Öllu starfsfólki sagt upp Ólafur Björn Sverrisson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 17. október 2022 12:00 Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Menntamálastofnun verður lögð niður og öllu starfsfólki þar sagt upp í viðamiklum breytingum sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur boðað. Samhæfing og ný verkfæri í skólakerfi eru meðal annars ástæður breytingarinnar. Hann hyggst koma á fót nýrri stofnun sem skuli tryggja gæði menntunar og aðgengi allra nemenda, foreldra og starfsfólks skóla að samþættri, heildstæðri skólaþjónustu á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Sjá einnig: Þórdís Jóna nýr forstjóri Menntamálastofnunar sem verður lögð niður „Ég er sannfærður um að þarna séum við að stíga gífurlega mikilvægt skref til þess að teygja okkur inn í alla skóla, allar skólastofur, samhæfa þjónustu við nemendur og starfsfólk skóla og kennara. Það er þannig að við höfum ekki mörg verkfæri eða tæki til að aðstoða og þjónusta skólakerfið eins og er kallað eftir,“ segir Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu. Hann gerir ráð fyrir að öllu starfsfólki verði sagt upp enda sé hlutverki stofnunarinnar gjörbreytt. „Þessar breytingar þurfa bæði aðkomu sveitarfélaga og fleiri aðila. Þannig verkefni munu bæði flytjast frá stofnuninni og ný verða til. Þess vegna leggjum við til að leggja niður stofnunina í núverandi mynd og stofnuð ný. Svo verður það verkefnið framundan að forma það með hvaða hætti þessum málum verður háttað.“ Á fundi sem Ásmundur Einar átti með starfsfólki Menntamálastofnunar, hvatti hann starfsfólk til að taka þátt í vinnunni framundan. „Við viljum að sjálfsögðu hafa sjónarmið fólksins sem vinnur þar við borðið,“ segir Ásmundur Einar að lokum. Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Vinnumarkaður Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Hann hyggst koma á fót nýrri stofnun sem skuli tryggja gæði menntunar og aðgengi allra nemenda, foreldra og starfsfólks skóla að samþættri, heildstæðri skólaþjónustu á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Sjá einnig: Þórdís Jóna nýr forstjóri Menntamálastofnunar sem verður lögð niður „Ég er sannfærður um að þarna séum við að stíga gífurlega mikilvægt skref til þess að teygja okkur inn í alla skóla, allar skólastofur, samhæfa þjónustu við nemendur og starfsfólk skóla og kennara. Það er þannig að við höfum ekki mörg verkfæri eða tæki til að aðstoða og þjónusta skólakerfið eins og er kallað eftir,“ segir Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu. Hann gerir ráð fyrir að öllu starfsfólki verði sagt upp enda sé hlutverki stofnunarinnar gjörbreytt. „Þessar breytingar þurfa bæði aðkomu sveitarfélaga og fleiri aðila. Þannig verkefni munu bæði flytjast frá stofnuninni og ný verða til. Þess vegna leggjum við til að leggja niður stofnunina í núverandi mynd og stofnuð ný. Svo verður það verkefnið framundan að forma það með hvaða hætti þessum málum verður háttað.“ Á fundi sem Ásmundur Einar átti með starfsfólki Menntamálastofnunar, hvatti hann starfsfólk til að taka þátt í vinnunni framundan. „Við viljum að sjálfsögðu hafa sjónarmið fólksins sem vinnur þar við borðið,“ segir Ásmundur Einar að lokum.
Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Vinnumarkaður Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira