Telur laskað Alþýðusamband koma launafólki illa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. október 2022 13:10 Sumarliði R. Ísleifsson skrifaði sögu Alþýðusambandsins. ASÍ Staðan í verkalýðshreyfingunni lítur ekki vel út og kemur illa við launafólk. Þetta segir dósent í sagnfræði sem hefur sérhæft sig í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Ástandið, eins og það blasir við nú, minnir hann helst á árin fyrir seinna stríð þegar allt logaði stafnanna á milli innan verkalýðshreyfingarinnar. Hálfgert upplausnarástand skapaðist á þingi Alþýðusambands Íslands á dögunum þegar leiðtogar þriggja verkalýðsfélaga gengu á dyr og drógu framboð sín til forsetaembætta sambandsins til baka. Þinginu var frestað fram á vor í þeirri von að stríðandi fylkingar næðu saman fyrir þann tíma. Sumarliði Ísleifsson dósent í sagnfræði er ekki sannfærður um að sættir náist. „Tónninn í andstæðum fylkingum er ennþá mjög harður þannig að miðað við stöðuna eins og hún er núna þá lítur þetta nú ekki vel út en hvað varðar félagsmenn í hreyfingunni þá held ég að þetta hljóti að koma illa við fólk. Tilgangur verkalýðsfélaganna er sá að vinna að helstu hagsmunamálum launafólks og það gerir auðvitað stöðuna bara mjög erfiða ef allt logar í illdeilum innan hreyfingarinnar.“ Viðræður um kjarasamninga eru þegar hafnar. Sumarliði segir það enn óljóst á þessari stundu hvernig málum verði háttað en spáir því að Efling og VR muni leiða viðræðurnar enda fjölmennustu félögin - enn óljósara sé hvað verði um sameiginleg hagsmunamál gagnvart ríkisvaldinu. „Það er ennþá þörf fyrir aðila sem getur komið fram gagnvart ríkisvaldinu varðandi kröfur og lagasetningu um mikilvæg hagsmunamál eins og húsnæði, aðbúnað og annað í þeim dúr. Það er hlutverkið sem þetta miðlæga samband hefur aðallega núna, sem er bara frekar snúið að sinna ef það er ekki til neitt samræmingarafl.“ Í verðbólguumhverfi líkt og nú hefði sameinað ASÍ haft mikla þýðingu er varðar kjarasamningsgerð. Sumarliði segir - eins ótrúlegt og það kunni að virðast - að staðan í verkalýðshreyfingunni minni helst á árin fyrir seinna stríð. „Þá logaði allt stafnanna á milli innan verkalýðshreyfingarinnar og þá var stofnað annað landssamband til höfuðs Alþýðusambandinu sem reyndar lifði ekki nema tvö ár ef ég man rétt.“ Vinnumarkaður Kjaramál ASÍ Tengdar fréttir Verkalýðsfélögin sundruð til viðræðna við stjórnvöld Verkalýðsfélögin á almenna vinnumarkaðnum koma að óbreyttu sundruð til viðræðna við stjórnvöld í tengslum við komandi kjarasamninga. Starfandi forseti Alþýðusambandsins segir það skyldu sína að reyna að ná sáttum við þau stóru stéttarfélög sem gengu af þingi sambandsins, sem í dag var frestað fram á næsta vor. 12. október 2022 19:40 Ekki bjartsýnn á að sættir náist Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki vera bjartsýnn á að sátt náist á vettvangi Alþýðusambandsins á milli þeirra sem gengu út af þingi sambandsins í gær og þeirra sem eftir sitja. Hann segir engin bandalög utan ASÍ hafa verið mynduð. 12. október 2022 18:58 Þingi ASÍ frestað með þorra atkvæða Þingi ASÍ var rétt í þessu frestað fram á næsta vor með þorra atkvæða. Tillagan var samþykkt með 183 atkvæðum þingfulltrúa gegn 20. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, verður því áfram forseti sambandsins. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, sem bauð sig fram til forseta sambandsins, greiddi atkvæði gegn tillögunni. 12. október 2022 11:28 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Sjá meira
Hálfgert upplausnarástand skapaðist á þingi Alþýðusambands Íslands á dögunum þegar leiðtogar þriggja verkalýðsfélaga gengu á dyr og drógu framboð sín til forsetaembætta sambandsins til baka. Þinginu var frestað fram á vor í þeirri von að stríðandi fylkingar næðu saman fyrir þann tíma. Sumarliði Ísleifsson dósent í sagnfræði er ekki sannfærður um að sættir náist. „Tónninn í andstæðum fylkingum er ennþá mjög harður þannig að miðað við stöðuna eins og hún er núna þá lítur þetta nú ekki vel út en hvað varðar félagsmenn í hreyfingunni þá held ég að þetta hljóti að koma illa við fólk. Tilgangur verkalýðsfélaganna er sá að vinna að helstu hagsmunamálum launafólks og það gerir auðvitað stöðuna bara mjög erfiða ef allt logar í illdeilum innan hreyfingarinnar.“ Viðræður um kjarasamninga eru þegar hafnar. Sumarliði segir það enn óljóst á þessari stundu hvernig málum verði háttað en spáir því að Efling og VR muni leiða viðræðurnar enda fjölmennustu félögin - enn óljósara sé hvað verði um sameiginleg hagsmunamál gagnvart ríkisvaldinu. „Það er ennþá þörf fyrir aðila sem getur komið fram gagnvart ríkisvaldinu varðandi kröfur og lagasetningu um mikilvæg hagsmunamál eins og húsnæði, aðbúnað og annað í þeim dúr. Það er hlutverkið sem þetta miðlæga samband hefur aðallega núna, sem er bara frekar snúið að sinna ef það er ekki til neitt samræmingarafl.“ Í verðbólguumhverfi líkt og nú hefði sameinað ASÍ haft mikla þýðingu er varðar kjarasamningsgerð. Sumarliði segir - eins ótrúlegt og það kunni að virðast - að staðan í verkalýðshreyfingunni minni helst á árin fyrir seinna stríð. „Þá logaði allt stafnanna á milli innan verkalýðshreyfingarinnar og þá var stofnað annað landssamband til höfuðs Alþýðusambandinu sem reyndar lifði ekki nema tvö ár ef ég man rétt.“
Vinnumarkaður Kjaramál ASÍ Tengdar fréttir Verkalýðsfélögin sundruð til viðræðna við stjórnvöld Verkalýðsfélögin á almenna vinnumarkaðnum koma að óbreyttu sundruð til viðræðna við stjórnvöld í tengslum við komandi kjarasamninga. Starfandi forseti Alþýðusambandsins segir það skyldu sína að reyna að ná sáttum við þau stóru stéttarfélög sem gengu af þingi sambandsins, sem í dag var frestað fram á næsta vor. 12. október 2022 19:40 Ekki bjartsýnn á að sættir náist Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki vera bjartsýnn á að sátt náist á vettvangi Alþýðusambandsins á milli þeirra sem gengu út af þingi sambandsins í gær og þeirra sem eftir sitja. Hann segir engin bandalög utan ASÍ hafa verið mynduð. 12. október 2022 18:58 Þingi ASÍ frestað með þorra atkvæða Þingi ASÍ var rétt í þessu frestað fram á næsta vor með þorra atkvæða. Tillagan var samþykkt með 183 atkvæðum þingfulltrúa gegn 20. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, verður því áfram forseti sambandsins. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, sem bauð sig fram til forseta sambandsins, greiddi atkvæði gegn tillögunni. 12. október 2022 11:28 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Sjá meira
Verkalýðsfélögin sundruð til viðræðna við stjórnvöld Verkalýðsfélögin á almenna vinnumarkaðnum koma að óbreyttu sundruð til viðræðna við stjórnvöld í tengslum við komandi kjarasamninga. Starfandi forseti Alþýðusambandsins segir það skyldu sína að reyna að ná sáttum við þau stóru stéttarfélög sem gengu af þingi sambandsins, sem í dag var frestað fram á næsta vor. 12. október 2022 19:40
Ekki bjartsýnn á að sættir náist Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki vera bjartsýnn á að sátt náist á vettvangi Alþýðusambandsins á milli þeirra sem gengu út af þingi sambandsins í gær og þeirra sem eftir sitja. Hann segir engin bandalög utan ASÍ hafa verið mynduð. 12. október 2022 18:58
Þingi ASÍ frestað með þorra atkvæða Þingi ASÍ var rétt í þessu frestað fram á næsta vor með þorra atkvæða. Tillagan var samþykkt með 183 atkvæðum þingfulltrúa gegn 20. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, verður því áfram forseti sambandsins. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, sem bauð sig fram til forseta sambandsins, greiddi atkvæði gegn tillögunni. 12. október 2022 11:28