„Það má næstum kalla þetta bara dauðagildru“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. september 2022 22:32 Hér má sjá gatnamótin sem um ræðir. Stöð 2 Gatnamót tengja Vogabyggð við Langholtshverfi líkjast dauðagildru að sögn íbúa. Margir óttist að senda börnin sín yfir Sæbraut þar sem umferðin sé þung og bílstjórar sýni lítið tillit til gangandi vegfarenda. Innviðir og samgöngur í hverfinu séu ekki í takt við þau loforð sem kaupendur hafi fengið á sínum tíma. Sæbrautin skilur að hina nýju Vogabyggð og restina að Langholtshverfinu en mikill umferðarþungi er þar daglega. Íbúar eru nú einna helst ósáttir við gatnamót Sæbrautar og Skeiðarvogs og Kleppsmýravegs, sem er algengasta leiðin sem fólk notar til að komast á milli. „Það má næstum kalla þetta bara dauðagildru. Ég, konan mín og börnin mín, við höfum öll lent í því að það var næstum því keyrt á okkur hérna og ég veit um marga aðra í hverfinu sem hafa lent í sömu stöðu,“ segir Heimir Freyr Hlöðversson, íbúi í Vogabyggð. Mikil umræða hefur skapast meðal íbúa en Heimir birti sjálfur myndbönd af gatnamótunum þar sem dæmi voru um að ökumenn stöðvuðu ekki á gangbrautum og fóru jafnvel yfir á rauðu ljósi. Það sé sérstaklega hættulegt fyrir börnin sem neyðast til að fara yfir. Heimir Freyr Hlöðversson, kvikmyndagerðarmaður og íbúi í Vogabyggð.Vísir/Arnar „Nú er búið að selja hundruð íbúa hérna og það er hellingur af krökkum sem þurfa að komast í tómstundir og skóla og það er rosalega brýnt að fara að laga þessi mál. Við bara erum að kalla eftir því að það verði eitthvað gert, það er alveg hræðilegt að senda börnin sín hérna yfir,“ segir Heimir. Loforð fasteignasala standist ekki Upprunalega stóð til að koma Sæbraut í stokk árið 2023 og áttu framkvæmdir að hefjast 2021. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, sem er með verkefnastjórn yfir verkefnum samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, stendur undirbúningsvinna yfir og er stefnt á að hefja framkvæmdir seinni hluta 2024. Þá eru aðrar lausnir, eins og til að mynda tímabundin göngubrú, til skoðunar í samvinnu við Reykjavíkurborg. Gert er ráð fyrir að Sæbrautin verði lækkuð og sett í stokk á um kílómetra kafla frá Miklubraut/Vesturlandsvegi og norður fyrir gatnamótin við Skeiðarvog/Kleppsmýrarveg.Mynd/Vegagerðin En hver svo sem lausnin verður segja Heimir ljóst að eitthvað þurfi að gerast, og það fljótlega, en hann telur að einnig þyrfti að hægja umferðarhraðan á Sæbrautinni og mögulega koma upp fleiri eftirlitsmyndavélum. Staðan í dag sé ekki í takt við þau loforð sem íbúar fengu á sínum tíma frá fasteignasölum, sem sögðu hverfið hannað fyrir bíllausan lífstíl. „Það er náttúrulega rosalega slæmt að vera að selja fólki einhvern lífstíl í einhverjum hverfum þar sem innviðirnir eru ekki í lagi, það er verið að byggja upp hús og selja sem hraðast, en svo er allt annað í kring sem að bara er engan veginn að virka,“ segir Heimir. Umferðaröryggi Reykjavík Skipulag Börn og uppeldi Samgöngur Sæbrautarstokkur Tengdar fréttir Reykjavíkurborg og börnin í Vogabyggð – Þegar yfirvald tapar tilverurétti sínum Hvers vegna erum við með opinbert yfirvald? Stutta svarið er að yfirvaldinu er ætlað að tryggja öryggi einstaklinga, sem undir það heyra. Ein grunnstoða lýðræðisins er sú tilhögun að einstaklingar framselji takmarkaðan hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir meira öryggi, til að auka velferð sína. 27. júní 2022 08:01 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Sæbrautin skilur að hina nýju Vogabyggð og restina að Langholtshverfinu en mikill umferðarþungi er þar daglega. Íbúar eru nú einna helst ósáttir við gatnamót Sæbrautar og Skeiðarvogs og Kleppsmýravegs, sem er algengasta leiðin sem fólk notar til að komast á milli. „Það má næstum kalla þetta bara dauðagildru. Ég, konan mín og börnin mín, við höfum öll lent í því að það var næstum því keyrt á okkur hérna og ég veit um marga aðra í hverfinu sem hafa lent í sömu stöðu,“ segir Heimir Freyr Hlöðversson, íbúi í Vogabyggð. Mikil umræða hefur skapast meðal íbúa en Heimir birti sjálfur myndbönd af gatnamótunum þar sem dæmi voru um að ökumenn stöðvuðu ekki á gangbrautum og fóru jafnvel yfir á rauðu ljósi. Það sé sérstaklega hættulegt fyrir börnin sem neyðast til að fara yfir. Heimir Freyr Hlöðversson, kvikmyndagerðarmaður og íbúi í Vogabyggð.Vísir/Arnar „Nú er búið að selja hundruð íbúa hérna og það er hellingur af krökkum sem þurfa að komast í tómstundir og skóla og það er rosalega brýnt að fara að laga þessi mál. Við bara erum að kalla eftir því að það verði eitthvað gert, það er alveg hræðilegt að senda börnin sín hérna yfir,“ segir Heimir. Loforð fasteignasala standist ekki Upprunalega stóð til að koma Sæbraut í stokk árið 2023 og áttu framkvæmdir að hefjast 2021. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, sem er með verkefnastjórn yfir verkefnum samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, stendur undirbúningsvinna yfir og er stefnt á að hefja framkvæmdir seinni hluta 2024. Þá eru aðrar lausnir, eins og til að mynda tímabundin göngubrú, til skoðunar í samvinnu við Reykjavíkurborg. Gert er ráð fyrir að Sæbrautin verði lækkuð og sett í stokk á um kílómetra kafla frá Miklubraut/Vesturlandsvegi og norður fyrir gatnamótin við Skeiðarvog/Kleppsmýrarveg.Mynd/Vegagerðin En hver svo sem lausnin verður segja Heimir ljóst að eitthvað þurfi að gerast, og það fljótlega, en hann telur að einnig þyrfti að hægja umferðarhraðan á Sæbrautinni og mögulega koma upp fleiri eftirlitsmyndavélum. Staðan í dag sé ekki í takt við þau loforð sem íbúar fengu á sínum tíma frá fasteignasölum, sem sögðu hverfið hannað fyrir bíllausan lífstíl. „Það er náttúrulega rosalega slæmt að vera að selja fólki einhvern lífstíl í einhverjum hverfum þar sem innviðirnir eru ekki í lagi, það er verið að byggja upp hús og selja sem hraðast, en svo er allt annað í kring sem að bara er engan veginn að virka,“ segir Heimir.
Umferðaröryggi Reykjavík Skipulag Börn og uppeldi Samgöngur Sæbrautarstokkur Tengdar fréttir Reykjavíkurborg og börnin í Vogabyggð – Þegar yfirvald tapar tilverurétti sínum Hvers vegna erum við með opinbert yfirvald? Stutta svarið er að yfirvaldinu er ætlað að tryggja öryggi einstaklinga, sem undir það heyra. Ein grunnstoða lýðræðisins er sú tilhögun að einstaklingar framselji takmarkaðan hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir meira öryggi, til að auka velferð sína. 27. júní 2022 08:01 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Reykjavíkurborg og börnin í Vogabyggð – Þegar yfirvald tapar tilverurétti sínum Hvers vegna erum við með opinbert yfirvald? Stutta svarið er að yfirvaldinu er ætlað að tryggja öryggi einstaklinga, sem undir það heyra. Ein grunnstoða lýðræðisins er sú tilhögun að einstaklingar framselji takmarkaðan hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir meira öryggi, til að auka velferð sína. 27. júní 2022 08:01