Mál Palestínumanns gegn ríkinu, sem flutt var í héraðsdómi á fimmtudag, gæti haft áhrif á stöðu upp undir hundrað flóttamanna hér á landi sem beðið hafa í óvissu síðan í kórónuveirufaraldrinum, að sögn lögmanns. Hann telur framgöngu stjórnvalda í málunum harkalega.
Eitt þúsund eitt hundrað fjörutíu og þrjú börn bíða eftir að komast að hjá fagfólki Skólaþjónustu Reykjavíkurborgar. Borgarfulltrúi segir ástandið stjórnlaust. Það sé hættulegt að láta börn í andlegri vanlíðan bíða eftir sálfræðiþjónustu.
Við fjöllum einnig um grænan iðngarð í Rangárþingi ytra, hneyksli innan leyniþjónustu danska hersins og tökum stöðuna á hinni geysilöngu röð sem hlykkjast um miðborg Lundúna, þar sem þúsundir bíða eftir að líta kistu Elísabetar Bretadrottningar augum. Karl Bretakonungur og Vilhjálmur prins tóku fólk í röðinni óvænt tali í morgun.