Stillum áttavitann í fiskeldismálum Magnús Guðmundsson skrifar 2. september 2022 10:00 Þetta er fyrirsögn á pistli Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í Morgunblaðinu 1.9.2022. Já gerum það endilega. Stillum áttavitann í fiskeldismálum, það hefði átt að gera það frá upphafi. Nú er tillaga að Strandsvæðaskipulagi Austfjarða og Vestfjarða í kynningu og frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 15.9.2022. Af hverju eru bara þessir tveir landshlutar í skipulagsvinnunni. Jú, það er af því að þar er eftirspurn eftir sjókvíaeldi. En á að fara í skipulagsvinnu fyrir hagsmuni eins fyrirtækis? Af hverju er ekki verið að vinna strandsvæðaskipulag fyrir landið í heild sinni og það unnið að virðingu, skynsemi og rökhugsun með komandi kynslóðir í huga. Sjókvíaeldi er ekki framtíðin, komum eldinu upp á land. Það þarf að hlusta á vísindafólkið okkar og byrja á réttum enda. Rannsaka allt fyrst og klára skipulagið áður en ráðist er í úthlutanir og framkvæmdir. Svandís, þú þarft að stoppa allar leyfisveitingar á umsóknum, sem eru í gangi, á meðan nefndir á þínum vegum rannsaka þau mál sem þú biður um. Að sjálfsögðu á að taka gjald fyrir hvert einasta leyfi í landinu og viðkomandi sveitarfélag á að fá að njóta þess. Það er hægt að breyta lögum þ.a. þau nái yfir þau leyfi, sem þegar hefur verið úhlutað. Ekkert verbúðarrugl aftur. Það er ekki eins og sjókvíaeldi hafi ekki áhrif á lífríkið og nærumhverfið allt. Smitsjúkdómanefnd, ekki veitir af. Leyfum nefndinni að láta gera allar rannsóknir sem þarf. T.d. á Blóðþorranum fyrir austan og öðrum sjúkdómum, og ekki gefa neinn afslátt af hvíldartíma eða gefa út ný leyfi meðan niðurstaða liggur ekki fyrir. Laxeldisfyrirtækin eru sannarlega ekki alltaf að fara að lögum. Þar má nefna koparoxíðið, sem notað var í leyfisleysi á Vestfjörðum í mörg ár. Svo eru það slæmar og rangar merkingar á matvælaumbúðum , eins kemur fram í grein í Fréttablaðinu. Svandís, það þarf að endurgera þessa röngu og tæknilega gölluðu tillögu um Strandsvæðaskipulag, sem nú er í kynningu. Hvað Seyðisfjörð varðar er 10.000 tonna umsókn um sjókvíaeldi í ferli, og strandsvæðaskipulagið í firðinum snýst um það. Í Seyðisfirði er Farice-1 strengurinn , sem var lagður 2003. Hann á helgunarsvæði 926 m, og þar er mega engar akkerisfestingar vera. Fjarskiptastrengir hafa verið í firðinum frá 1906. Ríkið á þessa dýru eign, sem er fjarskiptastrengur allra landsmanna og hana ber að vernda. Vegna strengsins hefði Seyðisfjörður aldrei átt að fara í burðarþolsmat. Þarna byrjaði ríkisvaldið eða þáverandi sjávarútvegsráðherra á öfugum enda. Seyðisfjörður er grunnetshöfn og ferjuhöfn til Evrópu til tæpra 50 ára. Siglingaleiðina um fjörðinn ber að vernda og þar mega engir farartálmar vera. Brjótum ekki sigling- og vitalög. Lagt er til að sjókvíaeldi verði á hættusvæði C í Selsstaðavík. Engar eldiskvíar standast högg og hljóðbylgju snjóflóða og slysaslepping verður mikil. Neðansjávarskriður eru skráðar 26 í Seyðisfirði og litlar rannsóknir þar að baki. Annars er félagsfólk í VÁ – Félagi um vernd fjarðar búið fyrir þó nokkru að senda þér Svandís og þrem öðrum ráðherrum bréf en ekki fengið viðbrögð við því. VÁ hefur líka kvartað til Umboðsmanns Alþingis og þar höfum við fengið númer yfir málið okkar. Við bíðum spennt eftir að vita hvort ríkið fær að brjóta lög sem ríkið hefur sjálft sett. Við höfum á tilfinningunni að í djúpneti íslenskra stjórnmála sé búið að ákveða að sjókvíaeldi verði í Seyðisfirði, þó það komist ekki fyrir. En gangi þér og öllu vísindafólkinu vel í allri rannsóknarvinnunni, sem framundan er. Rétta leiðin er að rannska fyrst og framkvæma svo, ef það er þá hægt þegar niðurstaða liggur fyrir. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur og félagi í VÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Múlaþing Magnús Guðmundsson Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Þetta er fyrirsögn á pistli Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í Morgunblaðinu 1.9.2022. Já gerum það endilega. Stillum áttavitann í fiskeldismálum, það hefði átt að gera það frá upphafi. Nú er tillaga að Strandsvæðaskipulagi Austfjarða og Vestfjarða í kynningu og frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 15.9.2022. Af hverju eru bara þessir tveir landshlutar í skipulagsvinnunni. Jú, það er af því að þar er eftirspurn eftir sjókvíaeldi. En á að fara í skipulagsvinnu fyrir hagsmuni eins fyrirtækis? Af hverju er ekki verið að vinna strandsvæðaskipulag fyrir landið í heild sinni og það unnið að virðingu, skynsemi og rökhugsun með komandi kynslóðir í huga. Sjókvíaeldi er ekki framtíðin, komum eldinu upp á land. Það þarf að hlusta á vísindafólkið okkar og byrja á réttum enda. Rannsaka allt fyrst og klára skipulagið áður en ráðist er í úthlutanir og framkvæmdir. Svandís, þú þarft að stoppa allar leyfisveitingar á umsóknum, sem eru í gangi, á meðan nefndir á þínum vegum rannsaka þau mál sem þú biður um. Að sjálfsögðu á að taka gjald fyrir hvert einasta leyfi í landinu og viðkomandi sveitarfélag á að fá að njóta þess. Það er hægt að breyta lögum þ.a. þau nái yfir þau leyfi, sem þegar hefur verið úhlutað. Ekkert verbúðarrugl aftur. Það er ekki eins og sjókvíaeldi hafi ekki áhrif á lífríkið og nærumhverfið allt. Smitsjúkdómanefnd, ekki veitir af. Leyfum nefndinni að láta gera allar rannsóknir sem þarf. T.d. á Blóðþorranum fyrir austan og öðrum sjúkdómum, og ekki gefa neinn afslátt af hvíldartíma eða gefa út ný leyfi meðan niðurstaða liggur ekki fyrir. Laxeldisfyrirtækin eru sannarlega ekki alltaf að fara að lögum. Þar má nefna koparoxíðið, sem notað var í leyfisleysi á Vestfjörðum í mörg ár. Svo eru það slæmar og rangar merkingar á matvælaumbúðum , eins kemur fram í grein í Fréttablaðinu. Svandís, það þarf að endurgera þessa röngu og tæknilega gölluðu tillögu um Strandsvæðaskipulag, sem nú er í kynningu. Hvað Seyðisfjörð varðar er 10.000 tonna umsókn um sjókvíaeldi í ferli, og strandsvæðaskipulagið í firðinum snýst um það. Í Seyðisfirði er Farice-1 strengurinn , sem var lagður 2003. Hann á helgunarsvæði 926 m, og þar er mega engar akkerisfestingar vera. Fjarskiptastrengir hafa verið í firðinum frá 1906. Ríkið á þessa dýru eign, sem er fjarskiptastrengur allra landsmanna og hana ber að vernda. Vegna strengsins hefði Seyðisfjörður aldrei átt að fara í burðarþolsmat. Þarna byrjaði ríkisvaldið eða þáverandi sjávarútvegsráðherra á öfugum enda. Seyðisfjörður er grunnetshöfn og ferjuhöfn til Evrópu til tæpra 50 ára. Siglingaleiðina um fjörðinn ber að vernda og þar mega engir farartálmar vera. Brjótum ekki sigling- og vitalög. Lagt er til að sjókvíaeldi verði á hættusvæði C í Selsstaðavík. Engar eldiskvíar standast högg og hljóðbylgju snjóflóða og slysaslepping verður mikil. Neðansjávarskriður eru skráðar 26 í Seyðisfirði og litlar rannsóknir þar að baki. Annars er félagsfólk í VÁ – Félagi um vernd fjarðar búið fyrir þó nokkru að senda þér Svandís og þrem öðrum ráðherrum bréf en ekki fengið viðbrögð við því. VÁ hefur líka kvartað til Umboðsmanns Alþingis og þar höfum við fengið númer yfir málið okkar. Við bíðum spennt eftir að vita hvort ríkið fær að brjóta lög sem ríkið hefur sjálft sett. Við höfum á tilfinningunni að í djúpneti íslenskra stjórnmála sé búið að ákveða að sjókvíaeldi verði í Seyðisfirði, þó það komist ekki fyrir. En gangi þér og öllu vísindafólkinu vel í allri rannsóknarvinnunni, sem framundan er. Rétta leiðin er að rannska fyrst og framkvæma svo, ef það er þá hægt þegar niðurstaða liggur fyrir. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur og félagi í VÁ.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar