Maguire telur De Gea eiga sök á slöku gengi Man Utd á síðustu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. september 2022 07:01 Harry Maguire er ekki sáttur með David De Gea. Ash Donelon/Getty Images Harry Maguire, miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, hefur ekki átt sjö dagana sæla. Raunar hefur hann ekki átt síðustu 12 mánuði eða svo sæla og virðist sem hann kenni að einhverju leyti liðsfélögum sínum um. Man United keyptir Maguire á metfé sumarið 2019 og varð hann um leið lykilmaður í liði Ole Gunnar Solskjær. Hann byrjaði alla leiki Man United og enska landsliðsins. Hann meiddist lítillega undir lok tímabils 2021 og missti af úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem Man Utd tapaði gegn Villareal í vítaspyrnukeppni. Hann missti af upphafi Evrópumótsins en kom svo inn og spilaði frábærlega er England fór alla leið í úrslit en tapaði þar í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. Það var svo á síðustu leiktíð 2021-22 þegar það fór að halla undan fæti. Það gekk ekkert upp hjá Man Utd og Harry var gerður að blóraböggli. Eftir að hafa verið alltaf til staðar fór miðvörðurinn að meiðast og spila illa í kjölfarið. Gagnrýnisraddir urðu háværari og háværari en alltaf spilaði Maguire. það er þangað til nú. Maguire byrjaði í miðverðinum hjá Man Utd á þessari leiktíð eftir að Erik ten Hag tók við stjórnartaumunum. Eftir töp gegn Brighton & Hove Albion og Brentford var Harry hins vegar settur á bekkinn. Liðið fór á flug og hann spilaði ekkert í næstu leikjum sem unnust allir. Þegar hann fékk á ný tækifæri í Evrópudeildinni gegn Real Sociedad þá tapaði Man United aftur. Harry Maguire kostaði Manchester United 87 milljónir punda.EPA-EFE/ANDREW YATES Man Utd hefur tapað öllum leikjunum sem hinn 29 ára gamli Maguire hefur byrjað á leiktíðinni og virðist sem slakar frammistöður hans á síðustu leiktíð hafi elt hann yfir á yfirstandandi tímabil. Nú gæti verið svo að landsliðssæti hans sé í hættu en Gareth Southgate hefur haft óbilandi trú á Maguire til þessa. Íþróttamiðillinn ESPN fór nýverið yfir stöðu mála hjá Harry Maguire en það virðist sem leikmaðurinn sjálfur og þeir sem eru honum næstir séu ekki alveg sammála umræðu síðustu mánuða. „Harry þarf hraða leikmenn í kringum sig en hefur ekki haft það. Ef þú myndir setja Rúben Dias (leikmann Manchester City) í vörnina hjá United og Harry í vörnina hjá City þá myndi Dias vera í vandræðum og Harry myndi njóta sín,“ sagði heimildarmaður náinn Harry í viðtali við ESPN. „Harry hefur ekki átt góða 12 mánuði en hann hefur ekki fengið mikla hjálp frá þeim í kringum hann, þjálfurum eða leikmönnum – svo það er skiljanlegt að sjálfstraust hans hafi minnkað og frammistöður dalað,“ bætti heimildarmaðurinn við. Harry Maguire is facing the biggest week of his career his club and country ambitions rest on what happens over the next seven days https://t.co/Q3JqY10FKc— Mark Ogden (@MarkOgden_) September 19, 2022 ESPN hefur einnig heimildir fyrir því að Maguire sé orðinn langþreyttur á samskiptaleysi David De Gea og þeirri staðreynd að markvöðurinn komi nær aldrei af marklínunni. Kennir miðvörðurinn þeirri staðreynd að hluta til um slakan varnarleik liðsins á síðustu leiktíð. Ten Hag virðist hafa fundið lausn á þeim vandræðum með því að stilla þeim Raphaël Varane og Lisandro Martínez saman í miðverði. Hvort Southgate gefi öðrum tækifæri í leikjum Englands í Þjóðadeildinni eða haldi sig við Harry Maguire kemur í ljós á næstu dögum þegar enska landsliðið mætir Þýskalandi og Ítalíu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Sjá meira
Man United keyptir Maguire á metfé sumarið 2019 og varð hann um leið lykilmaður í liði Ole Gunnar Solskjær. Hann byrjaði alla leiki Man United og enska landsliðsins. Hann meiddist lítillega undir lok tímabils 2021 og missti af úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem Man Utd tapaði gegn Villareal í vítaspyrnukeppni. Hann missti af upphafi Evrópumótsins en kom svo inn og spilaði frábærlega er England fór alla leið í úrslit en tapaði þar í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. Það var svo á síðustu leiktíð 2021-22 þegar það fór að halla undan fæti. Það gekk ekkert upp hjá Man Utd og Harry var gerður að blóraböggli. Eftir að hafa verið alltaf til staðar fór miðvörðurinn að meiðast og spila illa í kjölfarið. Gagnrýnisraddir urðu háværari og háværari en alltaf spilaði Maguire. það er þangað til nú. Maguire byrjaði í miðverðinum hjá Man Utd á þessari leiktíð eftir að Erik ten Hag tók við stjórnartaumunum. Eftir töp gegn Brighton & Hove Albion og Brentford var Harry hins vegar settur á bekkinn. Liðið fór á flug og hann spilaði ekkert í næstu leikjum sem unnust allir. Þegar hann fékk á ný tækifæri í Evrópudeildinni gegn Real Sociedad þá tapaði Man United aftur. Harry Maguire kostaði Manchester United 87 milljónir punda.EPA-EFE/ANDREW YATES Man Utd hefur tapað öllum leikjunum sem hinn 29 ára gamli Maguire hefur byrjað á leiktíðinni og virðist sem slakar frammistöður hans á síðustu leiktíð hafi elt hann yfir á yfirstandandi tímabil. Nú gæti verið svo að landsliðssæti hans sé í hættu en Gareth Southgate hefur haft óbilandi trú á Maguire til þessa. Íþróttamiðillinn ESPN fór nýverið yfir stöðu mála hjá Harry Maguire en það virðist sem leikmaðurinn sjálfur og þeir sem eru honum næstir séu ekki alveg sammála umræðu síðustu mánuða. „Harry þarf hraða leikmenn í kringum sig en hefur ekki haft það. Ef þú myndir setja Rúben Dias (leikmann Manchester City) í vörnina hjá United og Harry í vörnina hjá City þá myndi Dias vera í vandræðum og Harry myndi njóta sín,“ sagði heimildarmaður náinn Harry í viðtali við ESPN. „Harry hefur ekki átt góða 12 mánuði en hann hefur ekki fengið mikla hjálp frá þeim í kringum hann, þjálfurum eða leikmönnum – svo það er skiljanlegt að sjálfstraust hans hafi minnkað og frammistöður dalað,“ bætti heimildarmaðurinn við. Harry Maguire is facing the biggest week of his career his club and country ambitions rest on what happens over the next seven days https://t.co/Q3JqY10FKc— Mark Ogden (@MarkOgden_) September 19, 2022 ESPN hefur einnig heimildir fyrir því að Maguire sé orðinn langþreyttur á samskiptaleysi David De Gea og þeirri staðreynd að markvöðurinn komi nær aldrei af marklínunni. Kennir miðvörðurinn þeirri staðreynd að hluta til um slakan varnarleik liðsins á síðustu leiktíð. Ten Hag virðist hafa fundið lausn á þeim vandræðum með því að stilla þeim Raphaël Varane og Lisandro Martínez saman í miðverði. Hvort Southgate gefi öðrum tækifæri í leikjum Englands í Þjóðadeildinni eða haldi sig við Harry Maguire kemur í ljós á næstu dögum þegar enska landsliðið mætir Þýskalandi og Ítalíu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Sjá meira