Vill losna við „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. október 2022 14:35 Bryndís segir að það hafi komið henni á óvart að í nágrannalöndunum ríki meiri sátt um stefnu útlendingamála en á Íslandi. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, segir nauðsynlegt að fjarlægja „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum til að lögin verði áþekkari lögum Norðurlandanna. Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis heimsótti á dögunum Danmörku og Noreg þar sem nefndarmenn kynntu sér hvernig hvort land um sig stendur að útlendingamálum. Bryndís segir að þar ytra ríki ekki eins mikill ágreiningur um stefnuna og á Íslandi. „Það virðist ekki vera þessi sami pólitíski og samfélagslegi ágreiningur eins og því miður hefur verið hér á síðustu árum enda hefur ráðherra í fjórgang reynt að gera breytingar á útlendingalögum og það hefur aldrei farið í gegnum þingið. Fréttaflutningur til dæmis af brottvísun þeirra sem ekki hafa fengið hæli vekur yfirleitt mikla athygli í samfélaginu og hjá fjölmiðlum.“ Þetta sé ekki jafn algengt í nágrannalöndunum. „Í báðum þessum löndum [Noregi og Danmörk] kemur fólk strax inn í skipulagða búsetu á meðan verið er að kanna hvort umsóknin muni fá málefnalega umfjöllun. Ef umsóknin fær það ekki þá er fólki vísað strax úr landi eða það fer í búsetuúrræði þar sem beðið er eftir því að þau geti yfirgefið landið. Það er til dæmis eitt af því sem þau virðast vera mjög stolt af. Mér fannst það svolítið áberandi í báðum löndunum; þau töluðu um að þau væru með virka endursendingarstefnu.“ Bryndís segir mikilvægt að taka út það sem hún kallar „séríslensk ákvæði“ í útlendingalögum. „Í okkar lögum höfum við ýmis íslensk sérákvæði. Töluvert stór hluti af þeim sem koma hingað að sækja um alþjóðlega vernd hafa þegar fengið alþjóðlega vernd í öðru Evrópulandi og bæði Noregur og Danmörk eru almennt ekki að taka þessar umsóknir til umfjöllunar og það er mjög lág prósenta hjá þeim á meðan það hefur farið allt upp í 50% hjá okkur eitt árið en er kannski yfirleitt í kringum 20%. Ég held til að mynda að þetta sé eitt af þeim ákvæðum sem við þurfum að taka út.“ Hún vilji „hreinsa út“ eitthvað af ákvæðunum og breyta lögunum þannig að þau líkist þeim sem gilda í nágrannalöndunum. „Í okkar tilfelli erum við ekki einu sinni bara að tala um það að fólk hafi sótt um vernd annars staðar heldur er það þannig að margir hafa fengið vernd í öðru landi og þá er auðvitað hægt að gagnrýna að það fólk sé að koma í annað land til að sækja um í sama farveg annars staðar um vernd og væri kannski eðlilegra að opna á möguleikann fyrir það fólk að fá að koma hingað og vinna og starfa án þess að vera inn í verndarkerfinu okkar og þar af leiðandi inn í því mikilvæga kerfi sem við höfum í kringum það fólk sem er að flýja stríð og átök og á í rauninni líf sitt undir.“ Bryndís sagði nefndarmenn hafa heillast að „norsku aðlögunarstefnunni“ þar sem sveitarfélög um allt land fá talsvert af fjármagni til að hlúa að flóttafólki. „Eftir að þau hafa fengið hæli þá taka sveitarfélögin við þeim um allan Noreg og þeim virðist hafa gengið mjög vel að aðlaga bæði flóttamenn og samfélagið að þeirra þörfum og þar hafa sveitarfélögin auðvitað líka þá fengið fjármagn til þess og hafa mikinn hag að því að standa sig vel í því að kenna á norskt samfélag og kenna norsku og sjá til þess að þessu fólki líði vel í þeirra samfélagi.“ Þarna hlýtur lykilatriðið að vera að fjármagn fylgir? „Já, í Noregi virðast sveitarfélögin fá töluvert fjármagn með hverjum og einum flóttamanni og ég held að það sé, svona í ljósi nýjustu frétta af okkar aðstæðum, eitthvað sem við þurfum að skoða mjög vel.“ Alþingi Hælisleitendur Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dapurlega lítill stuðningur við breiða ríkisstjórn Einungis fjórðungur landsmanna er ánægður með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðuna nokkuð dapurlega og telur erfiðan þingvetur fram undan. Brestir í stjórnarsamstarfinu hafi komið fram eftir faraldurinn. 6. október 2022 12:30 Fjöldi umdeildra mála á málaskrá ríkisstjórnar í vetur Ríkisstjórnin fyrir hugar að leggja 178 mál fyrir Alþingi í vetur. Mörg málanna eru umdeild eins og frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga, fækkun sýslumannsembætta og um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. 4. október 2022 19:20 Felldu tillögu minnihlutans: „Þau vilja halda þessu í útlendingafrumvarpinu til að réttlæta ógeðið“ Á síðasta þingfundi löggjafarþingsins felldu stjórnarliðar tillögu minnihlutans um að veita Úkraínumönnum, sem komið hafa til landsins vegna stríðsins, atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Þingkona Pírata telur að brögð séu í tafli og að stjórnarliðar hafi viljað halda sambærilegu ákvæði í útlendingalögum til að réttlæta ýmis önnur ákvæði í því frumvarpi. 21. júní 2022 16:14 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira
Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis heimsótti á dögunum Danmörku og Noreg þar sem nefndarmenn kynntu sér hvernig hvort land um sig stendur að útlendingamálum. Bryndís segir að þar ytra ríki ekki eins mikill ágreiningur um stefnuna og á Íslandi. „Það virðist ekki vera þessi sami pólitíski og samfélagslegi ágreiningur eins og því miður hefur verið hér á síðustu árum enda hefur ráðherra í fjórgang reynt að gera breytingar á útlendingalögum og það hefur aldrei farið í gegnum þingið. Fréttaflutningur til dæmis af brottvísun þeirra sem ekki hafa fengið hæli vekur yfirleitt mikla athygli í samfélaginu og hjá fjölmiðlum.“ Þetta sé ekki jafn algengt í nágrannalöndunum. „Í báðum þessum löndum [Noregi og Danmörk] kemur fólk strax inn í skipulagða búsetu á meðan verið er að kanna hvort umsóknin muni fá málefnalega umfjöllun. Ef umsóknin fær það ekki þá er fólki vísað strax úr landi eða það fer í búsetuúrræði þar sem beðið er eftir því að þau geti yfirgefið landið. Það er til dæmis eitt af því sem þau virðast vera mjög stolt af. Mér fannst það svolítið áberandi í báðum löndunum; þau töluðu um að þau væru með virka endursendingarstefnu.“ Bryndís segir mikilvægt að taka út það sem hún kallar „séríslensk ákvæði“ í útlendingalögum. „Í okkar lögum höfum við ýmis íslensk sérákvæði. Töluvert stór hluti af þeim sem koma hingað að sækja um alþjóðlega vernd hafa þegar fengið alþjóðlega vernd í öðru Evrópulandi og bæði Noregur og Danmörk eru almennt ekki að taka þessar umsóknir til umfjöllunar og það er mjög lág prósenta hjá þeim á meðan það hefur farið allt upp í 50% hjá okkur eitt árið en er kannski yfirleitt í kringum 20%. Ég held til að mynda að þetta sé eitt af þeim ákvæðum sem við þurfum að taka út.“ Hún vilji „hreinsa út“ eitthvað af ákvæðunum og breyta lögunum þannig að þau líkist þeim sem gilda í nágrannalöndunum. „Í okkar tilfelli erum við ekki einu sinni bara að tala um það að fólk hafi sótt um vernd annars staðar heldur er það þannig að margir hafa fengið vernd í öðru landi og þá er auðvitað hægt að gagnrýna að það fólk sé að koma í annað land til að sækja um í sama farveg annars staðar um vernd og væri kannski eðlilegra að opna á möguleikann fyrir það fólk að fá að koma hingað og vinna og starfa án þess að vera inn í verndarkerfinu okkar og þar af leiðandi inn í því mikilvæga kerfi sem við höfum í kringum það fólk sem er að flýja stríð og átök og á í rauninni líf sitt undir.“ Bryndís sagði nefndarmenn hafa heillast að „norsku aðlögunarstefnunni“ þar sem sveitarfélög um allt land fá talsvert af fjármagni til að hlúa að flóttafólki. „Eftir að þau hafa fengið hæli þá taka sveitarfélögin við þeim um allan Noreg og þeim virðist hafa gengið mjög vel að aðlaga bæði flóttamenn og samfélagið að þeirra þörfum og þar hafa sveitarfélögin auðvitað líka þá fengið fjármagn til þess og hafa mikinn hag að því að standa sig vel í því að kenna á norskt samfélag og kenna norsku og sjá til þess að þessu fólki líði vel í þeirra samfélagi.“ Þarna hlýtur lykilatriðið að vera að fjármagn fylgir? „Já, í Noregi virðast sveitarfélögin fá töluvert fjármagn með hverjum og einum flóttamanni og ég held að það sé, svona í ljósi nýjustu frétta af okkar aðstæðum, eitthvað sem við þurfum að skoða mjög vel.“
Alþingi Hælisleitendur Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dapurlega lítill stuðningur við breiða ríkisstjórn Einungis fjórðungur landsmanna er ánægður með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðuna nokkuð dapurlega og telur erfiðan þingvetur fram undan. Brestir í stjórnarsamstarfinu hafi komið fram eftir faraldurinn. 6. október 2022 12:30 Fjöldi umdeildra mála á málaskrá ríkisstjórnar í vetur Ríkisstjórnin fyrir hugar að leggja 178 mál fyrir Alþingi í vetur. Mörg málanna eru umdeild eins og frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga, fækkun sýslumannsembætta og um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. 4. október 2022 19:20 Felldu tillögu minnihlutans: „Þau vilja halda þessu í útlendingafrumvarpinu til að réttlæta ógeðið“ Á síðasta þingfundi löggjafarþingsins felldu stjórnarliðar tillögu minnihlutans um að veita Úkraínumönnum, sem komið hafa til landsins vegna stríðsins, atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Þingkona Pírata telur að brögð séu í tafli og að stjórnarliðar hafi viljað halda sambærilegu ákvæði í útlendingalögum til að réttlæta ýmis önnur ákvæði í því frumvarpi. 21. júní 2022 16:14 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira
Dapurlega lítill stuðningur við breiða ríkisstjórn Einungis fjórðungur landsmanna er ánægður með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðuna nokkuð dapurlega og telur erfiðan þingvetur fram undan. Brestir í stjórnarsamstarfinu hafi komið fram eftir faraldurinn. 6. október 2022 12:30
Fjöldi umdeildra mála á málaskrá ríkisstjórnar í vetur Ríkisstjórnin fyrir hugar að leggja 178 mál fyrir Alþingi í vetur. Mörg málanna eru umdeild eins og frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga, fækkun sýslumannsembætta og um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. 4. október 2022 19:20
Felldu tillögu minnihlutans: „Þau vilja halda þessu í útlendingafrumvarpinu til að réttlæta ógeðið“ Á síðasta þingfundi löggjafarþingsins felldu stjórnarliðar tillögu minnihlutans um að veita Úkraínumönnum, sem komið hafa til landsins vegna stríðsins, atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Þingkona Pírata telur að brögð séu í tafli og að stjórnarliðar hafi viljað halda sambærilegu ákvæði í útlendingalögum til að réttlæta ýmis önnur ákvæði í því frumvarpi. 21. júní 2022 16:14