Í gær var óvissustigi lýst yfir á svæðinu en hækkað vegna þess að gert er ráð fyrir miklu hvassviðri á Suðausturlandi frá klukkan fjögur í dag til miðnættis. Búist er við hviðum allt að 60 m/s og má einnig búast við sandfoki og samgöngutruflunum.
Appelsínugulri viðvörun var þá breytt í rauða á svæðinu milli klukkan 16 og miðnættis vegna veðursins. Gert er ráð fyrir versta veðrinu austan Öræfa en hægari vind vestan þeirra. Vindur verður á bilinu 25 til 35 m/s.
Fréttastofa fylgist með gangi mála í vaktinni í dag.