Mikilvægi fjárfestingar lífeyrissjóða í leiguhúsnæði Ólafur Margeirsson skrifar 12. september 2022 20:30 Samtök atvinnulífsins segir of flókið og tafsamt að fá fólk utan EES til að starfa á Íslandi, það ætti frekar að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl.Það er óskandi að til sé pólitískur vilji til að gera slíkt, m.a. til að ná fram þeim jákvæðu efnahagslegu áhrifum sem af hlytist. En það er mikilvægt að muna að þetta fólk þarf að búa einhvers staðar: það er ekki nóg að einfalda t.d. reglugerðir, það verður að vera til húsnæði fyrir þetta fólk. Lærum af öðrum löndum Eitt af sérkennum samfélagsins í Sviss er hlutfall íbúa (ca. 25%) sem er með erlent ríkisfang. Margir flytja til Sviss í nokkur ár og flytja svo „heim“ eða til næsta lands. Margir flytja til Sviss og setjast þar að. Það er auðvelt fyrir erlent vinnuafl að flytja til Sviss því það er auðvelt að finna leiguhúsnæði: meira en helmingur íbúa Sviss býr í leiguhúsnæði og hlutfallið fer upp í 80% í stærstu borgunum. Kostnaðurinn, áhættan og vesenið sem fellst í því að kaupa íbúð, sem þyrfti að selja aftur ef þú tækir ákvörðun um að flytja frá landinu, er ekki til staðar - nema þú viljir kaupa íbúð. Að byggja upp stóran leigumarkað með húsnæði er þess vegna lykilatriði í því að auðvelda fólki að flytja til Íslands. Og svissneskir lífeyrissjóðir, sem leigja út íbúðir á markaðsforsendum, hafa spilað stóra rullu: um 24% af eignum svissneskra lífeyrissjóða eru fasteignir (sjá mynd). Munið að svissneskt lífeyriskerfi er svipað hinu íslenska, þ.e. það er byggt á þremur stoðum þar sem sjóðssöfnun er langstærsti hlutinn. SvissCanto.com Samtök atvinnulífsins ættu hiklaust að hafa þetta í huga í komandi kjaraviðræðum: vilji þau að fólk geti flutt til Íslands ættu þau að stuðla að því að lífeyrissjóðir á Íslandi fjárfesti í íbúðum sem þeir leigja út á markaðsforsendum. Við bætist jákvæð áhrif á leigu- og fasteignaverð (því lífeyrissjóðir myndu byggja íbúðir til að leigja þær út), sem dregur úr (nafn)launa- og verðbólguþrýstingi. En er ávöxtun á leigumarkaði nægilega mikil fyrir lífeyrissjóðina? Tvímælalaust. Á mynd 2 má sjá metna raunávöxtun á ársgrundvelli á leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu sé fjárfestirinn íslenskur lífeyrissjóður. Tekið er tillit til leigutekna, verðbreytinga á fasteignum og metins kostnaðar við að viðhalda fasteigninni. Munið að ólíkt einstaklingum borga lífeyrissjóðir ekki fjármagnstekjuskatt, svo óþarfi er að taka tillit til skattheimtu hér. Takið sérstaklega eftir því að ávöxtunin er að jafnaði fyrir ofan 3,5% ávöxtunarviðmiðið. Meðal annars þess vegna eiga lífeyrissjóðir að byggja fasteignir til þess að leigja þær út: áhættuleiðrétt ávöxtun sjóðfélaga batnar. Landssamtök lífeyrissjóða og sjóðfélagar lífeyrissjóða hafa fátt að óttast og ættu hiklaust að hvetja lífeyrissjóði til að skoða málið alvarlega. Þá ættu stjórnmálamenn að hjálpa áhugasömum lífeyrissjóðum að byggja upp slíkt eignasafn, m.a. með rétta reglugerðarumhverfinu, og verja þar með hagsmuni sjóðfélaga ásamt því að styðja við stóraukna uppbyggingu á íbúðarhúsnæði um allt land. Það er til margs að vinna. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Margeirsson Lífeyrissjóðir Innflytjendamál Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins segir of flókið og tafsamt að fá fólk utan EES til að starfa á Íslandi, það ætti frekar að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl.Það er óskandi að til sé pólitískur vilji til að gera slíkt, m.a. til að ná fram þeim jákvæðu efnahagslegu áhrifum sem af hlytist. En það er mikilvægt að muna að þetta fólk þarf að búa einhvers staðar: það er ekki nóg að einfalda t.d. reglugerðir, það verður að vera til húsnæði fyrir þetta fólk. Lærum af öðrum löndum Eitt af sérkennum samfélagsins í Sviss er hlutfall íbúa (ca. 25%) sem er með erlent ríkisfang. Margir flytja til Sviss í nokkur ár og flytja svo „heim“ eða til næsta lands. Margir flytja til Sviss og setjast þar að. Það er auðvelt fyrir erlent vinnuafl að flytja til Sviss því það er auðvelt að finna leiguhúsnæði: meira en helmingur íbúa Sviss býr í leiguhúsnæði og hlutfallið fer upp í 80% í stærstu borgunum. Kostnaðurinn, áhættan og vesenið sem fellst í því að kaupa íbúð, sem þyrfti að selja aftur ef þú tækir ákvörðun um að flytja frá landinu, er ekki til staðar - nema þú viljir kaupa íbúð. Að byggja upp stóran leigumarkað með húsnæði er þess vegna lykilatriði í því að auðvelda fólki að flytja til Íslands. Og svissneskir lífeyrissjóðir, sem leigja út íbúðir á markaðsforsendum, hafa spilað stóra rullu: um 24% af eignum svissneskra lífeyrissjóða eru fasteignir (sjá mynd). Munið að svissneskt lífeyriskerfi er svipað hinu íslenska, þ.e. það er byggt á þremur stoðum þar sem sjóðssöfnun er langstærsti hlutinn. SvissCanto.com Samtök atvinnulífsins ættu hiklaust að hafa þetta í huga í komandi kjaraviðræðum: vilji þau að fólk geti flutt til Íslands ættu þau að stuðla að því að lífeyrissjóðir á Íslandi fjárfesti í íbúðum sem þeir leigja út á markaðsforsendum. Við bætist jákvæð áhrif á leigu- og fasteignaverð (því lífeyrissjóðir myndu byggja íbúðir til að leigja þær út), sem dregur úr (nafn)launa- og verðbólguþrýstingi. En er ávöxtun á leigumarkaði nægilega mikil fyrir lífeyrissjóðina? Tvímælalaust. Á mynd 2 má sjá metna raunávöxtun á ársgrundvelli á leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu sé fjárfestirinn íslenskur lífeyrissjóður. Tekið er tillit til leigutekna, verðbreytinga á fasteignum og metins kostnaðar við að viðhalda fasteigninni. Munið að ólíkt einstaklingum borga lífeyrissjóðir ekki fjármagnstekjuskatt, svo óþarfi er að taka tillit til skattheimtu hér. Takið sérstaklega eftir því að ávöxtunin er að jafnaði fyrir ofan 3,5% ávöxtunarviðmiðið. Meðal annars þess vegna eiga lífeyrissjóðir að byggja fasteignir til þess að leigja þær út: áhættuleiðrétt ávöxtun sjóðfélaga batnar. Landssamtök lífeyrissjóða og sjóðfélagar lífeyrissjóða hafa fátt að óttast og ættu hiklaust að hvetja lífeyrissjóði til að skoða málið alvarlega. Þá ættu stjórnmálamenn að hjálpa áhugasömum lífeyrissjóðum að byggja upp slíkt eignasafn, m.a. með rétta reglugerðarumhverfinu, og verja þar með hagsmuni sjóðfélaga ásamt því að styðja við stóraukna uppbyggingu á íbúðarhúsnæði um allt land. Það er til margs að vinna. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar