„Ekki pláss fyrir okkur þarna inni“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. október 2022 17:48 Sólveig Anna var líkt og áður harðorð í garð andstæðinga sína innan verkalýðshreyfingarinnar. Hún ætlar ekki að mæta á aðalþing ASÍ á morgun og mun nú undirbúa kjarasamninga af fullum krafti. skjáskot/vísir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, dró ásamt þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, og Vilhjálmi Birgissyni, framboð sitt til miðstjórnar ASÍ til baka. Gengu þau ásamt félögum sínum út af fundinum stuttu eftir að fregnir bárust af því að Ragnar Þór hefði dregið framboð sitt til forseta sambandsins til baka. Þau íhuga nú að segja sig úr Alþýðusambandinu. „Þrátt fyrir að ég hafi í tvígang verið kjörin formaður stærsta verkalýðssambands verka- og láglaunafólks á þessu landi, þá er ekki pláss fyrir okkur hérna inni,“ sagði Sólveig í samtali við fréttastofu á meðan stuðningsfólk hennar, Ragnars og Vilhjálms gengu út með fagnaðarlátum. Þau telja að sér vegið innan sambandsins. Ragnar Þór Ingólfsson vildi sem minnst segja er hann gekk út en Vilhjálmur bað launafólk afsökunar á því að ekki hafi tekist að snúa bökum saman innan hreyfingarinnar. Sólveig segir baráttu hennar og félaga sinna, fyrir láglaunakonum sem dæmi, ekki hafa fengið viðurkenningu innan ASÍ. Hún hafi því ekki séð annan kost en að ganga út og fyrir því séu nokkrar ástæður: Ósómi átt sér stað „Sá ósómi átti sér stað að í fyrsta lagi er þetta fólk að flykkja sér á bak við Ólöfu Helgu, sem hefur enn ekki sætt sig við það að hafa tapað kosningum um formann í Eflingu þó það hafi gerst 15. febrúar. Hún hefur nú síðast orðið uppvís að því að njósna um mig með Agnieszku Ewu með því að fara í gegnum tölvupósta mína,“ segir Sólveig en þær Agnieszku Ewu greinir á um lögmæti aðgangs hennar að téðu pósthólfi. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, bauð sig fram gegn Ragnari Þór og er nú ein í framboði til forseta ASÍ. „Þegar það gerðist í gær að stór hópur innan raða Alþýðusambandið ætlaði að láta reka alla Eflingarfulltrúa af af þinginu, fyrir engar sakir, þá fórum við auðvitað að hugsa okkur um. Niðurstaðan var þessi.“ Varðandi það hvort hún muni segja Eflingu úr ASÍ segist hún ætla að taka þá umræðu fyrir á stærri lýðræðislegu vettvöngum stéttarfélagsins. Hún ætli sér ekki að ræða það núna. Hún segir Ólöfu Helgu hafa rekið hatramma andspyrnuhreyfingu innan Eflingar. Sólveig Anna segir hana reka „skemmdarverkastarfsemi“ og hafi ekki áhuga á að vinna í sátt og samlyndi með félögum sínum. „Myndum aldrei frá neinn séns“ „Þau orð sem hafa verið látin falla og sú stemning sem sífellt verið mögnuð upp lætur fólk horfast í augu við það að þetta myndi aldrei ganga. Við myndum aldrei fá neinn séns til að gera nokkurn skapaðan hlut og það ástand sem ég hef mátt þola yrði aðeins endurframleitt með enn magnaðri og kröftugum hætti. Hver vill starfa í þannig félagi? Ekki ég,“ segir Sólveig og segir augljóst að klofningur hafi myndast innan sambandsins. Hún segir sig og sitt fólk njóta mikils stuðnings. Þetta fólk kunni að berjast og stuðningsfólk hafi vitað hvað skyldi gera þegar fyrrgreind staða hafi komið upp. „Framtíðarplanið mitt er núna að fara í mitt félag og tala við mína stjórn og trúnaðarráð. Byrja að gera það af fullum krafti sem skiptir mestu máli; að undirbúa þessa kjarasamninga sem við þurfum innan skamms að fara í,“ sagði Sólveig Anna að lokum og sagðist að sjálfsögðu ekki mæta á aðalþingið á morgun. ASÍ Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir „Ég veit ekki hvernig þau ætla að klára þingið“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness getur ekki sagt til um hvaða áhrif sú upplausn sem varð á þingi ASÍ í dag muni hafa á komandi kjaraviðræður. Hann segir að það verði að koma í ljós á næstu dögum hvort að fulltrúar þeirra félaga sem gengu út á þingi myndi með sér nýtt bandalag. 11. október 2022 17:53 Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
„Þrátt fyrir að ég hafi í tvígang verið kjörin formaður stærsta verkalýðssambands verka- og láglaunafólks á þessu landi, þá er ekki pláss fyrir okkur hérna inni,“ sagði Sólveig í samtali við fréttastofu á meðan stuðningsfólk hennar, Ragnars og Vilhjálms gengu út með fagnaðarlátum. Þau telja að sér vegið innan sambandsins. Ragnar Þór Ingólfsson vildi sem minnst segja er hann gekk út en Vilhjálmur bað launafólk afsökunar á því að ekki hafi tekist að snúa bökum saman innan hreyfingarinnar. Sólveig segir baráttu hennar og félaga sinna, fyrir láglaunakonum sem dæmi, ekki hafa fengið viðurkenningu innan ASÍ. Hún hafi því ekki séð annan kost en að ganga út og fyrir því séu nokkrar ástæður: Ósómi átt sér stað „Sá ósómi átti sér stað að í fyrsta lagi er þetta fólk að flykkja sér á bak við Ólöfu Helgu, sem hefur enn ekki sætt sig við það að hafa tapað kosningum um formann í Eflingu þó það hafi gerst 15. febrúar. Hún hefur nú síðast orðið uppvís að því að njósna um mig með Agnieszku Ewu með því að fara í gegnum tölvupósta mína,“ segir Sólveig en þær Agnieszku Ewu greinir á um lögmæti aðgangs hennar að téðu pósthólfi. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, bauð sig fram gegn Ragnari Þór og er nú ein í framboði til forseta ASÍ. „Þegar það gerðist í gær að stór hópur innan raða Alþýðusambandið ætlaði að láta reka alla Eflingarfulltrúa af af þinginu, fyrir engar sakir, þá fórum við auðvitað að hugsa okkur um. Niðurstaðan var þessi.“ Varðandi það hvort hún muni segja Eflingu úr ASÍ segist hún ætla að taka þá umræðu fyrir á stærri lýðræðislegu vettvöngum stéttarfélagsins. Hún ætli sér ekki að ræða það núna. Hún segir Ólöfu Helgu hafa rekið hatramma andspyrnuhreyfingu innan Eflingar. Sólveig Anna segir hana reka „skemmdarverkastarfsemi“ og hafi ekki áhuga á að vinna í sátt og samlyndi með félögum sínum. „Myndum aldrei frá neinn séns“ „Þau orð sem hafa verið látin falla og sú stemning sem sífellt verið mögnuð upp lætur fólk horfast í augu við það að þetta myndi aldrei ganga. Við myndum aldrei fá neinn séns til að gera nokkurn skapaðan hlut og það ástand sem ég hef mátt þola yrði aðeins endurframleitt með enn magnaðri og kröftugum hætti. Hver vill starfa í þannig félagi? Ekki ég,“ segir Sólveig og segir augljóst að klofningur hafi myndast innan sambandsins. Hún segir sig og sitt fólk njóta mikils stuðnings. Þetta fólk kunni að berjast og stuðningsfólk hafi vitað hvað skyldi gera þegar fyrrgreind staða hafi komið upp. „Framtíðarplanið mitt er núna að fara í mitt félag og tala við mína stjórn og trúnaðarráð. Byrja að gera það af fullum krafti sem skiptir mestu máli; að undirbúa þessa kjarasamninga sem við þurfum innan skamms að fara í,“ sagði Sólveig Anna að lokum og sagðist að sjálfsögðu ekki mæta á aðalþingið á morgun.
ASÍ Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir „Ég veit ekki hvernig þau ætla að klára þingið“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness getur ekki sagt til um hvaða áhrif sú upplausn sem varð á þingi ASÍ í dag muni hafa á komandi kjaraviðræður. Hann segir að það verði að koma í ljós á næstu dögum hvort að fulltrúar þeirra félaga sem gengu út á þingi myndi með sér nýtt bandalag. 11. október 2022 17:53 Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
„Ég veit ekki hvernig þau ætla að klára þingið“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness getur ekki sagt til um hvaða áhrif sú upplausn sem varð á þingi ASÍ í dag muni hafa á komandi kjaraviðræður. Hann segir að það verði að koma í ljós á næstu dögum hvort að fulltrúar þeirra félaga sem gengu út á þingi myndi með sér nýtt bandalag. 11. október 2022 17:53
Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04