Madrídingar unnu stórsigur á útivelli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. ágúst 2022 22:00 Real Madrid vann sannfærandi sigur í kvöld. Manuel Queimadelos/Quality Sport Images/Getty Images Spánarmeistarar Real Madrid unnu sannfærandi 1-4 sigur er liðið heimsótti Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Karim Benzema skoraði fyrsta mark Madrídinga á 14. mínútu af vítapunktinum áður en Iago Aspas jafnaði metin fyrir heimamenn tíu mínútum síðar af vítapunktinum á hinum enda vallarins. Luka Modric kom gestunum svo í forystu stuttu fyrir hálfleikshlé eftir stoðsendingu frá David Alaba og staðan því 1-2 þegar gengið var til búningsherbergja. Vinicius Jr. bætti þriðja marki Madrídinga við snemma í síðari hálfleik áður en Federico Valverde gerði endanlega út um leikinn með marki á 66. mínútu. Edin Hazard fékk svo tækifæri til að skora fimmta mark liðsins þegar hann fór á vítapunktinn stuttu fyrir leikslok, en hann lét Agustin Marchesin, markvörð Celta Vigo, verja frá sér. Niðurstaðan því 1-4 sigur Madrídinga sem hafa nú unnið báða leiki sína í upphafi tímabils. Spænski boltinn
Spánarmeistarar Real Madrid unnu sannfærandi 1-4 sigur er liðið heimsótti Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Karim Benzema skoraði fyrsta mark Madrídinga á 14. mínútu af vítapunktinum áður en Iago Aspas jafnaði metin fyrir heimamenn tíu mínútum síðar af vítapunktinum á hinum enda vallarins. Luka Modric kom gestunum svo í forystu stuttu fyrir hálfleikshlé eftir stoðsendingu frá David Alaba og staðan því 1-2 þegar gengið var til búningsherbergja. Vinicius Jr. bætti þriðja marki Madrídinga við snemma í síðari hálfleik áður en Federico Valverde gerði endanlega út um leikinn með marki á 66. mínútu. Edin Hazard fékk svo tækifæri til að skora fimmta mark liðsins þegar hann fór á vítapunktinn stuttu fyrir leikslok, en hann lét Agustin Marchesin, markvörð Celta Vigo, verja frá sér. Niðurstaðan því 1-4 sigur Madrídinga sem hafa nú unnið báða leiki sína í upphafi tímabils.