Dauðadæmt loforð um leikskólapláss Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2022 21:01 Leikskólamálin eru í brennidepli í Reykjavík um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Loforð um leikskólapláss fyrir öll tólf mánaða börn í Reykjavík var dauðadæmt frá byrjun, að mati leikskólastjóra sem ekki hefur getað boðið neinu barni fæddu 2021 pláss. Það sé enn fremur ekki endilega börnunum fyrir bestu að byrja á leikskóla 12 mánaða. Tæplega átta hundruð börn, eins árs og eldri, eru nú á biðlista eftir að komast inn á leikskóla í Reykjavík, þvert á loforð meirihlutans í vor um öll börn, tólf mánaða og eldri, kæmust inn. Var þetta ekki bara óraunhæft frá byrjun? „Stutta svarið er jú, segir Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Drafnarsteins í Vesturbæ Reykjavíkur, en rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vandinn sé áragamall og margþættur eins og ítrekað hafi verið bent á. Húsnæði ábótavant og það úr sér gengið. Íbúum borgarinnar hafi fjölgað gríðarlega auk hins margumtalaða mönnunarvanda, sem hefur reyndar ekki verið fyrir að fara á Drafnarsteini. Halldóra þurfti til að mynda ekki að auglýsa eftir starfsfólki fyrir haustið. Staðan mismunandi eftir hverfum Staðan í Reykjavík er mismunandi eftir hverfum. Í Vesturbænum, þar sem mikið er af barnafólki, er allt hreinlega stappað. Halldóra Guðmundsdóttir leikskólastjóri á DrafnasteiniVísir/Arnar „Ég er ekki að taka inn eitt einasta barn eins og staðan er akkúrat í dag, fædd 2021. En ég veit um laus pláss annars staðar í borginni,“ segir Halldóra. Ekki endilega best fyrir svo ung börn Halldóra kaus jafnframt ekki á móti því að fá tólf mánaða börn inn á leikskólana, en það sé ekki endilega best fyrir börnin sjálf. „Tólf mánaða börn. Þau eru lítil. Þau eru ung. Að taka þau frá foreldrum sínum svo ung í stóra skóla, með stóran hóp barna, oft í lítil rými í mjög langan tíma. Við höfum ekkert rannsakað það nógu vel,“ segir Halldóra. Er þetta vandi sem er hægt að leysa? „Ef ég hefði svarið við því. Já, en það gerist ekki á morgun.“ Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin hafi dregið foreldra á asnaeyrunum Borgin hefur dregið okkur á asnaeyrunum , segir faðir tæplega tveggja ára barns sem hefur enn ekki komist inn á leikskóla. Hann vill að foreldrar í sömu stöðu fái bætur, enda hafi margir nýtt sumarfrí næsta árs og tekið launalaust leyfi til að sjá um börnin. 15. ágúst 2022 21:00 Vilja biðlistabætur í borginni Sjálfstæðismenn vilja koma á svokölluðum biðlistabótum í Reykjavík fyrir foreldra þeirra barna sem eru eldri en 12 mánaða en hafa ekki fengið pláss á leikskóla. Bæturnar myndu hljóða upp á 200 þúsund krónur á mánuði á hvert barn. Meirihlutinn tekur ekki illa í hugmyndirnar en segir megináhersluna þá að fjölga leikskólaplássum. 15. ágúst 2022 13:30 „Nei mér finnst það ekki boðlegt“ Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega. 11. ágúst 2022 23:00 „Þetta er algjör skrípaleikur“ Foreldrar barna í Reykjavík sem hafa ekki fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. 11. ágúst 2022 20:20 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Tæplega átta hundruð börn, eins árs og eldri, eru nú á biðlista eftir að komast inn á leikskóla í Reykjavík, þvert á loforð meirihlutans í vor um öll börn, tólf mánaða og eldri, kæmust inn. Var þetta ekki bara óraunhæft frá byrjun? „Stutta svarið er jú, segir Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Drafnarsteins í Vesturbæ Reykjavíkur, en rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vandinn sé áragamall og margþættur eins og ítrekað hafi verið bent á. Húsnæði ábótavant og það úr sér gengið. Íbúum borgarinnar hafi fjölgað gríðarlega auk hins margumtalaða mönnunarvanda, sem hefur reyndar ekki verið fyrir að fara á Drafnarsteini. Halldóra þurfti til að mynda ekki að auglýsa eftir starfsfólki fyrir haustið. Staðan mismunandi eftir hverfum Staðan í Reykjavík er mismunandi eftir hverfum. Í Vesturbænum, þar sem mikið er af barnafólki, er allt hreinlega stappað. Halldóra Guðmundsdóttir leikskólastjóri á DrafnasteiniVísir/Arnar „Ég er ekki að taka inn eitt einasta barn eins og staðan er akkúrat í dag, fædd 2021. En ég veit um laus pláss annars staðar í borginni,“ segir Halldóra. Ekki endilega best fyrir svo ung börn Halldóra kaus jafnframt ekki á móti því að fá tólf mánaða börn inn á leikskólana, en það sé ekki endilega best fyrir börnin sjálf. „Tólf mánaða börn. Þau eru lítil. Þau eru ung. Að taka þau frá foreldrum sínum svo ung í stóra skóla, með stóran hóp barna, oft í lítil rými í mjög langan tíma. Við höfum ekkert rannsakað það nógu vel,“ segir Halldóra. Er þetta vandi sem er hægt að leysa? „Ef ég hefði svarið við því. Já, en það gerist ekki á morgun.“
Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin hafi dregið foreldra á asnaeyrunum Borgin hefur dregið okkur á asnaeyrunum , segir faðir tæplega tveggja ára barns sem hefur enn ekki komist inn á leikskóla. Hann vill að foreldrar í sömu stöðu fái bætur, enda hafi margir nýtt sumarfrí næsta árs og tekið launalaust leyfi til að sjá um börnin. 15. ágúst 2022 21:00 Vilja biðlistabætur í borginni Sjálfstæðismenn vilja koma á svokölluðum biðlistabótum í Reykjavík fyrir foreldra þeirra barna sem eru eldri en 12 mánaða en hafa ekki fengið pláss á leikskóla. Bæturnar myndu hljóða upp á 200 þúsund krónur á mánuði á hvert barn. Meirihlutinn tekur ekki illa í hugmyndirnar en segir megináhersluna þá að fjölga leikskólaplássum. 15. ágúst 2022 13:30 „Nei mér finnst það ekki boðlegt“ Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega. 11. ágúst 2022 23:00 „Þetta er algjör skrípaleikur“ Foreldrar barna í Reykjavík sem hafa ekki fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. 11. ágúst 2022 20:20 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Borgin hafi dregið foreldra á asnaeyrunum Borgin hefur dregið okkur á asnaeyrunum , segir faðir tæplega tveggja ára barns sem hefur enn ekki komist inn á leikskóla. Hann vill að foreldrar í sömu stöðu fái bætur, enda hafi margir nýtt sumarfrí næsta árs og tekið launalaust leyfi til að sjá um börnin. 15. ágúst 2022 21:00
Vilja biðlistabætur í borginni Sjálfstæðismenn vilja koma á svokölluðum biðlistabótum í Reykjavík fyrir foreldra þeirra barna sem eru eldri en 12 mánaða en hafa ekki fengið pláss á leikskóla. Bæturnar myndu hljóða upp á 200 þúsund krónur á mánuði á hvert barn. Meirihlutinn tekur ekki illa í hugmyndirnar en segir megináhersluna þá að fjölga leikskólaplássum. 15. ágúst 2022 13:30
„Nei mér finnst það ekki boðlegt“ Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega. 11. ágúst 2022 23:00
„Þetta er algjör skrípaleikur“ Foreldrar barna í Reykjavík sem hafa ekki fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. 11. ágúst 2022 20:20