Úkraínuforseti hefur biðlað til Rússa um að rísa upp gegn Vladimir Pútín, sem hyggst innlima fjögur héröð Úkraínu í dag. Vólódímír Selenskí segir hermenn Rússa senda í opinn dauðann.
Utanríkisráðherra fordæmir harðlega fyrirhugaða innlimun fjögurra úkraínskra héraða í Rússland. Staðan sé að verða alvarlegri og stjórnvöld hafi áhyggjur af frekari stigmögnun.
Fyrrverandi fulltrúar Flokks fólksins á Akureyri hyggjast sitjast sem fastast í bæjarstjórn og nefndum, þrátt fyrir að hafa sagt sig úr flokknum.
Umboðsmaður barna gagnrýnir gjaldskrárhækkun Strætó. Sveitarfélög sem kalla sig barnvæn þurfi að meta áhrif ákvarðanna sinna á börn.
Foreldrar í Laugardal krefjast þess að borgin setji ekki á fót nýjan unglingaskóla og tvístri nemendahópnum í hverfinu.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.