Atvikið á Keflavíkurflugvelli flokkað sem alvarlegt flugatvik Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2022 07:01 Flug Icelandair var að koma frá München í Þýskalandi. Vísir/Vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur flokkað flugatvik sem varð á Keflavíkurflugvelli þann 31. ágúst síðast liðinn sem alvarlegt flugatvik. Flugmenn flugvélar Icelandair hættu þá skyndilega við lendingu vegna annarrar flugvélar Icelandair sem var á flugbrautinni. Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði rannsóknarnefndarinnar, staðfestir í samtali við Vísi að nefndin flokki atvikið sem alvarlegt flugatvik. Formleg rannsókn sé því hafin. „Þetta uppfyllir skilyrði alvarlegs flugatviks af því að það er ákveðin árekstrarhætta þarna,“ segir Ragnar og vísar í skilgreiningu á alvarlegu flugatviki í reglugerð um starf rannsóknarnefndarinnar. Þar er alvarlegt flugatvik flokkað sem „[f]lugatvik sem verður við aðstæður sem benda til þess að legið hafi við slysi.“ Fjallað var um atvikið þegar það átti sér stað, sem var sem fyrr segir þann 31. ágúst síðast liðinn. Svo virðist sem að hætt hafi verið skyndilega við lendingu TF-ICB, Boeing 737 MAX 9, sem var sem fyrr segir á leið frá München í Þýskalandi, þar sem önnur flugvél Icelandair, TF-FIA, Boeing 757, á leið til Mílanó á Ítalíu, var á flugbrautinni sem TF-ICB var að koma inn til lendingar á. Segir Ragnar að rannsóknarnefndin hafi notað síðustu tvær vikur til að afla gagna um atvikið og fara yfir þau, til að meta hvort að atvikið krefðist þess að það yrði rannsakað sem alvarlegt flugatvik. Atvikið hefur nú verið flokkað sem slíkt og er formleg rannsókn á því verið hafin. Staðsetning TC-ICB, sem var að koma inn til lendingar, klukkan 15.54, samkvæmt Flightradar24. Flightradar24 Nú taki við hefðbundið rannsóknarferli sem ljúki með því að gerð verði skýrsla þar sem nánara ljósi verður varpað á það sem gerðist. Nefndin er þó á byrjunarreit í rannsókninni og því liggi ekki nákvæmlega fyrir á þessari stundu hver áhersluatriði rannsóknarinnar verði. „Við erum í frumfasa rannsóknarinnar núna þar sem við erum í frekari gagnaöflun, taka viðtöl og svo framvegis,“ segir Ragnar. Staðsetning TF-FIA klukkan 15.54 samkvæmt Flightradar 24.Flightradar24 Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Afla upplýsinga vegna atviksins á Keflavíkurflugvelli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur hafið upplýsingaöflun vegna flugatviks sem varð á Keflavíkurflugvelli í fyrradag, þegar hætt var við lendingu flugvélar Icelandair á leið frá München í Þýskalandi. 2. september 2022 11:11 Flugvél á flugbraut þegar önnur vél átti að lenda Flugvél á vegum Icelandair þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem önnur vél var á flugbrautinni. Atvikið er til skoðunar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. 1. september 2022 22:39 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði rannsóknarnefndarinnar, staðfestir í samtali við Vísi að nefndin flokki atvikið sem alvarlegt flugatvik. Formleg rannsókn sé því hafin. „Þetta uppfyllir skilyrði alvarlegs flugatviks af því að það er ákveðin árekstrarhætta þarna,“ segir Ragnar og vísar í skilgreiningu á alvarlegu flugatviki í reglugerð um starf rannsóknarnefndarinnar. Þar er alvarlegt flugatvik flokkað sem „[f]lugatvik sem verður við aðstæður sem benda til þess að legið hafi við slysi.“ Fjallað var um atvikið þegar það átti sér stað, sem var sem fyrr segir þann 31. ágúst síðast liðinn. Svo virðist sem að hætt hafi verið skyndilega við lendingu TF-ICB, Boeing 737 MAX 9, sem var sem fyrr segir á leið frá München í Þýskalandi, þar sem önnur flugvél Icelandair, TF-FIA, Boeing 757, á leið til Mílanó á Ítalíu, var á flugbrautinni sem TF-ICB var að koma inn til lendingar á. Segir Ragnar að rannsóknarnefndin hafi notað síðustu tvær vikur til að afla gagna um atvikið og fara yfir þau, til að meta hvort að atvikið krefðist þess að það yrði rannsakað sem alvarlegt flugatvik. Atvikið hefur nú verið flokkað sem slíkt og er formleg rannsókn á því verið hafin. Staðsetning TC-ICB, sem var að koma inn til lendingar, klukkan 15.54, samkvæmt Flightradar24. Flightradar24 Nú taki við hefðbundið rannsóknarferli sem ljúki með því að gerð verði skýrsla þar sem nánara ljósi verður varpað á það sem gerðist. Nefndin er þó á byrjunarreit í rannsókninni og því liggi ekki nákvæmlega fyrir á þessari stundu hver áhersluatriði rannsóknarinnar verði. „Við erum í frumfasa rannsóknarinnar núna þar sem við erum í frekari gagnaöflun, taka viðtöl og svo framvegis,“ segir Ragnar. Staðsetning TF-FIA klukkan 15.54 samkvæmt Flightradar 24.Flightradar24
Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Afla upplýsinga vegna atviksins á Keflavíkurflugvelli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur hafið upplýsingaöflun vegna flugatviks sem varð á Keflavíkurflugvelli í fyrradag, þegar hætt var við lendingu flugvélar Icelandair á leið frá München í Þýskalandi. 2. september 2022 11:11 Flugvél á flugbraut þegar önnur vél átti að lenda Flugvél á vegum Icelandair þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem önnur vél var á flugbrautinni. Atvikið er til skoðunar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. 1. september 2022 22:39 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Afla upplýsinga vegna atviksins á Keflavíkurflugvelli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur hafið upplýsingaöflun vegna flugatviks sem varð á Keflavíkurflugvelli í fyrradag, þegar hætt var við lendingu flugvélar Icelandair á leið frá München í Þýskalandi. 2. september 2022 11:11
Flugvél á flugbraut þegar önnur vél átti að lenda Flugvél á vegum Icelandair þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem önnur vél var á flugbrautinni. Atvikið er til skoðunar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. 1. september 2022 22:39