Gætu tekið á móti fleiri læknanemum á Akureyri Atli Ísleifsson skrifar 22. ágúst 2022 06:35 Hildigunnur Svavarsdóttir er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Vísir Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að sjúkrahúsið geti tekið á móti fleiri læknanemum í grunnnámi, að því gefnu að stofnunin og Háskóli Íslands ráðist í skipulagsbreytingar og tímabil starfsnáms læknanema verði samræmt. Forstjórinn Hildigunnur Svavarsdóttir segir þetta í samtali við Morgunblaðið í morgun. Mikið hefur verið fjallað um manneklu á Landspítalanum og í heilbrigðiskerfinu síðustu misserin, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra sagði á dögunum að ráðuneytið gæti ekki samþykkt fjölgun læknanema fyrr en Landspítalinn hefði tök á að taka á móti þeim. Ein leið til að fjölga læknanemum væri þó að fjölga nemum á Sjúkrahúsinu á Akureyri, en síðustu ár hafa alls um sextíu læknanemar verið teknir inn í grunnnám við Háskóla Íslands á ári hverju. Hildigunnur segir að hið sama eigi við um nema í hjúkrunarfræði – verði ráðist í skipulagsbreytingar gæti Sjúkrahúsið á Akureyri einnig tekið við fleiri nemum í þeirri grein. Verði að bregðast við mannekluvandanum Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, sagði fyrr í mánuðinum að Landspítalinn færi í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Hann sagði stöðuna aldrei hafa verið jafnþunga og í sumar þegar hleypa hafi þurft starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn. Runólfur sagði að manneklan væri mest á meðal hjúkrunarfræðinga en einnig á meðal lækna. Sagði hann að fjölga verði nemendum í geirunum hér heima og fara nýjar leiðir, á borð við að nýta hermikennslu til að þjálfa færni. Heilbrigðismál Sjúkrahúsið á Akureyri Landspítalinn Skóla - og menntamál Háskólar Akureyri Tengdar fréttir Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn. 17. ágúst 2022 13:59 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Forstjórinn Hildigunnur Svavarsdóttir segir þetta í samtali við Morgunblaðið í morgun. Mikið hefur verið fjallað um manneklu á Landspítalanum og í heilbrigðiskerfinu síðustu misserin, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra sagði á dögunum að ráðuneytið gæti ekki samþykkt fjölgun læknanema fyrr en Landspítalinn hefði tök á að taka á móti þeim. Ein leið til að fjölga læknanemum væri þó að fjölga nemum á Sjúkrahúsinu á Akureyri, en síðustu ár hafa alls um sextíu læknanemar verið teknir inn í grunnnám við Háskóla Íslands á ári hverju. Hildigunnur segir að hið sama eigi við um nema í hjúkrunarfræði – verði ráðist í skipulagsbreytingar gæti Sjúkrahúsið á Akureyri einnig tekið við fleiri nemum í þeirri grein. Verði að bregðast við mannekluvandanum Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, sagði fyrr í mánuðinum að Landspítalinn færi í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Hann sagði stöðuna aldrei hafa verið jafnþunga og í sumar þegar hleypa hafi þurft starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn. Runólfur sagði að manneklan væri mest á meðal hjúkrunarfræðinga en einnig á meðal lækna. Sagði hann að fjölga verði nemendum í geirunum hér heima og fara nýjar leiðir, á borð við að nýta hermikennslu til að þjálfa færni.
Heilbrigðismál Sjúkrahúsið á Akureyri Landspítalinn Skóla - og menntamál Háskólar Akureyri Tengdar fréttir Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn. 17. ágúst 2022 13:59 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn. 17. ágúst 2022 13:59