Hrýs hugur við að skólahverfið taki stakkaskiptum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. september 2022 13:13 Íbúar í Laugardalnum hafa sterkar skoðanir á skólamálum í hverfinu. Þeim hrýs hugur við tilhugsunina um nýjan unglingaskóla og vilja frekar byggja við þá þrjá skóla sem fyrir eru í hverfinu. Ljósmyndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/Vilhelm Á mánudag verður tekin ákvörðun um framtíðarskipulag skólahverfisins í Laugardal. Íbúum hverfisins er mikið niðri fyrir og hafa sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að borgaryfirvöld hlusti á raddir þeirra og geri ekki róttækar breytingar á fyrirkomulagi skólamála og tvístri nemendahópnum með nýjum unglingaskóla. Valið stendur á milli þriggja sviðsmynda. Í þeirri fyrstu felst að skólarnir þrír, Laugalækjarskóli, Langholtsskóli og Laugarnesskóli, haldi sér í núverandi mynd og byggt verði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda í skólahverfinu. Önnur sviðsmynd felur í sér að færa tvo elstu árganga Laugarnesskóla, það er að segja fimmta og sjötta bekk, yfir í Laugalækjarskóla og að byggt verði við hann og Langholtsskóla. Í sviðsmynd þrjú felst að opnaður verði nýr unglingaskóli í hverfinu fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Hér má lesa skýrslu um framtíðarskipan skólamála í hverfinu. Mikil andstaða er á meðal íbúa í Laugardal við síðastnefnda valkostinn. Björn Kristjánsson er á meðal þeirra sem óttast umrót sem felst í nýjum unglingaskóla. „Við erum ekki bara að tala um að byggja nýjan skóla heldur erum við að tala um gjörbreytt umhverfi í skólamálum í öllu hverfinu. Það er nú kannski það sem okkur hrýs hugur við að fara í svona róttækar og stórtækar breytingar þegar við erum með þrjá skóla í hverfinu sem ríkir rosalega mikil ánægja með.“ Íbúar vilji ekki tvístra nemendahópnum. „Vestan megin í Laugardalnum erum við með eitt skólahverfi sem yrði þá sundrað í tvö hverfi og myndi tvístra hópnum og öðru megin í hverfinu væri kannski líka aðeins meiri félagsleg einsleitni. Það er ekkert endilega hollt eða gott fyrir skóla að vera með of einsleitan nemendahóp þannig að við höfum líka áhyggjur af því.“ Á sjöunda hundrað hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem lýst er yfir stuðningi við fyrstu sviðsmyndina. „Ég vil bara segja borginni að hlusta. Það er alveg bersýnilegt hvað það er sem fólkið í hverfinu vill og það er alveg greinilegt hvað starfsfólk skólanna vill. Það má ekki gleyma því heldur að ef þú ætlar að brjóta upp svona einingar eins og skólar eru þá ertu líka að tefla svolítið djarft með mannauð skólanna, menningu og þau verðmæti sem í því felast.“ Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Börn í Laugardal föst í hamsturhjóli ferlagreininga borgarinnar Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. 30. september 2022 07:01 Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir og nauðsynlegt að „rífa plásturinn af“ Grunnskólarnir í Laugardal eru gjörsamlega sprungnir og er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að taka sem fyrst ákvörðun um framtíð skólastarfs í Laugardal. Óvissan, sem hafi verið við lýði of lengi, sé óþolandi fyrir skólastjórnendur, kennara, foreldra og börn. 25. ágúst 2022 12:25 Viðbyggingar og sameiginlegur unglingaskóli meðal hugmynda í skólamálum Laugarnes- og Langholtshverfis Þrjár sviðsmyndir um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru kynntar fyrir borgarráði Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2021 23:37 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Valið stendur á milli þriggja sviðsmynda. Í þeirri fyrstu felst að skólarnir þrír, Laugalækjarskóli, Langholtsskóli og Laugarnesskóli, haldi sér í núverandi mynd og byggt verði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda í skólahverfinu. Önnur sviðsmynd felur í sér að færa tvo elstu árganga Laugarnesskóla, það er að segja fimmta og sjötta bekk, yfir í Laugalækjarskóla og að byggt verði við hann og Langholtsskóla. Í sviðsmynd þrjú felst að opnaður verði nýr unglingaskóli í hverfinu fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Hér má lesa skýrslu um framtíðarskipan skólamála í hverfinu. Mikil andstaða er á meðal íbúa í Laugardal við síðastnefnda valkostinn. Björn Kristjánsson er á meðal þeirra sem óttast umrót sem felst í nýjum unglingaskóla. „Við erum ekki bara að tala um að byggja nýjan skóla heldur erum við að tala um gjörbreytt umhverfi í skólamálum í öllu hverfinu. Það er nú kannski það sem okkur hrýs hugur við að fara í svona róttækar og stórtækar breytingar þegar við erum með þrjá skóla í hverfinu sem ríkir rosalega mikil ánægja með.“ Íbúar vilji ekki tvístra nemendahópnum. „Vestan megin í Laugardalnum erum við með eitt skólahverfi sem yrði þá sundrað í tvö hverfi og myndi tvístra hópnum og öðru megin í hverfinu væri kannski líka aðeins meiri félagsleg einsleitni. Það er ekkert endilega hollt eða gott fyrir skóla að vera með of einsleitan nemendahóp þannig að við höfum líka áhyggjur af því.“ Á sjöunda hundrað hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem lýst er yfir stuðningi við fyrstu sviðsmyndina. „Ég vil bara segja borginni að hlusta. Það er alveg bersýnilegt hvað það er sem fólkið í hverfinu vill og það er alveg greinilegt hvað starfsfólk skólanna vill. Það má ekki gleyma því heldur að ef þú ætlar að brjóta upp svona einingar eins og skólar eru þá ertu líka að tefla svolítið djarft með mannauð skólanna, menningu og þau verðmæti sem í því felast.“
Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Börn í Laugardal föst í hamsturhjóli ferlagreininga borgarinnar Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. 30. september 2022 07:01 Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir og nauðsynlegt að „rífa plásturinn af“ Grunnskólarnir í Laugardal eru gjörsamlega sprungnir og er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að taka sem fyrst ákvörðun um framtíð skólastarfs í Laugardal. Óvissan, sem hafi verið við lýði of lengi, sé óþolandi fyrir skólastjórnendur, kennara, foreldra og börn. 25. ágúst 2022 12:25 Viðbyggingar og sameiginlegur unglingaskóli meðal hugmynda í skólamálum Laugarnes- og Langholtshverfis Þrjár sviðsmyndir um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru kynntar fyrir borgarráði Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2021 23:37 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Börn í Laugardal föst í hamsturhjóli ferlagreininga borgarinnar Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. 30. september 2022 07:01
Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir og nauðsynlegt að „rífa plásturinn af“ Grunnskólarnir í Laugardal eru gjörsamlega sprungnir og er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að taka sem fyrst ákvörðun um framtíð skólastarfs í Laugardal. Óvissan, sem hafi verið við lýði of lengi, sé óþolandi fyrir skólastjórnendur, kennara, foreldra og börn. 25. ágúst 2022 12:25
Viðbyggingar og sameiginlegur unglingaskóli meðal hugmynda í skólamálum Laugarnes- og Langholtshverfis Þrjár sviðsmyndir um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru kynntar fyrir borgarráði Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2021 23:37