Hafði lögguna undir sem sagðist viss um að hann hefði verið í símanum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. október 2022 18:04 Lögregla sagði ökumanninn hafa verið að tala í símann undir stýri. Getty Karlmaður sem sakaður var um að hafa talað í símann við akstur hafði lögreglu undir í héraðsdómi sem kveðinn var upp fyrir helgi. Lögreglunni tókst ekki að sýna fram á að hann hafi notað símann við akstur, gegn eindreginni neitun ökumannsins, og var hann því sýknaður. Maðurinn var nýlega búinn að aka fram hjá lögreglustöðinni við Flatahraun þegar hann sá lögreglubíl með blá ljós nálgast. Hann stöðvaði bílinn úti í vegkanti og upp að honum gekk lögreglumaður, sem tjáði ökumanninum að hann hafi verið að tala í símann undir stýri. Þessu neitaði ökumaðurinn eindregið. Hann bauð lögreglu að skoða símann og fletti upp nýlegum símtölum til að sýna fram á sakleysi sitt. Lögreglumenn höfðu ekki áhuga á því að skoða símann en bentu honum á að leita á lögreglustöð – eftir að hafa sektað hann. Einu sönnunargögn lögreglu var vitnisburður lögreglumannanna sem stöðvuðu ökumanninn. Þeir sögðust hafa séð hann tala í símann en aðspurðir kváðu þeir nánari upplýsingar almennt ekki þurfa að liggja fyrir í tilvikum sem þessum, eins og það er orðað í héraðsdómi. Þeir hafi því ekki þurft að skoða símann sérstaklega, þó ökumaðurinn hafi boðið þeim það. Héraðsdómari kvað enga eiginlega rannsókn hafa farið fram hjá lögreglu í málinu. Fyrir dómi lagði ökumaðurinn fram gögnin sem lögregla hafði ekki áhuga á að skoða þegar hann var stöðvaður. Ákæruvaldið þurfti að bera hallann af sönnunarskortinum og var ökumaðurinn því sýknaður. Ríkissjóði ber að greiða sakarkostnað mannsins - upp á 300 þúsund krónur. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Maðurinn var nýlega búinn að aka fram hjá lögreglustöðinni við Flatahraun þegar hann sá lögreglubíl með blá ljós nálgast. Hann stöðvaði bílinn úti í vegkanti og upp að honum gekk lögreglumaður, sem tjáði ökumanninum að hann hafi verið að tala í símann undir stýri. Þessu neitaði ökumaðurinn eindregið. Hann bauð lögreglu að skoða símann og fletti upp nýlegum símtölum til að sýna fram á sakleysi sitt. Lögreglumenn höfðu ekki áhuga á því að skoða símann en bentu honum á að leita á lögreglustöð – eftir að hafa sektað hann. Einu sönnunargögn lögreglu var vitnisburður lögreglumannanna sem stöðvuðu ökumanninn. Þeir sögðust hafa séð hann tala í símann en aðspurðir kváðu þeir nánari upplýsingar almennt ekki þurfa að liggja fyrir í tilvikum sem þessum, eins og það er orðað í héraðsdómi. Þeir hafi því ekki þurft að skoða símann sérstaklega, þó ökumaðurinn hafi boðið þeim það. Héraðsdómari kvað enga eiginlega rannsókn hafa farið fram hjá lögreglu í málinu. Fyrir dómi lagði ökumaðurinn fram gögnin sem lögregla hafði ekki áhuga á að skoða þegar hann var stöðvaður. Ákæruvaldið þurfti að bera hallann af sönnunarskortinum og var ökumaðurinn því sýknaður. Ríkissjóði ber að greiða sakarkostnað mannsins - upp á 300 þúsund krónur.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira