Aldrei fleiri alvarleg ofbeldisbrot Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. október 2022 19:38 Lögregla segir að konunni hafi verið ráðinn bani í Laugardalnum. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri alvarleg ofbeldisbrot verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en á fyrstu níu mánuðum ársins. Brotin hafa ríflega tvöfaldast á fimmtán árum. Lögreglan rannsakar nú hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað þegar kona á sextugsaldri lést um helgina. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Lögreglan fékk á laugardaginn tilkynningu um mál konunnar en konan var þá látin í bíl við hús í Laugardalnum. Grunur er um manndráp og málið í rannsókn. Tengsl er á milli mannanna tveggja og konunnar en mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram á fimmtudag. Þetta er í annað skiptið á innan við viku hér á landi sem grunur er um manndráp en karlmaður á fimmtugsaldri lést af völdum stungusára á Ólafsfirði aðfaranótt síðastliðins mánudags. Aðeins eru sex vikur eru síðan kona var myrt á Blönduósi. Árásarmaðurinn lést einnig á vettvang. Þá var maður myrtur í Barðavogi í Reykjavík í byrjun júní. Samkvæmt Hagstofu Íslands hafa eitt til þrjú manndráp verið framin á ári hverju hér á landi frá árinu 2010. Þau hafa hins vegar verið fleiri og voru sex árið 2000. Þá hafa tilkynningar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um alvarleg ofbeldisbrot og manndráp meira en tvöfaldast á sextán árum. Fyrstu níu mánuði ársins 2007 voru þau 88 en á þessu ári 223 og hafa aldrei verið fleiri. Eins og sjá má hefur aukning á ofbeldisbrotum verið veruleg.Grafík/Sara Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir aukninguna áhyggjuefni en skýringarnar geti mögulega verið nokkrar. „Til dæmis kannski aukið og breytt verklag lögreglu að taka ofbeldi alvarlegra en kannski stundum áður. Að því leytinu til sem að birtist í til dæmis ofbeldi nákominni að taka öðruvísi á því heldur en oft áður.“ Þá séu mál oftar en áður kærð. „Ofbeldi er eitthvað sem við leyfum okkur ekki í okkar samfélagi og umburðarlyndið er minna fyrir beitingu ofbeldis af þessu tagi.“ Breytt samskipti líka verið hluti skýringarinnar. „Líka mögulegt að það sé eitthvað að gera bara með samskiptahætti fólks sérstaklega á skemmtanalífinu meðal ungs fólks. Varðandi til dæmis eins og vopnaburð og hnífaburð af því tagi. Spurningin um það að svara áreitni með ofbeldi eða eitthvað slíkt að það þurfi lítið til þess að menn beiti jafnvel alvarlegu ofbeldi ef einhver ágreiningur verður. Þannig að þættir af því tagi spila þarna örugglega inn í.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir karlar grunaðir um að hafa orðið konu á sextugsaldri að bana Tveir karlar á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglu vegna gruns um manndráp í Laugardalnum í Reykjavík. Hin látna er kona á sextugsaldri. 9. október 2022 21:50 Hinir grunuðu og konan þekktust Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um manndráp. Hin látna er kona á sextugsaldri og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við mennina sem eru á fimmtugsaldri. 10. október 2022 12:18 Yfirheyrslum yfir feðgunum ekki lokið Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ekki lokið skýrslutöku yfir feðgum sem hafa stöðu sakbornings eftir árás á Blönduósi í síðasta mánuði þar sem tvennt lést. Lögreglustjórinn segir málið ekki fullrannsakað og enn sé verið að yfirheyra aðila sem tengjast því. Réttarkrufningu hinna látnu sé lokið. 8. september 2022 11:50 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Lögreglan fékk á laugardaginn tilkynningu um mál konunnar en konan var þá látin í bíl við hús í Laugardalnum. Grunur er um manndráp og málið í rannsókn. Tengsl er á milli mannanna tveggja og konunnar en mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram á fimmtudag. Þetta er í annað skiptið á innan við viku hér á landi sem grunur er um manndráp en karlmaður á fimmtugsaldri lést af völdum stungusára á Ólafsfirði aðfaranótt síðastliðins mánudags. Aðeins eru sex vikur eru síðan kona var myrt á Blönduósi. Árásarmaðurinn lést einnig á vettvang. Þá var maður myrtur í Barðavogi í Reykjavík í byrjun júní. Samkvæmt Hagstofu Íslands hafa eitt til þrjú manndráp verið framin á ári hverju hér á landi frá árinu 2010. Þau hafa hins vegar verið fleiri og voru sex árið 2000. Þá hafa tilkynningar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um alvarleg ofbeldisbrot og manndráp meira en tvöfaldast á sextán árum. Fyrstu níu mánuði ársins 2007 voru þau 88 en á þessu ári 223 og hafa aldrei verið fleiri. Eins og sjá má hefur aukning á ofbeldisbrotum verið veruleg.Grafík/Sara Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir aukninguna áhyggjuefni en skýringarnar geti mögulega verið nokkrar. „Til dæmis kannski aukið og breytt verklag lögreglu að taka ofbeldi alvarlegra en kannski stundum áður. Að því leytinu til sem að birtist í til dæmis ofbeldi nákominni að taka öðruvísi á því heldur en oft áður.“ Þá séu mál oftar en áður kærð. „Ofbeldi er eitthvað sem við leyfum okkur ekki í okkar samfélagi og umburðarlyndið er minna fyrir beitingu ofbeldis af þessu tagi.“ Breytt samskipti líka verið hluti skýringarinnar. „Líka mögulegt að það sé eitthvað að gera bara með samskiptahætti fólks sérstaklega á skemmtanalífinu meðal ungs fólks. Varðandi til dæmis eins og vopnaburð og hnífaburð af því tagi. Spurningin um það að svara áreitni með ofbeldi eða eitthvað slíkt að það þurfi lítið til þess að menn beiti jafnvel alvarlegu ofbeldi ef einhver ágreiningur verður. Þannig að þættir af því tagi spila þarna örugglega inn í.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir karlar grunaðir um að hafa orðið konu á sextugsaldri að bana Tveir karlar á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglu vegna gruns um manndráp í Laugardalnum í Reykjavík. Hin látna er kona á sextugsaldri. 9. október 2022 21:50 Hinir grunuðu og konan þekktust Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um manndráp. Hin látna er kona á sextugsaldri og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við mennina sem eru á fimmtugsaldri. 10. október 2022 12:18 Yfirheyrslum yfir feðgunum ekki lokið Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ekki lokið skýrslutöku yfir feðgum sem hafa stöðu sakbornings eftir árás á Blönduósi í síðasta mánuði þar sem tvennt lést. Lögreglustjórinn segir málið ekki fullrannsakað og enn sé verið að yfirheyra aðila sem tengjast því. Réttarkrufningu hinna látnu sé lokið. 8. september 2022 11:50 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Tveir karlar grunaðir um að hafa orðið konu á sextugsaldri að bana Tveir karlar á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglu vegna gruns um manndráp í Laugardalnum í Reykjavík. Hin látna er kona á sextugsaldri. 9. október 2022 21:50
Hinir grunuðu og konan þekktust Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um manndráp. Hin látna er kona á sextugsaldri og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við mennina sem eru á fimmtugsaldri. 10. október 2022 12:18
Yfirheyrslum yfir feðgunum ekki lokið Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ekki lokið skýrslutöku yfir feðgum sem hafa stöðu sakbornings eftir árás á Blönduósi í síðasta mánuði þar sem tvennt lést. Lögreglustjórinn segir málið ekki fullrannsakað og enn sé verið að yfirheyra aðila sem tengjast því. Réttarkrufningu hinna látnu sé lokið. 8. september 2022 11:50
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda