Haukfránn og Trippa-Jón Ármann Jakobsson skrifar 28. september 2022 10:02 Ein af mínum bernskuminningum er þátturinn Spítalalíf sem gerðist í Kóreustríðinu og lýsti á gamansaman hátt vinnu lækna við erfiðar aðstæður. Helstu söguhetjurnar voru kallaðar Haukfránn, Trippa-Jón, Kossvör og Bruni læknir og hægt er að skoða gömul dagblöð þar sem blaðamenn skemmta sér vel yfir þessum íslensku nöfnum. Einstaka maður var brúnaþungur og fannst þau hallærisleg, benti á að þátturinn héti MASH og erlendu nöfnin væru allt önnur. Húmorslaust fólk hefur alltaf verið til og eins þeir sem hafa miklar áhyggjur af því að íslenska sé hallærislegt tungumál miðað við t.d. ensku. En það er ekkert hallærislegt við að auðga málið með íslenskun titla og jafnvel nafna. Þess vegna er gleðiefni að Ríkisútvarpið gefur sjónvarpsþáttum enn íslensk nöfn. Stöð 2 mætti sannarlega taka sér það til fyrirmyndar þó að vinsælir ástralskir þættir heiti þar að fornum sið Nágrannar. Með íslenska heitinu verður allt auðugra og á samfélagsmiðlum geta Íslendingar gert sig gildandi með því að segja erlendum vinum frá spaugilegum íslenskum heitum erlendra þátta. Vitaskuld ekki aðeins Íslendingar. Bandaríski þátturinn Murder She Wrote heitir Morðgáta á íslensku en á dönsku heitir hann Hun så et mord og á sænsku Mord och inga visor. Þegar ég sá Stjörnustríð fyrst í Nýja bíói hétu aðalpersónurnar Logi, Lilja, Hans Óli og vákurinn Loðinn sem síðar var kallaður Tóbakstugga á íslensku og getur enn komið til átaka í veislum milli áhangenda þessara tveggja nafna. Einhverjum þótti það hallærislegt en alls ekki öllum. Þetta snýst um smekk. Þegar ég var í menntaskóla þótti til dæmis fátt hallærislegra en fólk sem kom heim úr skiptinámi í Bandaríkjunum uppfullt af bandarísku slangri. Á hverju ári koma upp tilvik þar sem fólkið sem hefur minnimáttarkennd fyrir hönd eigin tungumáls reynir að troða ensku inn í auglýsingar, slagorð, vöruheiti og þar fram eftir götunum. Stundum er gripið til þeirra raka að hér séu svo margir nýbúar og ferðamenn að ekkert dugi nema enskan. Þó er enska alls ekki móðurmál meirihluta þeirra sem hingað koma og fátt er hollara fyrir enskumælandi en að vera minnt á að fleiri tungumál eru til í heiminum. Það væri skömm að því ef fólk gæti ferðast til Íslands og dvalið hér án þess að vita að til er sérstakt tungumál sem heitir íslenska. Við íslenskum erlend orð og titla fyrst og fremst til að vera þjóð meðal þjóða. Það er ekkert annað en nýlendustefna ef allur heimurinn ætti stöðugt að tala ensku. Um slíkan ójöfnuð getur aldrei orðið nein alþjóðleg samstaða. Höfundur er formaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ármann Jakobsson Íslensk tunga Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ein af mínum bernskuminningum er þátturinn Spítalalíf sem gerðist í Kóreustríðinu og lýsti á gamansaman hátt vinnu lækna við erfiðar aðstæður. Helstu söguhetjurnar voru kallaðar Haukfránn, Trippa-Jón, Kossvör og Bruni læknir og hægt er að skoða gömul dagblöð þar sem blaðamenn skemmta sér vel yfir þessum íslensku nöfnum. Einstaka maður var brúnaþungur og fannst þau hallærisleg, benti á að þátturinn héti MASH og erlendu nöfnin væru allt önnur. Húmorslaust fólk hefur alltaf verið til og eins þeir sem hafa miklar áhyggjur af því að íslenska sé hallærislegt tungumál miðað við t.d. ensku. En það er ekkert hallærislegt við að auðga málið með íslenskun titla og jafnvel nafna. Þess vegna er gleðiefni að Ríkisútvarpið gefur sjónvarpsþáttum enn íslensk nöfn. Stöð 2 mætti sannarlega taka sér það til fyrirmyndar þó að vinsælir ástralskir þættir heiti þar að fornum sið Nágrannar. Með íslenska heitinu verður allt auðugra og á samfélagsmiðlum geta Íslendingar gert sig gildandi með því að segja erlendum vinum frá spaugilegum íslenskum heitum erlendra þátta. Vitaskuld ekki aðeins Íslendingar. Bandaríski þátturinn Murder She Wrote heitir Morðgáta á íslensku en á dönsku heitir hann Hun så et mord og á sænsku Mord och inga visor. Þegar ég sá Stjörnustríð fyrst í Nýja bíói hétu aðalpersónurnar Logi, Lilja, Hans Óli og vákurinn Loðinn sem síðar var kallaður Tóbakstugga á íslensku og getur enn komið til átaka í veislum milli áhangenda þessara tveggja nafna. Einhverjum þótti það hallærislegt en alls ekki öllum. Þetta snýst um smekk. Þegar ég var í menntaskóla þótti til dæmis fátt hallærislegra en fólk sem kom heim úr skiptinámi í Bandaríkjunum uppfullt af bandarísku slangri. Á hverju ári koma upp tilvik þar sem fólkið sem hefur minnimáttarkennd fyrir hönd eigin tungumáls reynir að troða ensku inn í auglýsingar, slagorð, vöruheiti og þar fram eftir götunum. Stundum er gripið til þeirra raka að hér séu svo margir nýbúar og ferðamenn að ekkert dugi nema enskan. Þó er enska alls ekki móðurmál meirihluta þeirra sem hingað koma og fátt er hollara fyrir enskumælandi en að vera minnt á að fleiri tungumál eru til í heiminum. Það væri skömm að því ef fólk gæti ferðast til Íslands og dvalið hér án þess að vita að til er sérstakt tungumál sem heitir íslenska. Við íslenskum erlend orð og titla fyrst og fremst til að vera þjóð meðal þjóða. Það er ekkert annað en nýlendustefna ef allur heimurinn ætti stöðugt að tala ensku. Um slíkan ójöfnuð getur aldrei orðið nein alþjóðleg samstaða. Höfundur er formaður Íslenskrar málnefndar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun