„Kemur fyrir að það bregður fyrir fordómum gagnvart því hvað maður er orðinn gamall“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. október 2022 08:02 Guðjón Þórðarson er einn sigursælasta þjálfari Íslandssögunnar. Hann segir þó að eftirspurnin eftir 67 ára gömlum þjálfara sé ekki mikil. Vísir/Stöð 2 Sigursælasti þjálfari landsins í fótboltanum, Guðjón Þórðarson, hefur ekki lagt árar í bát og hyggst halda áfram þrátt fyrir aldursfordóma. „Mönnum finnst maður vera orðinn gamall, og það er rétt, ég er orðinn 67 ára,“ sagði Guðjón í samtali við Stöð 2 í gær. „En heilinn þarf enga endurnýjun. Ég er með fullt af hugmyndum í hausnum, en það kemur fyrir að það bregður fyrir fordómum gagnvart því hvað maður er orðinn gamall.“ Guðjón segir þó að undanfarin ár hafi ekki verið erfið. Frekar hafi þau verið skemmtileg, þar sem hann lítur á erfiðleika sem áskorun. „Nei, meira skemmtilegt. Ég lít á erfiðleika sem áskorun og reyni að vinna með það þannig.“ Klippa: Hyggst halda áfram þrátt fyrir aldursfordóma Samstarfsfólk og samferðarmenn standa upp úr Guðjón á að baki langan og farsælan þjálfaraferil sem hófst hjá uppeldisfélagi hans, ÍA, árið 1987. Síðan þá hefur hann þjálfað lið á borð við KA, KR og Keflavík hér á landi, Stoke, Barnsley, Crewe Alexandra og Notts County á Englandi, íslenska landsliðið og nú síðast Víking Ólafsvík í 2. deildinni hér heima. Hann segir þó samstarfsfólkið sitt í gegnum tíðina standa upp úr á ferlinum. „Frábært fólk sem ég hef unnið með stendur upp úr. Ég hef verið geysilega heppinn með fólk, bæði leikmenn, starfsfólk og stjórnendur. Leikmenn margir hverjir sem hafa verið hjá mér eru nú í lykilstöðum í þjálfun í efstu deild þannig ég er búinn að vera mjög heppinn með samstarfsfólk og samferðarmenn í fótboltanum.“ „Titlarnir eru margir og þeir eru margir eftirminnilegir. Það var eftirminnilegt að fara á Wembley með 80.000 manns í litla bikarnum eins og við köllum það á Englandi. Það var líka mjög gaman að fara á Stade de France og hrella Frakkana þó við höfum á endanum tapað fyrir þeim 3-2. En það mátti heyra sumnál detta á Stade de France þegar við jöfnuðum í 2-2. Frökkum var brugðið og héldu að fortíðardraugur Gérard Houllier væri að poppa upp.“ „Það eru margar ógleymanlegar stundir og minningarnar eru margar og margar þeirra frábærar.“ Guðjón Þórðarson hefur fagnað ófáum titlunum á ferlinum.Neal Simpson/EMPICS via Getty Images „Hringir síminn?“ spurði Guðjón Guðmundsson, Gaupi, nafna sinn að lokum og átti þá við það hvort einhver félög hefðu áhuga á því að fá reynslubolta eins og hann til starfa. „Stundum,“ svarðai Guðjón. „Það er undiralda í íslenskum bolta og við sjáum það bara með síðustu fréttir að það geta orðið einhverjar hreyfingar og breytingar, en það verður bara að koma í ljós. Eins og það er í dag lítur ekki út fyrir að það sé mikil eftirspurn eftir 67 ára gömlum þjálfara,“ sagði Guðjón að lokum, en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fótbolti Eldri borgarar Vinnumarkaður Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
„Mönnum finnst maður vera orðinn gamall, og það er rétt, ég er orðinn 67 ára,“ sagði Guðjón í samtali við Stöð 2 í gær. „En heilinn þarf enga endurnýjun. Ég er með fullt af hugmyndum í hausnum, en það kemur fyrir að það bregður fyrir fordómum gagnvart því hvað maður er orðinn gamall.“ Guðjón segir þó að undanfarin ár hafi ekki verið erfið. Frekar hafi þau verið skemmtileg, þar sem hann lítur á erfiðleika sem áskorun. „Nei, meira skemmtilegt. Ég lít á erfiðleika sem áskorun og reyni að vinna með það þannig.“ Klippa: Hyggst halda áfram þrátt fyrir aldursfordóma Samstarfsfólk og samferðarmenn standa upp úr Guðjón á að baki langan og farsælan þjálfaraferil sem hófst hjá uppeldisfélagi hans, ÍA, árið 1987. Síðan þá hefur hann þjálfað lið á borð við KA, KR og Keflavík hér á landi, Stoke, Barnsley, Crewe Alexandra og Notts County á Englandi, íslenska landsliðið og nú síðast Víking Ólafsvík í 2. deildinni hér heima. Hann segir þó samstarfsfólkið sitt í gegnum tíðina standa upp úr á ferlinum. „Frábært fólk sem ég hef unnið með stendur upp úr. Ég hef verið geysilega heppinn með fólk, bæði leikmenn, starfsfólk og stjórnendur. Leikmenn margir hverjir sem hafa verið hjá mér eru nú í lykilstöðum í þjálfun í efstu deild þannig ég er búinn að vera mjög heppinn með samstarfsfólk og samferðarmenn í fótboltanum.“ „Titlarnir eru margir og þeir eru margir eftirminnilegir. Það var eftirminnilegt að fara á Wembley með 80.000 manns í litla bikarnum eins og við köllum það á Englandi. Það var líka mjög gaman að fara á Stade de France og hrella Frakkana þó við höfum á endanum tapað fyrir þeim 3-2. En það mátti heyra sumnál detta á Stade de France þegar við jöfnuðum í 2-2. Frökkum var brugðið og héldu að fortíðardraugur Gérard Houllier væri að poppa upp.“ „Það eru margar ógleymanlegar stundir og minningarnar eru margar og margar þeirra frábærar.“ Guðjón Þórðarson hefur fagnað ófáum titlunum á ferlinum.Neal Simpson/EMPICS via Getty Images „Hringir síminn?“ spurði Guðjón Guðmundsson, Gaupi, nafna sinn að lokum og átti þá við það hvort einhver félög hefðu áhuga á því að fá reynslubolta eins og hann til starfa. „Stundum,“ svarðai Guðjón. „Það er undiralda í íslenskum bolta og við sjáum það bara með síðustu fréttir að það geta orðið einhverjar hreyfingar og breytingar, en það verður bara að koma í ljós. Eins og það er í dag lítur ekki út fyrir að það sé mikil eftirspurn eftir 67 ára gömlum þjálfara,“ sagði Guðjón að lokum, en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Fótbolti Eldri borgarar Vinnumarkaður Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira