Mikilvægi fjárfestingar lífeyrissjóða í leiguhúsnæði Ólafur Margeirsson skrifar 12. september 2022 20:30 Samtök atvinnulífsins segir of flókið og tafsamt að fá fólk utan EES til að starfa á Íslandi, það ætti frekar að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl.Það er óskandi að til sé pólitískur vilji til að gera slíkt, m.a. til að ná fram þeim jákvæðu efnahagslegu áhrifum sem af hlytist. En það er mikilvægt að muna að þetta fólk þarf að búa einhvers staðar: það er ekki nóg að einfalda t.d. reglugerðir, það verður að vera til húsnæði fyrir þetta fólk. Lærum af öðrum löndum Eitt af sérkennum samfélagsins í Sviss er hlutfall íbúa (ca. 25%) sem er með erlent ríkisfang. Margir flytja til Sviss í nokkur ár og flytja svo „heim“ eða til næsta lands. Margir flytja til Sviss og setjast þar að. Það er auðvelt fyrir erlent vinnuafl að flytja til Sviss því það er auðvelt að finna leiguhúsnæði: meira en helmingur íbúa Sviss býr í leiguhúsnæði og hlutfallið fer upp í 80% í stærstu borgunum. Kostnaðurinn, áhættan og vesenið sem fellst í því að kaupa íbúð, sem þyrfti að selja aftur ef þú tækir ákvörðun um að flytja frá landinu, er ekki til staðar - nema þú viljir kaupa íbúð. Að byggja upp stóran leigumarkað með húsnæði er þess vegna lykilatriði í því að auðvelda fólki að flytja til Íslands. Og svissneskir lífeyrissjóðir, sem leigja út íbúðir á markaðsforsendum, hafa spilað stóra rullu: um 24% af eignum svissneskra lífeyrissjóða eru fasteignir (sjá mynd). Munið að svissneskt lífeyriskerfi er svipað hinu íslenska, þ.e. það er byggt á þremur stoðum þar sem sjóðssöfnun er langstærsti hlutinn. SvissCanto.com Samtök atvinnulífsins ættu hiklaust að hafa þetta í huga í komandi kjaraviðræðum: vilji þau að fólk geti flutt til Íslands ættu þau að stuðla að því að lífeyrissjóðir á Íslandi fjárfesti í íbúðum sem þeir leigja út á markaðsforsendum. Við bætist jákvæð áhrif á leigu- og fasteignaverð (því lífeyrissjóðir myndu byggja íbúðir til að leigja þær út), sem dregur úr (nafn)launa- og verðbólguþrýstingi. En er ávöxtun á leigumarkaði nægilega mikil fyrir lífeyrissjóðina? Tvímælalaust. Á mynd 2 má sjá metna raunávöxtun á ársgrundvelli á leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu sé fjárfestirinn íslenskur lífeyrissjóður. Tekið er tillit til leigutekna, verðbreytinga á fasteignum og metins kostnaðar við að viðhalda fasteigninni. Munið að ólíkt einstaklingum borga lífeyrissjóðir ekki fjármagnstekjuskatt, svo óþarfi er að taka tillit til skattheimtu hér. Takið sérstaklega eftir því að ávöxtunin er að jafnaði fyrir ofan 3,5% ávöxtunarviðmiðið. Meðal annars þess vegna eiga lífeyrissjóðir að byggja fasteignir til þess að leigja þær út: áhættuleiðrétt ávöxtun sjóðfélaga batnar. Landssamtök lífeyrissjóða og sjóðfélagar lífeyrissjóða hafa fátt að óttast og ættu hiklaust að hvetja lífeyrissjóði til að skoða málið alvarlega. Þá ættu stjórnmálamenn að hjálpa áhugasömum lífeyrissjóðum að byggja upp slíkt eignasafn, m.a. með rétta reglugerðarumhverfinu, og verja þar með hagsmuni sjóðfélaga ásamt því að styðja við stóraukna uppbyggingu á íbúðarhúsnæði um allt land. Það er til margs að vinna. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Margeirsson Lífeyrissjóðir Innflytjendamál Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins segir of flókið og tafsamt að fá fólk utan EES til að starfa á Íslandi, það ætti frekar að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl.Það er óskandi að til sé pólitískur vilji til að gera slíkt, m.a. til að ná fram þeim jákvæðu efnahagslegu áhrifum sem af hlytist. En það er mikilvægt að muna að þetta fólk þarf að búa einhvers staðar: það er ekki nóg að einfalda t.d. reglugerðir, það verður að vera til húsnæði fyrir þetta fólk. Lærum af öðrum löndum Eitt af sérkennum samfélagsins í Sviss er hlutfall íbúa (ca. 25%) sem er með erlent ríkisfang. Margir flytja til Sviss í nokkur ár og flytja svo „heim“ eða til næsta lands. Margir flytja til Sviss og setjast þar að. Það er auðvelt fyrir erlent vinnuafl að flytja til Sviss því það er auðvelt að finna leiguhúsnæði: meira en helmingur íbúa Sviss býr í leiguhúsnæði og hlutfallið fer upp í 80% í stærstu borgunum. Kostnaðurinn, áhættan og vesenið sem fellst í því að kaupa íbúð, sem þyrfti að selja aftur ef þú tækir ákvörðun um að flytja frá landinu, er ekki til staðar - nema þú viljir kaupa íbúð. Að byggja upp stóran leigumarkað með húsnæði er þess vegna lykilatriði í því að auðvelda fólki að flytja til Íslands. Og svissneskir lífeyrissjóðir, sem leigja út íbúðir á markaðsforsendum, hafa spilað stóra rullu: um 24% af eignum svissneskra lífeyrissjóða eru fasteignir (sjá mynd). Munið að svissneskt lífeyriskerfi er svipað hinu íslenska, þ.e. það er byggt á þremur stoðum þar sem sjóðssöfnun er langstærsti hlutinn. SvissCanto.com Samtök atvinnulífsins ættu hiklaust að hafa þetta í huga í komandi kjaraviðræðum: vilji þau að fólk geti flutt til Íslands ættu þau að stuðla að því að lífeyrissjóðir á Íslandi fjárfesti í íbúðum sem þeir leigja út á markaðsforsendum. Við bætist jákvæð áhrif á leigu- og fasteignaverð (því lífeyrissjóðir myndu byggja íbúðir til að leigja þær út), sem dregur úr (nafn)launa- og verðbólguþrýstingi. En er ávöxtun á leigumarkaði nægilega mikil fyrir lífeyrissjóðina? Tvímælalaust. Á mynd 2 má sjá metna raunávöxtun á ársgrundvelli á leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu sé fjárfestirinn íslenskur lífeyrissjóður. Tekið er tillit til leigutekna, verðbreytinga á fasteignum og metins kostnaðar við að viðhalda fasteigninni. Munið að ólíkt einstaklingum borga lífeyrissjóðir ekki fjármagnstekjuskatt, svo óþarfi er að taka tillit til skattheimtu hér. Takið sérstaklega eftir því að ávöxtunin er að jafnaði fyrir ofan 3,5% ávöxtunarviðmiðið. Meðal annars þess vegna eiga lífeyrissjóðir að byggja fasteignir til þess að leigja þær út: áhættuleiðrétt ávöxtun sjóðfélaga batnar. Landssamtök lífeyrissjóða og sjóðfélagar lífeyrissjóða hafa fátt að óttast og ættu hiklaust að hvetja lífeyrissjóði til að skoða málið alvarlega. Þá ættu stjórnmálamenn að hjálpa áhugasömum lífeyrissjóðum að byggja upp slíkt eignasafn, m.a. með rétta reglugerðarumhverfinu, og verja þar með hagsmuni sjóðfélaga ásamt því að styðja við stóraukna uppbyggingu á íbúðarhúsnæði um allt land. Það er til margs að vinna. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar