Börn og konur séu illa stödd á mótmælum í Íran Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 15. október 2022 16:40 Amini var einungis 22 ára þegar hún lést í haldi siðgæðislögreglu. EPA/Abedin Taherkenareh Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku. Mótmælin hófust eftir að Amini lést í haldi siðgæðislögreglu Íran en hún er sögð ekki hafa borið höfuðklút sinn á viðeigandi máta. Hún var 22 ára. Í kjölfarið brutust út mikil mótmæli í Íran. Nú eru mannréttindasamtökin Amnesty International sögð hafa birt skýrslu sem varpi ljósi á dauðsföll barna á meðan átökunum hefur staðið eða öllu heldur hluta átakanna. Þessu greinir CNN frá. Í það minnsta 23 börn allt frá ellefu ára aldri hafi verið myrt af öryggissveitum í Íran síðustu tíu daga septembermánaðar. Tuttugu drengir eru taldir innan þessa hóps og þrjár stúlkur, öll undir átján ára aldri. Nærri helmingur barnanna hafi verið drepin þann 30. september síðastliðinn en daginn segja samtökin þann banvænasta síðan yfirvöld hófu aðgerðir gegn mótmælendum. „Byrjunin á endalokunum“ Samtökin segi yfirvöld og öryggissveitir í Íran beita sér með þessum hætti til þess að koma í veg fyrir mótspyrnu ungs fólks og halda valdayfirráðum sínum. Meðlimur öryggissveitar er einnig sagður hafa beitt kvenkyns mótmælanda kynferðisofbeldi í Tehran og hafi verknaðurinn náðst á myndband. Samkvæmt Guardian megi sjá lögreglu halda konunni með afli, umkringja og virðast grípa í hana á óviðeigandi máta með þeim afleiðingum að hún dettur í jörðina. Málið er sagt í rannsókn en greint er frá því að mótmælendur hafi upplifað og séð slíka hegðun frá lögreglu á svæðinu áður, konur sem mótmæli séu beittar ofbeldi. Einnig sé kallað að þeim að þær séu hórur ásamt öðru. Stjórnvöld Í Íran hafa lokað fyrir aðgengi íbúa að helstu samfélagsmiðlum en á samskiptaforritinu WhatsApp hafi mótmælendur kallað til fjöldamótmæla, yfirskrift þeirra sé „Byrjunin á endalokunum.“ Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir „Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. 21. september 2022 23:03 Saka Bandaríkin um að reyna að veikja Íran í skugga mótmæla Yfirvöld í Íran hafa sakað bandarísk stjórnvöld um að nýta sér mótmælin sem nú standa yfir vegna dauða ungrar konu til að veikja Íran og segjast munu bregðast við. Ekkert lát er á mótmælunum sem hófust um þar síðustu helgi en á fimmta tug hafa látist samkvæmt opinberum tölum. 26. september 2022 12:36 Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Mótmælin hófust eftir að Amini lést í haldi siðgæðislögreglu Íran en hún er sögð ekki hafa borið höfuðklút sinn á viðeigandi máta. Hún var 22 ára. Í kjölfarið brutust út mikil mótmæli í Íran. Nú eru mannréttindasamtökin Amnesty International sögð hafa birt skýrslu sem varpi ljósi á dauðsföll barna á meðan átökunum hefur staðið eða öllu heldur hluta átakanna. Þessu greinir CNN frá. Í það minnsta 23 börn allt frá ellefu ára aldri hafi verið myrt af öryggissveitum í Íran síðustu tíu daga septembermánaðar. Tuttugu drengir eru taldir innan þessa hóps og þrjár stúlkur, öll undir átján ára aldri. Nærri helmingur barnanna hafi verið drepin þann 30. september síðastliðinn en daginn segja samtökin þann banvænasta síðan yfirvöld hófu aðgerðir gegn mótmælendum. „Byrjunin á endalokunum“ Samtökin segi yfirvöld og öryggissveitir í Íran beita sér með þessum hætti til þess að koma í veg fyrir mótspyrnu ungs fólks og halda valdayfirráðum sínum. Meðlimur öryggissveitar er einnig sagður hafa beitt kvenkyns mótmælanda kynferðisofbeldi í Tehran og hafi verknaðurinn náðst á myndband. Samkvæmt Guardian megi sjá lögreglu halda konunni með afli, umkringja og virðast grípa í hana á óviðeigandi máta með þeim afleiðingum að hún dettur í jörðina. Málið er sagt í rannsókn en greint er frá því að mótmælendur hafi upplifað og séð slíka hegðun frá lögreglu á svæðinu áður, konur sem mótmæli séu beittar ofbeldi. Einnig sé kallað að þeim að þær séu hórur ásamt öðru. Stjórnvöld Í Íran hafa lokað fyrir aðgengi íbúa að helstu samfélagsmiðlum en á samskiptaforritinu WhatsApp hafi mótmælendur kallað til fjöldamótmæla, yfirskrift þeirra sé „Byrjunin á endalokunum.“
Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir „Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. 21. september 2022 23:03 Saka Bandaríkin um að reyna að veikja Íran í skugga mótmæla Yfirvöld í Íran hafa sakað bandarísk stjórnvöld um að nýta sér mótmælin sem nú standa yfir vegna dauða ungrar konu til að veikja Íran og segjast munu bregðast við. Ekkert lát er á mótmælunum sem hófust um þar síðustu helgi en á fimmta tug hafa látist samkvæmt opinberum tölum. 26. september 2022 12:36 Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
„Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. 21. september 2022 23:03
Saka Bandaríkin um að reyna að veikja Íran í skugga mótmæla Yfirvöld í Íran hafa sakað bandarísk stjórnvöld um að nýta sér mótmælin sem nú standa yfir vegna dauða ungrar konu til að veikja Íran og segjast munu bregðast við. Ekkert lát er á mótmælunum sem hófust um þar síðustu helgi en á fimmta tug hafa látist samkvæmt opinberum tölum. 26. september 2022 12:36
Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45