Brighton skoraði fimm og vann öruggan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2022 15:00 Brighton skoraði fimm í dag. Steven Paston/Getty Images Brighton & Hove Albion vann 5-2 sigur á Leicester City í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var mjög fjörugur eins og lokatölurnar gefa til kynna. Það tók gestina aðeins 53 sekúndur að brjóta ísinn. Solly March tapaði boltanum þá illa á slæmum stað, boltinn endaði hjá Patson Daka sem gaf fyrir markið á Kelechi Iheanacho og framherjinn þurfti ekki að gera annað en að renna boltanum í autt markið. 20 - Kelechi Iheanacho has been directly involved in 20 goals in his last 25 starts in the Premier League for @LCFC (15 goals, 5 assists). Automatic. pic.twitter.com/VPYlxgNNM4— OptaJoe (@OptaJoe) September 4, 2022 March bætti hins vegar upp fyrir mistökin þegar hann jafnaði metin með fínum skalla á 10. mínútu leiksins eftir fyrirgjöf frá Leandro Trossard. Aðeins nokkrum mínútum síðar var staðan svo orðin 2-1 Brighton í vil. James Maddison tapaði boltanum á eigin vallarhelming og Brighton refsaði. Moises Caicedo af öllum með markið. Patson Daka jafnaði hins vegar metin áður en fyrri hálfleikur rann sitt skeið þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Brighton eftir góða sendingu frá Youri Tielemans. Heimamenn héldu að þeir hefðu komist yfir strax í upphafi fyrri hálfleiks þegar Alexis Mac Allister skoraði með þrumuskoti fyrir utan teig. Mark Argentínumannsins var hins vegar dæmt af þar sem það var rangstaða í aðdraganda þess. Á 65. mínútu skoraði Trossard svo fyrir Brighton og að þessu sinni fékk markið að standa. Staðan orðin 3-2 og Mac Allister skoraði svo loks skömmu síðar þegar Brighton fékk vítaspyrnu. Staðan orðin 4-2 og virtust það ætla að verða lokatölur en undir lok leiks fengu heimamenn aukaspyrnu rúmlega 20 metrum frá marki. Mac Allister stillti boltanum upp og smurði hann í samskeytin fjær, frábært marka í alla staði og 5-2 sigur Brighton staðreynd. Lærisveinar Graham Potter fara þar með upp í 4. sæti deildarinnar með 13 stig eftir sex umferðir á meðan Leicester er í botnsætinu með aðeins eitt stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Leikurinn var mjög fjörugur eins og lokatölurnar gefa til kynna. Það tók gestina aðeins 53 sekúndur að brjóta ísinn. Solly March tapaði boltanum þá illa á slæmum stað, boltinn endaði hjá Patson Daka sem gaf fyrir markið á Kelechi Iheanacho og framherjinn þurfti ekki að gera annað en að renna boltanum í autt markið. 20 - Kelechi Iheanacho has been directly involved in 20 goals in his last 25 starts in the Premier League for @LCFC (15 goals, 5 assists). Automatic. pic.twitter.com/VPYlxgNNM4— OptaJoe (@OptaJoe) September 4, 2022 March bætti hins vegar upp fyrir mistökin þegar hann jafnaði metin með fínum skalla á 10. mínútu leiksins eftir fyrirgjöf frá Leandro Trossard. Aðeins nokkrum mínútum síðar var staðan svo orðin 2-1 Brighton í vil. James Maddison tapaði boltanum á eigin vallarhelming og Brighton refsaði. Moises Caicedo af öllum með markið. Patson Daka jafnaði hins vegar metin áður en fyrri hálfleikur rann sitt skeið þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Brighton eftir góða sendingu frá Youri Tielemans. Heimamenn héldu að þeir hefðu komist yfir strax í upphafi fyrri hálfleiks þegar Alexis Mac Allister skoraði með þrumuskoti fyrir utan teig. Mark Argentínumannsins var hins vegar dæmt af þar sem það var rangstaða í aðdraganda þess. Á 65. mínútu skoraði Trossard svo fyrir Brighton og að þessu sinni fékk markið að standa. Staðan orðin 3-2 og Mac Allister skoraði svo loks skömmu síðar þegar Brighton fékk vítaspyrnu. Staðan orðin 4-2 og virtust það ætla að verða lokatölur en undir lok leiks fengu heimamenn aukaspyrnu rúmlega 20 metrum frá marki. Mac Allister stillti boltanum upp og smurði hann í samskeytin fjær, frábært marka í alla staði og 5-2 sigur Brighton staðreynd. Lærisveinar Graham Potter fara þar með upp í 4. sæti deildarinnar með 13 stig eftir sex umferðir á meðan Leicester er í botnsætinu með aðeins eitt stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira