirra er grunaður um að hafa stungið dreng undir lögaldri í bakið í fyrrinótt. 14. ágúst 2022 12:29
Sá sem var stunginn er sextán ára gamall Íslendingur Þrír unglingspiltar eru í haldi lögreglu eftir að hafa stungið þann fjórða í bakið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um alvarlega árás að ræða og var blæðingin veruleg. Fórnarlambið, sextán ára gamall Íslendingur, fór á gjörgæslu og svo á Barnaspítala Hringsins í nótt, en hefur verið útskrifaður. 13. ágúst 2022 15:57