Fjórtán ára með falsað ökuskírteini Bjarki Sigurðsson skrifar 18. september 2022 07:27 Það var nóg að gera hjá lögreglu í gær og í gærnótt. Vísir/Vilhelm Það var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær en rétt rúmlega klukkan tíu í gærkvöldi var bifreið stöðvuð í Kópavogi. Ökumaður var beðinn um að sýna ökuskírteini en hann framvísaði fölsuðu skírteini. Ökumaðurinn er einungis fjórtán ára gamall og því að minnsta kosti þrjú ár í bílpróf en lögregla vann að málinu með aðkomu foreldra. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Í miðbænum hringdi vitni að rafskútuslysi í lögreglu en þá hafði 66 ára gamall maður dottið af rafskútu sinni og á húsvegg. Talið er að hann hafi misst meðvitund í kjölfar þess og hlaut blæðingu úr nefi. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild þar sem hann hlaut aðhlynningu. Tvö önnur slys tengd rafskútum urðu í gærkvöldi, það fyrra klukkan rúmlega fimm þegar bifreið var ekið á ellefu ára dreng á skútu sinni. Móðir drengsins var á vettvangi ásamt lögreglu en hann var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Klukkan fjögur í nótt datt ungur maður af rafskútu sinni og fékk áverka á augabrún. Þegar hann ræddi við lögreglu mundi hann lítið hvað hafði gerst og var fluttur á bráðadeild. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Í Hafnarfirði barst lögreglu tilkynning um fíkniefni sem höfðu fundist á leikvelli. Vegfarendur afhentu lögreglu fíkniefnin í nestisboxi en þau eru talin tilheyra ungmennum sem venja komur sínar þangað. Þá var tilkynnt um þjófnað í Hafnarfirði en maður fór inn á hótel og stal yfirhöfn og farsíma af starfsmanni. Í yfirhöfn starfsmannsins voru einnig bíllyklar hans. Í Breiðholti var tilkynnt um líkamsárás á starfsmann pizzuveitingastaðar. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu en ekki er vitað um áverka hjá starfsmanninum. Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Í miðbænum hringdi vitni að rafskútuslysi í lögreglu en þá hafði 66 ára gamall maður dottið af rafskútu sinni og á húsvegg. Talið er að hann hafi misst meðvitund í kjölfar þess og hlaut blæðingu úr nefi. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild þar sem hann hlaut aðhlynningu. Tvö önnur slys tengd rafskútum urðu í gærkvöldi, það fyrra klukkan rúmlega fimm þegar bifreið var ekið á ellefu ára dreng á skútu sinni. Móðir drengsins var á vettvangi ásamt lögreglu en hann var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Klukkan fjögur í nótt datt ungur maður af rafskútu sinni og fékk áverka á augabrún. Þegar hann ræddi við lögreglu mundi hann lítið hvað hafði gerst og var fluttur á bráðadeild. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Í Hafnarfirði barst lögreglu tilkynning um fíkniefni sem höfðu fundist á leikvelli. Vegfarendur afhentu lögreglu fíkniefnin í nestisboxi en þau eru talin tilheyra ungmennum sem venja komur sínar þangað. Þá var tilkynnt um þjófnað í Hafnarfirði en maður fór inn á hótel og stal yfirhöfn og farsíma af starfsmanni. Í yfirhöfn starfsmannsins voru einnig bíllyklar hans. Í Breiðholti var tilkynnt um líkamsárás á starfsmann pizzuveitingastaðar. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu en ekki er vitað um áverka hjá starfsmanninum.
Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira