Fögnuðu því að finna jarðskjálftakrafta í fyrsta skipti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2022 10:36 Sólin skín ekki í Grímsey í dag en þar er þó fallegt og stillt veður, í svarta þoku. Getty Íbúar í Grímsey vöknuðu flestir ef ekki allir um fjögurleytið í nótt þegar skjálfti af stærðinni 4,9 reið yfir í nágrenni eyjunnar. Bandarískir ferðamenn fögnuðu skjálftanum og segjast geta hakað við boxið á golulistanum. Stóri skjálftinn reið yfir klukkan eina mínútu yfir fjögur. Upptök hans voru tólf kílómetra austnorðaustur af Grímsey og fannst vel víða á Norðurlandi. „Ég var sofandi og vaknaði við drunurnar. Svo fann ég víbringinn sem kom á húsið,“ segir Anna María Sigvaldadóttir. Hún rekur gistiheimilið Gullsól í Grímsey ásamt vinkonum sínum. „Ég bý í timburhúsi svo það er ekki eins mikið högg og í steyptu húsunum.“ Skjálftinn varð á Tjörnesbrotabeltinu en fjölmargir minni skjálftar hafa verið á svæðinu í nótt og í morgun. Grímseyingar eru vanir skjálftum. Anna María Sigvaldadóttir hvetur fólk til að leggja leið sína í Grímsey þegar nýja kirkjan verður forvígð. „En auðvitað venst maður þessu aldrei hundrað prósent,“ segir Anna María. Henni bregði kannski ekki mjög mikið, svo framarlega sem þeir séu undir fimm að stærð. Ferðamenn gistu í Gullsól í nótt. Anna María hafði ekki hitt þá það sem af var degi en þeir voru farnir í morgungöngu þegar fréttastofa sló á þráðinn norður. „Þeir voru allavega ekki stressaðri en svo að þeir eru farnir út,“ segir Anna María. Hún mætti aftur á móti bandarískum ferðamönnum frá Wisconsin í sinni næturgöngu en þeir höfðu næturstað í Básum, öðrum gistiheimili í eyjunni. Þar er byggt úr steypu. „Þeim fannst þetta mögnuð upplifun, að geta krossað þetta út af „bucket-listanum“. Þau þekkja ekki til jarðskjálfta í Wisconsin,“ segir Anna María. Fyrir þá sem ekki þekkja er „bucket-listi“ orð yfir hluti sem fólk langar að gera áður en það geispar golunni. Fyrir vikið hafa einhverjir stungið upp á þýðingunni golulisti. Gistiheimilið Gullsól í Grímsey. Svartaþoka er í Grímsey í dag en fallegt og stillt veður. Anna María segir hug í Grímseyingum enda ný kirkja í byggingu eftir að sú gamla varð eldi að bráð í september í fyrra. „Það er allt að komast á full-swing. Það verður hittingur í Grímsey 21. september þar sem við forvígjum kirkjuna. Friðrik Ómar kemur og syngur auk þess sem kvenfélagið býður upp á léttar veitingar og kaffi,“ segir Anna María. „Við ætlum að gera þetta að góðum degi, sléttu ári eftir brunann.“ Grímsey Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Stóri skjálftinn reið yfir klukkan eina mínútu yfir fjögur. Upptök hans voru tólf kílómetra austnorðaustur af Grímsey og fannst vel víða á Norðurlandi. „Ég var sofandi og vaknaði við drunurnar. Svo fann ég víbringinn sem kom á húsið,“ segir Anna María Sigvaldadóttir. Hún rekur gistiheimilið Gullsól í Grímsey ásamt vinkonum sínum. „Ég bý í timburhúsi svo það er ekki eins mikið högg og í steyptu húsunum.“ Skjálftinn varð á Tjörnesbrotabeltinu en fjölmargir minni skjálftar hafa verið á svæðinu í nótt og í morgun. Grímseyingar eru vanir skjálftum. Anna María Sigvaldadóttir hvetur fólk til að leggja leið sína í Grímsey þegar nýja kirkjan verður forvígð. „En auðvitað venst maður þessu aldrei hundrað prósent,“ segir Anna María. Henni bregði kannski ekki mjög mikið, svo framarlega sem þeir séu undir fimm að stærð. Ferðamenn gistu í Gullsól í nótt. Anna María hafði ekki hitt þá það sem af var degi en þeir voru farnir í morgungöngu þegar fréttastofa sló á þráðinn norður. „Þeir voru allavega ekki stressaðri en svo að þeir eru farnir út,“ segir Anna María. Hún mætti aftur á móti bandarískum ferðamönnum frá Wisconsin í sinni næturgöngu en þeir höfðu næturstað í Básum, öðrum gistiheimili í eyjunni. Þar er byggt úr steypu. „Þeim fannst þetta mögnuð upplifun, að geta krossað þetta út af „bucket-listanum“. Þau þekkja ekki til jarðskjálfta í Wisconsin,“ segir Anna María. Fyrir þá sem ekki þekkja er „bucket-listi“ orð yfir hluti sem fólk langar að gera áður en það geispar golunni. Fyrir vikið hafa einhverjir stungið upp á þýðingunni golulisti. Gistiheimilið Gullsól í Grímsey. Svartaþoka er í Grímsey í dag en fallegt og stillt veður. Anna María segir hug í Grímseyingum enda ný kirkja í byggingu eftir að sú gamla varð eldi að bráð í september í fyrra. „Það er allt að komast á full-swing. Það verður hittingur í Grímsey 21. september þar sem við forvígjum kirkjuna. Friðrik Ómar kemur og syngur auk þess sem kvenfélagið býður upp á léttar veitingar og kaffi,“ segir Anna María. „Við ætlum að gera þetta að góðum degi, sléttu ári eftir brunann.“
Grímsey Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira