Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Launamál framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs, viðræður leiðtoga ESB um gasverð, ljósabekkir og upplýsingagjöf hins opinbera verða á meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Hæstaréttarlögmaður telur að framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs hafi verið í góðri trú þegar hann þáði mánaðarlega þóknun í sjö ár fyrir störf í stýrinefnd sem lögð hafði verið niður. 

Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú, á 70 ára afmælisdegi Rússlandsforseta, að ná samkomulagi um hámarksverð á gasi til heimila og fyrirtækja.

Stjórnsýslufræðingur segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál skilaboð til stjórnvalda að hætta að fela starfsfólk. Stofnanir hafi á undanförnum árum orðið andlitslausar, þróun sem þurfi að stöðva.

Þrjú sveitarfélög reka ljósabekki, ef marka má nýjustu talningu Geislavarna ríkisins á ljósabekkjum á landinu. Sérfræðingur segir bekkina geta verið gríðarlega hættulega og áhyggjuefni ef notkun þeirra er að aukast meðal ungs fólks.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×