Halla hættir sem framkvæmdastjóri ASÍ: „Síðustu ár hafa einkennst af hatrammri valdabaráttu og niðurrifi“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. september 2022 15:34 Halla Gunnarsdóttir hefur verið framkvæmdastjóri ASÍ undanfarin tvö ár. Vísir/Vilhelm Halla Gunnarsdóttir hefur tilkynnt að hún muni ekki snúa til baka til starfa sem framkvæmdastjóri ASÍ eftir afsögn Drífu Snædal. Hún segir að um skemmtilegt og lærdómsríkt ferli hafi verið að ræða en síðustu ár hafi einkennst af hatrammri valdabaráttu og niðurrifi og vinnuskilyrðin hafi oft verið óbærileg. Vonandi takist að leysa einhverja hnúta og komast að samkomulagi fyrir veturinn. Halla tók við sem framkvæmdastjóri árið 2020 og segir hún það ekkert leyndarmál að hún hafi komið þangað til að vinna með Drífu Snædal, sem var kjörinn forseti Alþýðusambandsins árið 2018. Drífa sagði þó af sér í síðasta mánuði og vísaði til óbærilegra samskipta við formenn VR og Eflingar. „Ég tel bæði rétt og eðlilegt að nýr forseti fái til sín framkvæmdastjóra sem hann treystir og á trúnað hjá. Á næstu vikum mun ég skila af mér og vera nýjum forseta og framkvæmdastjóra innan handar eftir þörfum, en síðan skilja leiðir“ skrifar Halla á Facebook síðu sinni. Hún kveðst stolt af þeim verkefnum sem hún hafi komið að hjá ASÍ og þeim málum sem Drífa hafi sett á oddinn. „Það hefur verið skemmtilegt og lærdómsríkt að starfa með þeim sterka og öfluga starfsmannahópi sem starfar innan ASÍ og ég hef farið fyrir og átt þátt í að byggja upp. Sama má segja um bæði forystufólk og starfsfólk aðildarfélaga ASÍ, innan félaganna er gríðarleg reynsla og þekking sem ég hef fengið að njóta góðs af,“ segir Halla. Átökin hafi dregið þrótt úr hreyfingunni Ólgan sem nú er til staðar innan verkalýðshreyfingarinnar og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hafi þó haft gríðarleg áhrif. „Síðustu ár hafa einkennst af hatrammri valdabaráttu og niðurrifi, eins og komið hefur fram opinberlega. Vinnuskilyrðin hafa oft verið óbærileg. Starfsfólk ASÍ, þar á meðal ég, hefur verið dregið inn í opinbera umræðu þar sem það á erfitt með að svara fyrir sig. Að mínu mati hefur þetta dregið þrótt úr hreyfingunni, sem kemur niður á launafólki og almenningi á Íslandi,“ segir Halla. Önnur verkalýðsfélög hafa lýst yfir áhyggjum af þeirri ólgu sem er til staðar, ekki síst þar sem það styttist í erfiðar kjaraviðræður. Kosið verður um nýjan forseta á þingi sambandsins í október en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur gefið það út að hann sækist eftir embættinu og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gefur kost á sér til embættis annars varaforseta. „Ég vona að á komandi þingi ASÍ takist að leysa einhverja af þeim hnútum sem hafa verið hnýttir á síðustu misserum og komast að minnsta kosti að samkomulagi um hvernig sambandið á að halda á spilunum þennan vetur kjaraviðræðna. Launafólk á Íslandi á verkalýðshreyfinguna og það er okkar allra að standa vörð um sameinaða og öfluga verkalýðshreyfingu á Íslandi. Við eigum mikið undir henni,“ segir Halla. Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Vistaskipti Tengdar fréttir „Skylda okkar að taka slaginn“ Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt að hún muni gefa kost á sér til embættis annars varaforseta ASÍ. 18. september 2022 16:15 Hefur áhyggjur af framtíð ASÍ vegna „einræðistilburða“ Formaður Bárunnar, stærsta stéttarfélags á Suðurlandi, hefur miklar áhyggjur af framtíð Alþýðusambandsins verði Ragnar Þór formaður þess. Hún segir skjóta skökku við að hópur sem hafi hrakið fyrrverandi forseta sambandsins frá völdum með ofbeldi taki við stjórninni. 18. september 2022 12:22 Vill gera það sama í ASÍ og hefur verið gert í VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. Hann hefur trú á að hægt sé að sameina hreyfinguna en segir ástandið eins og það hefur verið óásættanlegt. 15. september 2022 11:55 ASÍ hefur lengst af verið vettvangur átaka Sagnfræðingur segir ekki nýtt að átök séu um forystu og stefnu Alþýðusambandsins þótt tiltölulega friðsamt hafi verið innan samtakanna þar til nýverið. Formaður Verkalýðsfélagins Hlífar er vongóður um að sambandið nái vopnum sínum og samstaða náist um nýja forystu á komandi þingi ASÍ. 14. september 2022 12:09 Kristján Þórður býður sig ekki fram til forseta ASÍ Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Rafiðnaðarsambandsins, mun ekki bjóða sig fram til forseta Alþýðusambandsins á þingi þess sem fram fer þann 10. til 12. október næstkomandi. 5. september 2022 10:13 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Halla tók við sem framkvæmdastjóri árið 2020 og segir hún það ekkert leyndarmál að hún hafi komið þangað til að vinna með Drífu Snædal, sem var kjörinn forseti Alþýðusambandsins árið 2018. Drífa sagði þó af sér í síðasta mánuði og vísaði til óbærilegra samskipta við formenn VR og Eflingar. „Ég tel bæði rétt og eðlilegt að nýr forseti fái til sín framkvæmdastjóra sem hann treystir og á trúnað hjá. Á næstu vikum mun ég skila af mér og vera nýjum forseta og framkvæmdastjóra innan handar eftir þörfum, en síðan skilja leiðir“ skrifar Halla á Facebook síðu sinni. Hún kveðst stolt af þeim verkefnum sem hún hafi komið að hjá ASÍ og þeim málum sem Drífa hafi sett á oddinn. „Það hefur verið skemmtilegt og lærdómsríkt að starfa með þeim sterka og öfluga starfsmannahópi sem starfar innan ASÍ og ég hef farið fyrir og átt þátt í að byggja upp. Sama má segja um bæði forystufólk og starfsfólk aðildarfélaga ASÍ, innan félaganna er gríðarleg reynsla og þekking sem ég hef fengið að njóta góðs af,“ segir Halla. Átökin hafi dregið þrótt úr hreyfingunni Ólgan sem nú er til staðar innan verkalýðshreyfingarinnar og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hafi þó haft gríðarleg áhrif. „Síðustu ár hafa einkennst af hatrammri valdabaráttu og niðurrifi, eins og komið hefur fram opinberlega. Vinnuskilyrðin hafa oft verið óbærileg. Starfsfólk ASÍ, þar á meðal ég, hefur verið dregið inn í opinbera umræðu þar sem það á erfitt með að svara fyrir sig. Að mínu mati hefur þetta dregið þrótt úr hreyfingunni, sem kemur niður á launafólki og almenningi á Íslandi,“ segir Halla. Önnur verkalýðsfélög hafa lýst yfir áhyggjum af þeirri ólgu sem er til staðar, ekki síst þar sem það styttist í erfiðar kjaraviðræður. Kosið verður um nýjan forseta á þingi sambandsins í október en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur gefið það út að hann sækist eftir embættinu og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gefur kost á sér til embættis annars varaforseta. „Ég vona að á komandi þingi ASÍ takist að leysa einhverja af þeim hnútum sem hafa verið hnýttir á síðustu misserum og komast að minnsta kosti að samkomulagi um hvernig sambandið á að halda á spilunum þennan vetur kjaraviðræðna. Launafólk á Íslandi á verkalýðshreyfinguna og það er okkar allra að standa vörð um sameinaða og öfluga verkalýðshreyfingu á Íslandi. Við eigum mikið undir henni,“ segir Halla.
Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Vistaskipti Tengdar fréttir „Skylda okkar að taka slaginn“ Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt að hún muni gefa kost á sér til embættis annars varaforseta ASÍ. 18. september 2022 16:15 Hefur áhyggjur af framtíð ASÍ vegna „einræðistilburða“ Formaður Bárunnar, stærsta stéttarfélags á Suðurlandi, hefur miklar áhyggjur af framtíð Alþýðusambandsins verði Ragnar Þór formaður þess. Hún segir skjóta skökku við að hópur sem hafi hrakið fyrrverandi forseta sambandsins frá völdum með ofbeldi taki við stjórninni. 18. september 2022 12:22 Vill gera það sama í ASÍ og hefur verið gert í VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. Hann hefur trú á að hægt sé að sameina hreyfinguna en segir ástandið eins og það hefur verið óásættanlegt. 15. september 2022 11:55 ASÍ hefur lengst af verið vettvangur átaka Sagnfræðingur segir ekki nýtt að átök séu um forystu og stefnu Alþýðusambandsins þótt tiltölulega friðsamt hafi verið innan samtakanna þar til nýverið. Formaður Verkalýðsfélagins Hlífar er vongóður um að sambandið nái vopnum sínum og samstaða náist um nýja forystu á komandi þingi ASÍ. 14. september 2022 12:09 Kristján Þórður býður sig ekki fram til forseta ASÍ Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Rafiðnaðarsambandsins, mun ekki bjóða sig fram til forseta Alþýðusambandsins á þingi þess sem fram fer þann 10. til 12. október næstkomandi. 5. september 2022 10:13 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
„Skylda okkar að taka slaginn“ Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt að hún muni gefa kost á sér til embættis annars varaforseta ASÍ. 18. september 2022 16:15
Hefur áhyggjur af framtíð ASÍ vegna „einræðistilburða“ Formaður Bárunnar, stærsta stéttarfélags á Suðurlandi, hefur miklar áhyggjur af framtíð Alþýðusambandsins verði Ragnar Þór formaður þess. Hún segir skjóta skökku við að hópur sem hafi hrakið fyrrverandi forseta sambandsins frá völdum með ofbeldi taki við stjórninni. 18. september 2022 12:22
Vill gera það sama í ASÍ og hefur verið gert í VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. Hann hefur trú á að hægt sé að sameina hreyfinguna en segir ástandið eins og það hefur verið óásættanlegt. 15. september 2022 11:55
ASÍ hefur lengst af verið vettvangur átaka Sagnfræðingur segir ekki nýtt að átök séu um forystu og stefnu Alþýðusambandsins þótt tiltölulega friðsamt hafi verið innan samtakanna þar til nýverið. Formaður Verkalýðsfélagins Hlífar er vongóður um að sambandið nái vopnum sínum og samstaða náist um nýja forystu á komandi þingi ASÍ. 14. september 2022 12:09
Kristján Þórður býður sig ekki fram til forseta ASÍ Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Rafiðnaðarsambandsins, mun ekki bjóða sig fram til forseta Alþýðusambandsins á þingi þess sem fram fer þann 10. til 12. október næstkomandi. 5. september 2022 10:13
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent