Gómez er fæddur árið 2001 og hefur spilað fyrir öll yngri landslið Spánar. Alls á hann að baki 54 leiki fyrir U-16 til U-21 landslið þjóðar sinnar. Eftir að vera hjá Barcelona frá 2010 til 2018 færði Gómez sig um set og samdi við Borussia Dortmund í Þýskalandi.
Hann lék aðeins tvo leiki með aðalliði félagsins og var lánaður til Huesca á Spáni áður en Anderlecht fékk hann í sínar raðir á síðustu leiktíð. Þá var Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði Man City, þjálfari belgíska liðsins en hann þjálfar Jóhann Berg Guðmundsson og félaga í Burnley nú.
Talið er að City borgi 13 milljónir evra fyrir þennan unga vinstri bakvörð. Á hann að fylla skarð Oleksandr Zinchenko sem gekk í raðir Arsenal fyrr í sumar.
We are delighted to announce the signing of @sergiogm_10 on a four-year deal
— Manchester City (@ManCity) August 16, 2022
Read more
Lærisveinar Pep Guardiola hafa byrjað ensku úrvalsdeildina einkar vel en liðið hefur unnið báða leiki sína til þessa, skorað sex mörk og hefur ekki enn fengið á sig mark.