„Sé hina vélina skuggalega nálægt“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. september 2022 22:35 Nemendur í Verzló bíða eftir töskum sínum á Heathrow flugvelli eftir að hafa lent í árekstri á flugvellinum. Góður andi er í hópnum þrátt fyrir óhappið. þórlaug þórhallsdóttir „Þetta var alveg mikill skellur,“ segir Evalilja Bjarnadóttir, ein þeirra farþega sem sátu í flugvél Icelandair sem lenti í árekstri á Heathrow fyrr í kvöld. „Ég leit út um gluggann og sá hina vélina skuggalega nálægt. Við töluðum öll saman og vorum að spá hvað hefði gerst en fengum ekki staðfest fyrr en við fórum úr vélinni,“ segir Evalilja sem er ásamt skólafélögum sínum við Verzlunarskóla Íslands í London, sem er hluti af svokölluðum Harry Potter-valáfanga. Flugvél Icelandair lenti í minniháttar árekstri við flugvél frá Koreanair á flugvellinum Heathrow í London í í kringum klukkan átta í kvöld. Enginn slasaðist og engar tafir eru á flugi til og frá flugvellinum. Hún lýsir árekstrinum þannig að vængur flugvélar Koreanair hafi rekist á stél flugvélar Icelandair. „Maður hristist alveg í sætinu til beggja hliða,“ segir Evalilja og bætir við að nokkur skelfing hafi gripið um sig þó að allir hafi verið rólegir skömmu síðar. Mikill viðbúnaður var við vélina í kjölfar árekstursins.evalilja bjarnadóttir „Annars erum við erum nokkuð góð, fyrir utan það að við fengum ekki töskurnar okkar. Við vitum í raun ekki af hverju við fengum ekki töskurnar en við biðum í hátt í tvo tíma. Við fengum líka mismunandi skilaboð og biðum þangað til við vorum send heim en við fáum töskurnar vonandi á morgun.“ Ljóst er að tafir verða á áætluðu flugi með viðkomandi flugvél og bætir Evalilja því við að henni hafi borist þær fregnir að næsta flugi með vélinni frá Heathrow hafi verið frestað um óákveðinn tíma. Icelandair Íslendingar erlendis Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Ég leit út um gluggann og sá hina vélina skuggalega nálægt. Við töluðum öll saman og vorum að spá hvað hefði gerst en fengum ekki staðfest fyrr en við fórum úr vélinni,“ segir Evalilja sem er ásamt skólafélögum sínum við Verzlunarskóla Íslands í London, sem er hluti af svokölluðum Harry Potter-valáfanga. Flugvél Icelandair lenti í minniháttar árekstri við flugvél frá Koreanair á flugvellinum Heathrow í London í í kringum klukkan átta í kvöld. Enginn slasaðist og engar tafir eru á flugi til og frá flugvellinum. Hún lýsir árekstrinum þannig að vængur flugvélar Koreanair hafi rekist á stél flugvélar Icelandair. „Maður hristist alveg í sætinu til beggja hliða,“ segir Evalilja og bætir við að nokkur skelfing hafi gripið um sig þó að allir hafi verið rólegir skömmu síðar. Mikill viðbúnaður var við vélina í kjölfar árekstursins.evalilja bjarnadóttir „Annars erum við erum nokkuð góð, fyrir utan það að við fengum ekki töskurnar okkar. Við vitum í raun ekki af hverju við fengum ekki töskurnar en við biðum í hátt í tvo tíma. Við fengum líka mismunandi skilaboð og biðum þangað til við vorum send heim en við fáum töskurnar vonandi á morgun.“ Ljóst er að tafir verða á áætluðu flugi með viðkomandi flugvél og bætir Evalilja því við að henni hafi borist þær fregnir að næsta flugi með vélinni frá Heathrow hafi verið frestað um óákveðinn tíma.
Icelandair Íslendingar erlendis Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira