Án lykilmanns í úrslitaleiknum við Ísland Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2022 09:01 Lieke Martens meiddist á Evrópumótinu í Englandi í sumar og verður ekki með gegn Íslandi. Getty Glænýr landsliðsþjálfari Hollands hefur valið 26 leikmenn í landsliðshóp fyrir leikinn við Ísland í Utrecht 6. september, sem verður úrslitaleikur um sæti á HM kvenna í fótbolta á næsta ári. Andries Jonker var í gær kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Hollands en hann kemur í stað Marks Parsons sem var rekinn eftir að Holland náði „aðeins“ í 8-liða úrslit á EM í Englandi. Jonker þarf að vera fljótur að koma sér inn í hlutina en fær einn vináttulandsleik, gegn Skotum, áður en að úrslitaleiknum við Ísland kemur. Hann er þó með sömu aðstoðarmenn og Parsons hafði. Eitt fyrsta verk Jonkers var að velja landsliðshóp en hann gat ekki valið hina frábæru Lieke Martens, kantmanninn sem PSG var að fá frá Barcelona og valin var best í heimi árið 2017. Bondscoach Andries Jonker heeft geselecteerd voor het oefenduel tegen Schotland (2/9) en het beslissende WK-kwalificatieduel tegen IJsland (6/9). Zien we jullie daar? #NEDSCO #NEDISL pic.twitter.com/xgeDqxcgoG— OranjeLeeuwinnen (@oranjevrouwen) August 24, 2022 Martens meiddist á Evrópumótinu og hefur ekki náð að jafna sig af þeim meiðslum. Markvörðurinn Lize Kop snýr hins vegar aftur eftir árs fjarveru en Sari van Veenendaal, sem var fyrirliði og aðalmarkvörður Hollands, lagði skóna á hilluna eftir EM. Skærasta stjarna Hollands, af mörgum góðum, er Vivianne Miedema, sóknarmaður Arsenal, sem skorað hefur 94 mörk í 113 A-landsleikjum. Hún missti af leikjum á EM vegna kórónuveirusmits en spilaði í tapinu gegn Frökkum í 8-liða úrslitunum. Holland vann 2-0 sigur gegn Íslandi á Laugardalsvelli í fyrra en engu að síður er það svo, vegna jafntefla Hollands við Tékkland, að ef Ísland vinnur Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli 2. september dugar liðinu jafntefli í lokaleiknum gegn Hollandi, til að komast á HM í fyrsta sinn. Tapi liðið fer það í umspil. Landsliðshópur Hollands: Lineth Beerensteyn, Juventus Esmee Brugts, PSV Kerstin Casparij, Manchester City Caitlin Dijkstra, FC Twente Merel van Dongen, Atletico Madrid Danielle van de Donk, Olympique Lyon Daphne van Domselaar, FC Twente Kayleigh van Dooren, FC Twente Damaris Egurrola, Olympique Lyon Kika from Es, PSV Stefanie van der Gragt, Internazionale Jackie Groenen, Manchester United Renate Jansen, FC Twente Dominique Janssen, VfL Wolfsburg Fenna Kalmac, FC Twente Lize Kop, Ajax Romee Leuchter, Ajax Barbara Lorsheyd, Ado den Haag Vivianne Miedema, Arsenal Aniek Nouwen, Chelsea Marisa Olislagers, FC Twente Victoria Pelova, Ajax Jill Roord, VfL Wolfsburg Shanice van de Sanden, Liverpool Sherida Spitse, Ajax Lynn Wilms, VfL Wolfsburg HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Andries Jonker var í gær kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Hollands en hann kemur í stað Marks Parsons sem var rekinn eftir að Holland náði „aðeins“ í 8-liða úrslit á EM í Englandi. Jonker þarf að vera fljótur að koma sér inn í hlutina en fær einn vináttulandsleik, gegn Skotum, áður en að úrslitaleiknum við Ísland kemur. Hann er þó með sömu aðstoðarmenn og Parsons hafði. Eitt fyrsta verk Jonkers var að velja landsliðshóp en hann gat ekki valið hina frábæru Lieke Martens, kantmanninn sem PSG var að fá frá Barcelona og valin var best í heimi árið 2017. Bondscoach Andries Jonker heeft geselecteerd voor het oefenduel tegen Schotland (2/9) en het beslissende WK-kwalificatieduel tegen IJsland (6/9). Zien we jullie daar? #NEDSCO #NEDISL pic.twitter.com/xgeDqxcgoG— OranjeLeeuwinnen (@oranjevrouwen) August 24, 2022 Martens meiddist á Evrópumótinu og hefur ekki náð að jafna sig af þeim meiðslum. Markvörðurinn Lize Kop snýr hins vegar aftur eftir árs fjarveru en Sari van Veenendaal, sem var fyrirliði og aðalmarkvörður Hollands, lagði skóna á hilluna eftir EM. Skærasta stjarna Hollands, af mörgum góðum, er Vivianne Miedema, sóknarmaður Arsenal, sem skorað hefur 94 mörk í 113 A-landsleikjum. Hún missti af leikjum á EM vegna kórónuveirusmits en spilaði í tapinu gegn Frökkum í 8-liða úrslitunum. Holland vann 2-0 sigur gegn Íslandi á Laugardalsvelli í fyrra en engu að síður er það svo, vegna jafntefla Hollands við Tékkland, að ef Ísland vinnur Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli 2. september dugar liðinu jafntefli í lokaleiknum gegn Hollandi, til að komast á HM í fyrsta sinn. Tapi liðið fer það í umspil. Landsliðshópur Hollands: Lineth Beerensteyn, Juventus Esmee Brugts, PSV Kerstin Casparij, Manchester City Caitlin Dijkstra, FC Twente Merel van Dongen, Atletico Madrid Danielle van de Donk, Olympique Lyon Daphne van Domselaar, FC Twente Kayleigh van Dooren, FC Twente Damaris Egurrola, Olympique Lyon Kika from Es, PSV Stefanie van der Gragt, Internazionale Jackie Groenen, Manchester United Renate Jansen, FC Twente Dominique Janssen, VfL Wolfsburg Fenna Kalmac, FC Twente Lize Kop, Ajax Romee Leuchter, Ajax Barbara Lorsheyd, Ado den Haag Vivianne Miedema, Arsenal Aniek Nouwen, Chelsea Marisa Olislagers, FC Twente Victoria Pelova, Ajax Jill Roord, VfL Wolfsburg Shanice van de Sanden, Liverpool Sherida Spitse, Ajax Lynn Wilms, VfL Wolfsburg
Lineth Beerensteyn, Juventus Esmee Brugts, PSV Kerstin Casparij, Manchester City Caitlin Dijkstra, FC Twente Merel van Dongen, Atletico Madrid Danielle van de Donk, Olympique Lyon Daphne van Domselaar, FC Twente Kayleigh van Dooren, FC Twente Damaris Egurrola, Olympique Lyon Kika from Es, PSV Stefanie van der Gragt, Internazionale Jackie Groenen, Manchester United Renate Jansen, FC Twente Dominique Janssen, VfL Wolfsburg Fenna Kalmac, FC Twente Lize Kop, Ajax Romee Leuchter, Ajax Barbara Lorsheyd, Ado den Haag Vivianne Miedema, Arsenal Aniek Nouwen, Chelsea Marisa Olislagers, FC Twente Victoria Pelova, Ajax Jill Roord, VfL Wolfsburg Shanice van de Sanden, Liverpool Sherida Spitse, Ajax Lynn Wilms, VfL Wolfsburg
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira