„Þú hefur séð atvikið, þessi ákvörðun er skandall. Algjörlega rotin ákvörðun frá einum honum svokölluðu „elítu“ dómurum. Segir sitt um þann sem sendi hann í VAR-sjána líka, ótrúleg ákvörðun sem féll gegn okkur,“ sagði bandbrjálaður Moyes að leik loknum.
„Við töldum okkur hafa náð að jafna metin í 2-2 og það var ekkert að markinu frá okkar hálfu. Ég styð VAR að mörgu leyti en ég tel að markvörðurinn hafi „dýft“ sér. Hann er að þykjast vera meiddur því hann getur ekki náð boltanum. Hann gerði það sama í fyrsta marki leiksins líka. Dómaranum tekst einhvern veginn að taka ranga ákvörðun sem er ótrúlegt,“ sagði Moyes að lokum.