Siðgæðislögreglan sögð horfin af strætum og torgum Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2022 12:20 Veggspjald með mynd af Möshu Amini sem lést í haldi siðgæðislögreglunnar í Íran á samstöðufundi með írönskum konum í Berlín á dögunum. Vísir/EPA Ekkert hefur sést til fulltrúa siðgæðislögreglu sem á að fylgjast með klæðaburði kvenna á strætum Teheran í Íran undanfarna daga. Raddir um að slaka ætti á ströngum reglum um klæðaburð kvenna hafa orðið háværari eftir dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglunnar fyrr í þessum mánuði. Dauði Möhsu Amini, 22 ára gamallar kúrdískrar konu, í haldi siðgæðislögregluna í Teheran varð kveikjan að mestu mótmælum í landinu frá árinu 2019. Hún var stöðvuð fyrir að virða ekki strangar reglur um klæðaburð kvenna. Konur hafa meðal annars brennt höfuðklúta sína og klippt hár sitt á meðan mótmælendur kyrja slagorð um dauða harðstjórans Ali Khamenei, æðstaklerks og æðsta leiðtoga landsins. Að minnsta kosti 41 hefur látist í mótmælunum og hundruð aðgerðasinna og fréttamanna hafa verið handtekin, að sögn íranskra ríkisfjölmiðla. Írönsk mannréttindasamtök telja mannfallið enn meira, 76 mótmælendur á ellefu dögum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fréttaritari Financial Times í Íran segir að undanfarna daga hafi hvítir og grænir sendiferðabílar sem siðgæðislögreglan notar við eftirlit með borgurunum horfið af götum höfuðborgarinnar Teheran. Þeir sjáist ekki einu sinni lengur fyrir utan höfuðstöðvar lögreglunnar í miðborginni. Saeed Laylaz, sérfræðingur í umbótum í Íran, segir blaðinu að siðgæðislögreglan verði að líkindum ekki lengur á götum landsins. Stjórnvöld muni ekki hafa um annað að velja en að veita ungu miðstéttarfólki í borgum landsins meira frelsi. Ekki er þó búist við því að írönsk stjórnvöld afnemi lögbundna skyldu kvenna til þess að ganga með hijab-andlitsslæðu. Íran Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Dauði Möhsu Amini, 22 ára gamallar kúrdískrar konu, í haldi siðgæðislögregluna í Teheran varð kveikjan að mestu mótmælum í landinu frá árinu 2019. Hún var stöðvuð fyrir að virða ekki strangar reglur um klæðaburð kvenna. Konur hafa meðal annars brennt höfuðklúta sína og klippt hár sitt á meðan mótmælendur kyrja slagorð um dauða harðstjórans Ali Khamenei, æðstaklerks og æðsta leiðtoga landsins. Að minnsta kosti 41 hefur látist í mótmælunum og hundruð aðgerðasinna og fréttamanna hafa verið handtekin, að sögn íranskra ríkisfjölmiðla. Írönsk mannréttindasamtök telja mannfallið enn meira, 76 mótmælendur á ellefu dögum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fréttaritari Financial Times í Íran segir að undanfarna daga hafi hvítir og grænir sendiferðabílar sem siðgæðislögreglan notar við eftirlit með borgurunum horfið af götum höfuðborgarinnar Teheran. Þeir sjáist ekki einu sinni lengur fyrir utan höfuðstöðvar lögreglunnar í miðborginni. Saeed Laylaz, sérfræðingur í umbótum í Íran, segir blaðinu að siðgæðislögreglan verði að líkindum ekki lengur á götum landsins. Stjórnvöld muni ekki hafa um annað að velja en að veita ungu miðstéttarfólki í borgum landsins meira frelsi. Ekki er þó búist við því að írönsk stjórnvöld afnemi lögbundna skyldu kvenna til þess að ganga með hijab-andlitsslæðu.
Íran Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45