„Ég á mér draum“ Eyjólfur Pálsson skrifar 18. október 2022 08:01 Ég á mér þann draum að íslensk hönnun njóti verðskuldaðrar viðurkenningar. Góð hönnun er ekki bara fögur vara sem nýtist okkur og gleður sálina. Hún er líka öflugur drifkraftur sem hvetur til nýsköpunar, eykur verðmætasköpun og sjálfbærni og bætir lífsgæði. Þetta er íslensk hönnun Átakið „Þetta er íslensk hönnun“ lætur nú í annað sinn ljós íslenskrar hönnunarvöru skína í heila viku. Tilgangurinn með þessum gjörningi er að vekja fólk til meðvitundar um hönnun og auka virðingu fyrir þessari viðkvæmu en mikilvægu grein. Átakið sprettur af einlægri ástríðu minni fyrir hönnun en eftir góðar viðtökur í fyrra og fjölda áskorana um að endurtaka leikinn ákvað ég að kalla á ný eftir stuðningi og samvinnu þeirra sem hanna, framleiða, selja eða einfaldlega elska íslenska hönnun og endurtaka leikinn! Ég naut aðstoðar frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs við val á þátttakendum og við fengum snillingana hjá Brandenburg til liðs við okkur á ný en átakið hlaut gullverðlaun í FÍT keppninni 2022. Óumdeildur virðisauki Líkt og með margar aðrar mikilvægar greinar þarf að fjárfesta í hönnun og styðja við bak hennar en það er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka inn í þjóðarbúið. Það er því mikilvægt fyrir allt samfélagið að vel sé stutt við hönnun og nýsköpun. Góð hönnun eykur jafnramt virði vöru til muna, og það skilar sér í allri virðiskeðjunni. Við lítum oft til Danmerkur þegar við hugsum um góða hönnun. Það gerðist þó ekki af sjálfu sér, virðing okkar fyrir danskri hönnun óx og dafnaði í kjölfar markvissrar stefnu yfirvalda í hönnunarmálum. Danir gera sem dæmi kröfu um að áhersla sé lögð á hönnun þeirra í stofnunum, byggingum, opinberum verkefnum, þjónustu og kerfum sem og öllu kynningarefni, eins og í bíómyndum. Þetta gera Danir á hreinum viðskiptalegum forsendum og árangurinn hefur ekki staðið á sér: Allur heimurinn þekkir og ber virðingu fyrir danskri hönnun. Hvar er íslensk hönnunarstefna? Ólíkt frændum vorum erum við Íslendingar ekki með neina fastmótaða hönnunarstefnu og engin slík hefur verið í gildi að frátöldu árabilinu 2014-2018. Hönnunarstefnan sem þá átti að taka við dagaði uppi í samráðsgátt og það hryggir mig að þrátt fyrir áhuga menningar- og viðskiptaráðherra á hönnunarmálum bólar enn ekkert á nýrri stefnu. Ég kalla því enn og aftur eftir Hönnunarstefnu fyrir Ísland og minni á mikilvægi þess að stjórnvöld gangi á undan með góðu fordæmi og velji íslenska hönnun. Í slíkri stefnu verður jafnframt að vera greinagóð innkaupastefna, með skýrum markmiðum og leiðbeinandi reglum, fyrir opinberar byggingar þegar kemur að kaupum á hönnun svo að íslensk hönnun eigi þar skýran sess. Gæði, hönnun og verð eru allt þættir sem vert er að huga að en einnig skal huga að því í útboði að kaup á íslenskri vöru styrkir lengri virðiskeðju og eflir íslenskt atvinnulíf. Ef við gerum það ekki sjálf getum við ekki gert kröfu um að aðrir geri það. Höfundur er stofnandi EPAL. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tíska og hönnun Höfundarréttur Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Ég á mér þann draum að íslensk hönnun njóti verðskuldaðrar viðurkenningar. Góð hönnun er ekki bara fögur vara sem nýtist okkur og gleður sálina. Hún er líka öflugur drifkraftur sem hvetur til nýsköpunar, eykur verðmætasköpun og sjálfbærni og bætir lífsgæði. Þetta er íslensk hönnun Átakið „Þetta er íslensk hönnun“ lætur nú í annað sinn ljós íslenskrar hönnunarvöru skína í heila viku. Tilgangurinn með þessum gjörningi er að vekja fólk til meðvitundar um hönnun og auka virðingu fyrir þessari viðkvæmu en mikilvægu grein. Átakið sprettur af einlægri ástríðu minni fyrir hönnun en eftir góðar viðtökur í fyrra og fjölda áskorana um að endurtaka leikinn ákvað ég að kalla á ný eftir stuðningi og samvinnu þeirra sem hanna, framleiða, selja eða einfaldlega elska íslenska hönnun og endurtaka leikinn! Ég naut aðstoðar frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs við val á þátttakendum og við fengum snillingana hjá Brandenburg til liðs við okkur á ný en átakið hlaut gullverðlaun í FÍT keppninni 2022. Óumdeildur virðisauki Líkt og með margar aðrar mikilvægar greinar þarf að fjárfesta í hönnun og styðja við bak hennar en það er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka inn í þjóðarbúið. Það er því mikilvægt fyrir allt samfélagið að vel sé stutt við hönnun og nýsköpun. Góð hönnun eykur jafnramt virði vöru til muna, og það skilar sér í allri virðiskeðjunni. Við lítum oft til Danmerkur þegar við hugsum um góða hönnun. Það gerðist þó ekki af sjálfu sér, virðing okkar fyrir danskri hönnun óx og dafnaði í kjölfar markvissrar stefnu yfirvalda í hönnunarmálum. Danir gera sem dæmi kröfu um að áhersla sé lögð á hönnun þeirra í stofnunum, byggingum, opinberum verkefnum, þjónustu og kerfum sem og öllu kynningarefni, eins og í bíómyndum. Þetta gera Danir á hreinum viðskiptalegum forsendum og árangurinn hefur ekki staðið á sér: Allur heimurinn þekkir og ber virðingu fyrir danskri hönnun. Hvar er íslensk hönnunarstefna? Ólíkt frændum vorum erum við Íslendingar ekki með neina fastmótaða hönnunarstefnu og engin slík hefur verið í gildi að frátöldu árabilinu 2014-2018. Hönnunarstefnan sem þá átti að taka við dagaði uppi í samráðsgátt og það hryggir mig að þrátt fyrir áhuga menningar- og viðskiptaráðherra á hönnunarmálum bólar enn ekkert á nýrri stefnu. Ég kalla því enn og aftur eftir Hönnunarstefnu fyrir Ísland og minni á mikilvægi þess að stjórnvöld gangi á undan með góðu fordæmi og velji íslenska hönnun. Í slíkri stefnu verður jafnframt að vera greinagóð innkaupastefna, með skýrum markmiðum og leiðbeinandi reglum, fyrir opinberar byggingar þegar kemur að kaupum á hönnun svo að íslensk hönnun eigi þar skýran sess. Gæði, hönnun og verð eru allt þættir sem vert er að huga að en einnig skal huga að því í útboði að kaup á íslenskri vöru styrkir lengri virðiskeðju og eflir íslenskt atvinnulíf. Ef við gerum það ekki sjálf getum við ekki gert kröfu um að aðrir geri það. Höfundur er stofnandi EPAL.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun