Neville, sem er fyrrum leikmaður Manchester United, hefur verið mjög gagnrýninn á eignarhald Glazer fjölskyldunnar á Manchester United, eignarhald sem hann vill losna við sem fyrst.
„Ég held áfram að endurtaka mig. Því fyrr sem við fáum almennilegt regluverk því betra. Bandarísk fjárfesting í enskum fótbolta er augljós áhætta við fyrirkomulag og efni leiksins. Þau skilja leikinn ekki og hugsa öðruvísi. Þau hætta heldur ekki fyrr en þau fá allt það sem þau vilja,“ skrifaði Neville á Twitter.
I keep saying it but the quicker we get the Regulator in the better. US investment into English football is a clear and present danger to the pyramid and fabric of the game. They just don’t get it and think differently. They also don’t stop till they get what they want! 🛑
— Gary Neville (@GNev2) September 14, 2022
Skrif Neville á Twitter koma í kjölfar tillögum Todd Boehly, bandarískum eiganda Chelsea, frá því í gær. Boehly lagði til að spilaður væri Stjörnuleikur í enska boltanum en Stjörnuleikir eru árlegir viðburðir í bandarískum íþróttum.
Chelsea er nýjasta félagið í ensku úrvalsdeildinni sem fer undir bandarískt eignarhald en nú eru 40% af öllum liðum úrvalsdeildarinnar í eigu Bandaríkjamanna. Ásamt Chelsea og Manchester United eru Arsenal, Aston Villa, Crystal Palace, Leeds, Liverpool og West Ham eru öll í eigu bandaríska fjárfesta.