Slær framboð til forseta ASÍ alveg út af borðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2022 09:55 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki hafa neinn áhuga á bjóða sig fram í forsetaembætti ASÍ. Hún spyr af hverju stéttir verka- og láglaunafólks ættu að vera áfram innan vébanda ASÍ takist ekki að ná fram ákveðnum breytingum á sambandinu. Fyrr í mánuðinum sagði Drífa Snædal, þáverandi forseti ASÍ, af sér embætti, auk þess sem að hún mun ekki bjóða sig fram í forsetakosningum á þingi ASÍ í október. Óeining hefur ríkt um stefnu verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu og höfðu formenn stærstu stéttarfélaganna þjarmað að Drífu frá byrjun þessa árs. Búast má við að tekist verði um framtíðarstefnu ASÍ á þinginu í október. Enn sem komið er hefur enginn boðið sig fram til forseta. Engan áhuga á forsetaframboði Spurningar hafa hins vegar vaknað um hvort að Sólveig Anna eða Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, formenn tveggja stærstu verkalýðsfélaga landsins, muni bjóða sig fram. Bæði hafa þau talað fyrir breytingum á stefnu ASÍ. Sólveig Anna var í viðtali í Bítinu í Bylgjunni á morgun þar sem hún sló framboð til forseta ASÍ alveg út af borðinu. „Nei, ég hef engan áhuga á því. Ég hef sagt það við félagsfólk Eflingar þegar það hefur spurt mig að mín hollusta sé við Eflingu og mínir starfskraftar nýtist best þar. Það stóra verkefni sem við hófum 2018, það er mikið eftir. Ég þarf að vera þar og leiða það. Ég nýt sem betur fer trausts hjá mínu Eflingarfólki þannig að nei, ég hef ekki áhuga á því,“ sagði Sólveig Anna. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Í viðtalinu ræddi Sólveig Anna einnig um þá framtíðarstefnu sem hún vill sjá að ASÍ taki og hvað myndi gerast ef sú stefna yrði ekki ofan á í forsetakosningunum sem framundan eru. „Mín niðurstaða er sú að annað hvort getum við núna nýtt það tækifæri sem staðið hefur verið í vegi fyrir að hægt sé að nýta, að lýðræðisvæða Alþýðusambandið, sem er þessi risastóra hreyfing. Þetta eru einu samtök launafólks á almenna vinnumarkaðinum, með næstum því 140 þúsund meðlimi. Tekst okkur að lýðræðisvæða, tekst okkur að breyta Alþýðusambandinu í það sem það á að vera. Sem sagt mjög raunverulegt baráttuafl,“ sagði Sólveig Anna. Skrifað var undir Lífskjarasamninginn svokallaða árið 2019 og renna þeir út þann 1. nóvember 2022. Því styttist í að kjaraviðræður hefjist að nýju.Vísir/Vilhelm Ef það tækist ekki þyrftu verka- og láglaunafólk að íhuga hvort að hagsmunum þeirra væri best borgið innan Alþýðusambandsins. „Eða er það einfaldlega svo að þetta fyrirbæri er bara of stórt, of bjúrókratískt, of mikið úr tengslum að það mögulega er ekki hægt? Ef að það er niðurstaðan, ef að þrátt fyrir það að formenn tveggja langstærstu félaganna innan vébanda Alþýðusambandsins séu að berjast fyrir róttækum breytingum en það skilar samt einhvern veginn engum breytingum innan Alþýðusambandsins, takist okkur ekki að umbreyta þessu. Þá segi ég, af hverju ættu verka- og láglaunafólk að vilja vera þarna áfram? Af hverju ætti verka- og láglaunafólk að vilja að stór summa af fjármunum þeirra fari í að reka fyrirbæri sem gagnast þeim á endanum nákvæmlega ekki neitt?“ Kjaramál Stéttarfélög Bítið ASÍ Tengdar fréttir Hópur fólks hafi komist til valda með offorsi og eineltistilburðum Formaður Öldunnar, stéttarfélags innan Alþýðusambandsins (ASÍ), segir framtíð verkalýðshreyfingarinnar svarta eftir sviptingar innan hennar undanfarið. Hann segir hóp fólks hafi komist til valda með offorsi og eineltistilburðum, sem fáir séu spenntir að vinna með. 11. ágúst 2022 19:00 Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22 Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23 VR krefst fjögurra daga vinnuviku og aðkomu stjórnvalda Fjögurra daga vinnuvika, þrjátíu daga orlof og umfangsmikil aðkoma stjórnvalda að kjaraviðræðum. 24. ágúst 2022 10:43 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Fyrr í mánuðinum sagði Drífa Snædal, þáverandi forseti ASÍ, af sér embætti, auk þess sem að hún mun ekki bjóða sig fram í forsetakosningum á þingi ASÍ í október. Óeining hefur ríkt um stefnu verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu og höfðu formenn stærstu stéttarfélaganna þjarmað að Drífu frá byrjun þessa árs. Búast má við að tekist verði um framtíðarstefnu ASÍ á þinginu í október. Enn sem komið er hefur enginn boðið sig fram til forseta. Engan áhuga á forsetaframboði Spurningar hafa hins vegar vaknað um hvort að Sólveig Anna eða Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, formenn tveggja stærstu verkalýðsfélaga landsins, muni bjóða sig fram. Bæði hafa þau talað fyrir breytingum á stefnu ASÍ. Sólveig Anna var í viðtali í Bítinu í Bylgjunni á morgun þar sem hún sló framboð til forseta ASÍ alveg út af borðinu. „Nei, ég hef engan áhuga á því. Ég hef sagt það við félagsfólk Eflingar þegar það hefur spurt mig að mín hollusta sé við Eflingu og mínir starfskraftar nýtist best þar. Það stóra verkefni sem við hófum 2018, það er mikið eftir. Ég þarf að vera þar og leiða það. Ég nýt sem betur fer trausts hjá mínu Eflingarfólki þannig að nei, ég hef ekki áhuga á því,“ sagði Sólveig Anna. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Í viðtalinu ræddi Sólveig Anna einnig um þá framtíðarstefnu sem hún vill sjá að ASÍ taki og hvað myndi gerast ef sú stefna yrði ekki ofan á í forsetakosningunum sem framundan eru. „Mín niðurstaða er sú að annað hvort getum við núna nýtt það tækifæri sem staðið hefur verið í vegi fyrir að hægt sé að nýta, að lýðræðisvæða Alþýðusambandið, sem er þessi risastóra hreyfing. Þetta eru einu samtök launafólks á almenna vinnumarkaðinum, með næstum því 140 þúsund meðlimi. Tekst okkur að lýðræðisvæða, tekst okkur að breyta Alþýðusambandinu í það sem það á að vera. Sem sagt mjög raunverulegt baráttuafl,“ sagði Sólveig Anna. Skrifað var undir Lífskjarasamninginn svokallaða árið 2019 og renna þeir út þann 1. nóvember 2022. Því styttist í að kjaraviðræður hefjist að nýju.Vísir/Vilhelm Ef það tækist ekki þyrftu verka- og láglaunafólk að íhuga hvort að hagsmunum þeirra væri best borgið innan Alþýðusambandsins. „Eða er það einfaldlega svo að þetta fyrirbæri er bara of stórt, of bjúrókratískt, of mikið úr tengslum að það mögulega er ekki hægt? Ef að það er niðurstaðan, ef að þrátt fyrir það að formenn tveggja langstærstu félaganna innan vébanda Alþýðusambandsins séu að berjast fyrir róttækum breytingum en það skilar samt einhvern veginn engum breytingum innan Alþýðusambandsins, takist okkur ekki að umbreyta þessu. Þá segi ég, af hverju ættu verka- og láglaunafólk að vilja vera þarna áfram? Af hverju ætti verka- og láglaunafólk að vilja að stór summa af fjármunum þeirra fari í að reka fyrirbæri sem gagnast þeim á endanum nákvæmlega ekki neitt?“
Kjaramál Stéttarfélög Bítið ASÍ Tengdar fréttir Hópur fólks hafi komist til valda með offorsi og eineltistilburðum Formaður Öldunnar, stéttarfélags innan Alþýðusambandsins (ASÍ), segir framtíð verkalýðshreyfingarinnar svarta eftir sviptingar innan hennar undanfarið. Hann segir hóp fólks hafi komist til valda með offorsi og eineltistilburðum, sem fáir séu spenntir að vinna með. 11. ágúst 2022 19:00 Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22 Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23 VR krefst fjögurra daga vinnuviku og aðkomu stjórnvalda Fjögurra daga vinnuvika, þrjátíu daga orlof og umfangsmikil aðkoma stjórnvalda að kjaraviðræðum. 24. ágúst 2022 10:43 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Hópur fólks hafi komist til valda með offorsi og eineltistilburðum Formaður Öldunnar, stéttarfélags innan Alþýðusambandsins (ASÍ), segir framtíð verkalýðshreyfingarinnar svarta eftir sviptingar innan hennar undanfarið. Hann segir hóp fólks hafi komist til valda með offorsi og eineltistilburðum, sem fáir séu spenntir að vinna með. 11. ágúst 2022 19:00
Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22
Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23
VR krefst fjögurra daga vinnuviku og aðkomu stjórnvalda Fjögurra daga vinnuvika, þrjátíu daga orlof og umfangsmikil aðkoma stjórnvalda að kjaraviðræðum. 24. ágúst 2022 10:43