Ójöfnuður hafi aukist í fyrra Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. ágúst 2022 14:25 Guðrúnartún 1 þar sem skrifstofa ASÍ er til húsa auk annarra félaga. VÍSIR/VILHELM Á síðasta ári jókst ójöfnuður í íslensku hagkerfi samkvæmt mánaðaryfirlit ASÍ. Þar kemur fram að stærsta breytingin á tekjum íslenskra heimila í fyrra hafi verið aukning fjármagnstekna en sú aukning hafi nær einungis verið hjá tekjuhæstu tíu prósentum heimilanna. Í mánaðaryfirlitinu kemur fram að hjá tekjuhæstu tíu prósentum íslenskra heimila hækkuðu ráðstöfunartekjur að meðaltali um rúmlega tíu prósent. Þá hækkun megi einna helst rekja til hækkunar fjármagnstekna en tekjuhækkun í öðrum tekjutíundum var mun minni. Hér fyrir neðan má sjá meðalbreytingu einstakra tekjuhópa þar sem hæsta tekjutíundin bætti miklu við sig. Tekjuskipting ívið jafnari á Íslandi en á Norðurlöndum Í mánaðaryfirlitinu kemur fram að í alþjóðlegum samanburði sé tekjuskipting heldur jöfn á Íslandi og sömuleiðis einna jöfnust meðal OECD ríkja. Þá segir einnig í yfirlitinu að tekjudreifing á Ísland sé jafnari en á Norðurlöndunum eða á pari við þau þrátt fyrir að launadreifing á íslenskum vinnumarkaði sé heldur ójafnari en á hinum Norðurlöndunum. Þar vegur á móti að atvinnuþátttaka er hærri hér á landi en eftir því sem fleiri eru á vinnumarkaði þeim mun jafnari er tekjuskipting almennt. Ójöfnuður aukist undanfarna tvo áratugi Til að meta umfang tekjujöfnuðar beitir ASÍ Gini-mælikvarðanum sem dregur saman í eina tölu umfang ójafnaðar í tekjuskiptingu þjóðar. Sá stuðull nær frá núll upp í einn og því hærri sem talan er því meiri er ójöfnuðurinn. Hér fyrir neðan má sjá graf sem sýnir þróun Gini-stuðulsins á Íslandi undanfarna tvo áratugi. Þar sést hvernig tekjuskipting varð ójafnari frá miðbiki tíunda áratugarins og svo hvernig stuðullinn hækkaði hratt á árunum fyrir fjármálahrun. Eftir hrun lækkaði stuðullinn svo aftur nokkuð hratt. Á árunum 2013 til 2020 reis stuðullinn síðan og hneig aftur og loks sést síðan hvernig ójöfnuður jókst aftur í fyrra. Skoði maður grafið í heild sinni sést einnig hvernig ójöfnuður er orðinn nokkuð meiri en hann var fyrir tveimur áratugum. Kjaramál ASÍ Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Í mánaðaryfirlitinu kemur fram að hjá tekjuhæstu tíu prósentum íslenskra heimila hækkuðu ráðstöfunartekjur að meðaltali um rúmlega tíu prósent. Þá hækkun megi einna helst rekja til hækkunar fjármagnstekna en tekjuhækkun í öðrum tekjutíundum var mun minni. Hér fyrir neðan má sjá meðalbreytingu einstakra tekjuhópa þar sem hæsta tekjutíundin bætti miklu við sig. Tekjuskipting ívið jafnari á Íslandi en á Norðurlöndum Í mánaðaryfirlitinu kemur fram að í alþjóðlegum samanburði sé tekjuskipting heldur jöfn á Íslandi og sömuleiðis einna jöfnust meðal OECD ríkja. Þá segir einnig í yfirlitinu að tekjudreifing á Ísland sé jafnari en á Norðurlöndunum eða á pari við þau þrátt fyrir að launadreifing á íslenskum vinnumarkaði sé heldur ójafnari en á hinum Norðurlöndunum. Þar vegur á móti að atvinnuþátttaka er hærri hér á landi en eftir því sem fleiri eru á vinnumarkaði þeim mun jafnari er tekjuskipting almennt. Ójöfnuður aukist undanfarna tvo áratugi Til að meta umfang tekjujöfnuðar beitir ASÍ Gini-mælikvarðanum sem dregur saman í eina tölu umfang ójafnaðar í tekjuskiptingu þjóðar. Sá stuðull nær frá núll upp í einn og því hærri sem talan er því meiri er ójöfnuðurinn. Hér fyrir neðan má sjá graf sem sýnir þróun Gini-stuðulsins á Íslandi undanfarna tvo áratugi. Þar sést hvernig tekjuskipting varð ójafnari frá miðbiki tíunda áratugarins og svo hvernig stuðullinn hækkaði hratt á árunum fyrir fjármálahrun. Eftir hrun lækkaði stuðullinn svo aftur nokkuð hratt. Á árunum 2013 til 2020 reis stuðullinn síðan og hneig aftur og loks sést síðan hvernig ójöfnuður jókst aftur í fyrra. Skoði maður grafið í heild sinni sést einnig hvernig ójöfnuður er orðinn nokkuð meiri en hann var fyrir tveimur áratugum.
Kjaramál ASÍ Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent