Einn sjúkrabíll var sendur af stað en aðstoð hans afturkölluð þegar ljóst var að farþegar í bílunum voru ekki slasaðir.
Töluverð umferðarteppa er á Reykjanesbrautinni á leiðinni inn í Hafnarfjörð vegna þessa.
Árekstur fjögurra bíla varð til móts við álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík rétt fyrir klukkan átta í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var ekki tilkynnt um slys á fólki.
Einn sjúkrabíll var sendur af stað en aðstoð hans afturkölluð þegar ljóst var að farþegar í bílunum voru ekki slasaðir.
Töluverð umferðarteppa er á Reykjanesbrautinni á leiðinni inn í Hafnarfjörð vegna þessa.