Samúðarkveðjur berast víða að til íbúa Blönduóss Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. ágúst 2022 15:23 Samúðarkveðjur hafa borist frá fjölda fólks til íbúa Blönduóss í kjölfar atburðarins voveiflega í gærmorgun. Vísir/Helena Samúðarkveðjur hafa borist víða að til íbúa Blönduóss eftir voveiflega atburðinn sem átti sér stað þar í gærmorgun. Nú síðast sendi Guðni Th. Jóhannesson samúðarkveðju til íbúa en einnig hafa borist kveðjur frá Katrínu Jakobsdóttir forsætisáðherra og ýmsum sveitarfélögum. Á vefsíðu Forsetaembættisins sendir Forseti Íslands íbúum Blönduóss kveðju vegna voðaatburðarins um nýliðna helgi. Í bréfi sem forseti sendi til Guðmundar Hauks Jakobssonar, forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar, segir „að á þessari sorgarstundu hugsi Íslendingar til heimafólks þar og allra sem nú eiga skilið stuðning og samúð.“ Einnig biður hann forseta sveitarstjórnar að koma á framfæri þökkum til allra sem sinnt hafa löggæslu, hjúkrun og áfallahjálp á vettvangi. Stjórnmálamenn hugsa til íbúa Blönduóss Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, skrifaði færslu á Facebook í dag þar sem hún sagði ekki annað hægt en „að tárast yfir ávarpi Guðmundar Hauks Jakobssonar“ þegar hann bað um stuðning þjóðarinnar. Þá segir hún að hugur „okkar allra sé hjá þeim sem eiga um sárt að binda sem og öllum íbúum Húnabyggðar“ og að mestu skipti „að halda vel utan um hvert annað og standa saman í sorginni.“ Fleiri stjórnmálamenn hafa tjáð sig um atburðinn voveiflega. Í færslu sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, skrifaði á Facebook sagði hún „Megi allt gott umvefja fallega samfélagið á Blönduósi og Húnabyggð allri í þessum hrikalegu aðstæðum.“ Enn fremur sagðist hún viss um að með tímanum tækist samfélaginu að vinna úr þessum atburðum í krafti smæðar sinnar. Þá tók Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sér sérstakan tíma til að skila kveðjum til íbúa Blönduóss í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 um ótengt mál. Samúðarkveðjur frá sveitarfélögum Kveðjur hafa borist einnig borist frá ýmsum sveitarfélögum til íbúa Blönduóss. Fyrir hönd íbúa Skagafjarðar sendi sveitarstjórn Skagafjarðar innilegar samúðarkveðjur til Blönduóss. Jafnframt sagði sveitarstjórnin í kveðjunni að hugur Skagfirðinga væri hjá „okkar kæru nágrönnum og öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna atburðanna.“ Jafnframt sendi bæjarstjórn Akureyrar samúðarkveðjur til „allra þeirra sem eiga um sárt að binda eftir þá voveiflegu atburði sem áttu sér stað á Blönduósi í gærmorgun.“ Þar segir að engin orð fái lýst sorg og vanmætti bæjarstjórnarinnar gagnvart „svo skelfilegum atburði“ og að þau hugsi „með hluttekningu og hlýhug“ til vina sinna á Blönduósi. Einnig sendi sveitarstjórn Húnaþings vestra kærleikskveðjur til Blönduóss þar sem þau sögðust harmi slegin og að hugur þeirra sé hjá öllum íbúum Húnabyggðar. Kirkjan á Blönduósi.Vísir/Helena Manndráp á Blönduósi Húnabyggð Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Húnaþing vestra Akureyri Skagafjörður Tengdar fréttir Ekki annað hægt en að tárast yfir ákalli um stuðning Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekki hafi verið annað hægt en að tárast yfir ákalli forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar í gær, þar sem hann óskaði eftir stuðningi þjóðarinnar eftir skotárás á Blönduósi í gærmorgun. 22. ágúst 2022 12:30 Best að segja börnum sannleikann um harmleikinn en velja orðin vel Fjölmargir þáðu áfallahjálp í Blönduóskirkju vegnar harmleiksins í bænum um helgina að sögn sóknarprestsins. Hann segir samráðshóp um áfallahjálp hittast í dag varðandi frekari viðbrögð. Best sé að segja börnum sannleikann, en velja orð sín vel. 22. ágúst 2022 12:47 Biðla til landsmanna að standa með íbúum Blönduóss Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir að íbúar Húnabyggðar séu í áfalli eftir að skotárás var framin í bænum í morgun. „Við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. 21. ágúst 2022 18:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Á vefsíðu Forsetaembættisins sendir Forseti Íslands íbúum Blönduóss kveðju vegna voðaatburðarins um nýliðna helgi. Í bréfi sem forseti sendi til Guðmundar Hauks Jakobssonar, forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar, segir „að á þessari sorgarstundu hugsi Íslendingar til heimafólks þar og allra sem nú eiga skilið stuðning og samúð.“ Einnig biður hann forseta sveitarstjórnar að koma á framfæri þökkum til allra sem sinnt hafa löggæslu, hjúkrun og áfallahjálp á vettvangi. Stjórnmálamenn hugsa til íbúa Blönduóss Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, skrifaði færslu á Facebook í dag þar sem hún sagði ekki annað hægt en „að tárast yfir ávarpi Guðmundar Hauks Jakobssonar“ þegar hann bað um stuðning þjóðarinnar. Þá segir hún að hugur „okkar allra sé hjá þeim sem eiga um sárt að binda sem og öllum íbúum Húnabyggðar“ og að mestu skipti „að halda vel utan um hvert annað og standa saman í sorginni.“ Fleiri stjórnmálamenn hafa tjáð sig um atburðinn voveiflega. Í færslu sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, skrifaði á Facebook sagði hún „Megi allt gott umvefja fallega samfélagið á Blönduósi og Húnabyggð allri í þessum hrikalegu aðstæðum.“ Enn fremur sagðist hún viss um að með tímanum tækist samfélaginu að vinna úr þessum atburðum í krafti smæðar sinnar. Þá tók Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sér sérstakan tíma til að skila kveðjum til íbúa Blönduóss í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 um ótengt mál. Samúðarkveðjur frá sveitarfélögum Kveðjur hafa borist einnig borist frá ýmsum sveitarfélögum til íbúa Blönduóss. Fyrir hönd íbúa Skagafjarðar sendi sveitarstjórn Skagafjarðar innilegar samúðarkveðjur til Blönduóss. Jafnframt sagði sveitarstjórnin í kveðjunni að hugur Skagfirðinga væri hjá „okkar kæru nágrönnum og öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna atburðanna.“ Jafnframt sendi bæjarstjórn Akureyrar samúðarkveðjur til „allra þeirra sem eiga um sárt að binda eftir þá voveiflegu atburði sem áttu sér stað á Blönduósi í gærmorgun.“ Þar segir að engin orð fái lýst sorg og vanmætti bæjarstjórnarinnar gagnvart „svo skelfilegum atburði“ og að þau hugsi „með hluttekningu og hlýhug“ til vina sinna á Blönduósi. Einnig sendi sveitarstjórn Húnaþings vestra kærleikskveðjur til Blönduóss þar sem þau sögðust harmi slegin og að hugur þeirra sé hjá öllum íbúum Húnabyggðar. Kirkjan á Blönduósi.Vísir/Helena
Manndráp á Blönduósi Húnabyggð Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Húnaþing vestra Akureyri Skagafjörður Tengdar fréttir Ekki annað hægt en að tárast yfir ákalli um stuðning Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekki hafi verið annað hægt en að tárast yfir ákalli forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar í gær, þar sem hann óskaði eftir stuðningi þjóðarinnar eftir skotárás á Blönduósi í gærmorgun. 22. ágúst 2022 12:30 Best að segja börnum sannleikann um harmleikinn en velja orðin vel Fjölmargir þáðu áfallahjálp í Blönduóskirkju vegnar harmleiksins í bænum um helgina að sögn sóknarprestsins. Hann segir samráðshóp um áfallahjálp hittast í dag varðandi frekari viðbrögð. Best sé að segja börnum sannleikann, en velja orð sín vel. 22. ágúst 2022 12:47 Biðla til landsmanna að standa með íbúum Blönduóss Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir að íbúar Húnabyggðar séu í áfalli eftir að skotárás var framin í bænum í morgun. „Við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. 21. ágúst 2022 18:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ekki annað hægt en að tárast yfir ákalli um stuðning Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekki hafi verið annað hægt en að tárast yfir ákalli forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar í gær, þar sem hann óskaði eftir stuðningi þjóðarinnar eftir skotárás á Blönduósi í gærmorgun. 22. ágúst 2022 12:30
Best að segja börnum sannleikann um harmleikinn en velja orðin vel Fjölmargir þáðu áfallahjálp í Blönduóskirkju vegnar harmleiksins í bænum um helgina að sögn sóknarprestsins. Hann segir samráðshóp um áfallahjálp hittast í dag varðandi frekari viðbrögð. Best sé að segja börnum sannleikann, en velja orð sín vel. 22. ágúst 2022 12:47
Biðla til landsmanna að standa með íbúum Blönduóss Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir að íbúar Húnabyggðar séu í áfalli eftir að skotárás var framin í bænum í morgun. „Við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. 21. ágúst 2022 18:31