Sviptir veiðileyfi vegna sérstaklega ámælisverðra brota Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. október 2022 16:43 Skipið Onni HU-36. Vigfús Markússon Fiskistofa hefur svipt fiskiskipið Onni HU-36, í eigu útgerðarinnar Stakkfells, veiðileyfi í átta vikur vegna brottkasts. Veiðieftirlitsmenn gripu áhöfn skipsins glóðvolga við að kasta frá borði allt að tveimur tonnum af fiski. Fiskistofa telur brotin sérstaklega ámælisverð. Ákvörðun Fiskistofu var birt útgerðinni í síðustu viku. Þar er málavöxtum lýst þannig að veiðieftirlitsmenn, sem voru við eftirlit á Sauðárkróki og Reykjaströnd, hafi myndað brottkast áhafnar með flygildi í október og nóvember á síðasta ári. Í fyrra tilfellinu, þann 12. október 2021, hafi þeir tekið samtals þrjú myndskeið þar sem sést til skipverja leysa frá poka veiðarfæris þannig að fiskur, sem eftirlitsmenn telja að hafi vegið allt að tveimur tonnum, rann í sjóinn. Var þar aðallega um að ræða þorsk, ýsu og kola. Skipverjar eru sagðir hafa gert enga tilraun til að haka fisknum um borð í skipið. Þegar skipstjóri Onna HU-36 var spurður af eftirlitsmönnum hvers vegna fisknum hefði verið varpað út í sjó gaf hann þær skýringar að ofurtogið hefði slitnað frá pokanum og vír sem fer í blökkina hafi farið í gegn. Eftirlitsmenn gerðu einnig athugasemdir við að aflaupplýsingar hefðu ekki verið skráðar með réttum hætti. Í síðara tilfelli, 11. nóvember 2021, hafi eftirlitsmenn einnig náð myndbandi af skipverja kasta samtals tólf kolum fyrir borð og skolaði þeim í raun burt, eins og því er lýst í ákvörðun Fiskistofu. Fram kemur að engar athugasemdir eða andmæli hafi borist frá áhöfn eða útgerðinni Stakkfell. Alvarleg brot og sérstaklega ámælisverð Fyrirliggjandi myndbönd eru sögð sýna með skýrum hætti að brotin hafi verið framin. Ekki var fallist á skýringar skipstjóra. Þvert á móti segir Fiskistofa að skipverjum hafi staðið til boða möguleg úrræði í því skyni að landa aflanum. Skipstjóri var þá fundinn sekur um að hafa ekki staðið, með fullnægjandi hætti, skil á upplýsingum um afla í afladagbók. Í niðurstöðu Fiskistofu er vísað til þess að brotin hafi verið framin í hagnaðarskyni, með því að áhöfnin hafi sparað sér útgjalda við að grípa til réttmætra ráðstafana. Þó hafi brotin fyrst og fremst beinst gegn öðrum hagsmunum en fjárverðmætum: góðri umgengni um nytjastofna sjávar. Þá ógni brotin hagsmunum sem tengjast aflaskráningu. Brotin voru því talin alvarleg og sérstaklega ámælisverð var skiptið Onni HU-36 því svipt veiðileyfi í átta vikur, eða 56 daga. Sjávarútvegur Skagafjörður Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Ákvörðun Fiskistofu var birt útgerðinni í síðustu viku. Þar er málavöxtum lýst þannig að veiðieftirlitsmenn, sem voru við eftirlit á Sauðárkróki og Reykjaströnd, hafi myndað brottkast áhafnar með flygildi í október og nóvember á síðasta ári. Í fyrra tilfellinu, þann 12. október 2021, hafi þeir tekið samtals þrjú myndskeið þar sem sést til skipverja leysa frá poka veiðarfæris þannig að fiskur, sem eftirlitsmenn telja að hafi vegið allt að tveimur tonnum, rann í sjóinn. Var þar aðallega um að ræða þorsk, ýsu og kola. Skipverjar eru sagðir hafa gert enga tilraun til að haka fisknum um borð í skipið. Þegar skipstjóri Onna HU-36 var spurður af eftirlitsmönnum hvers vegna fisknum hefði verið varpað út í sjó gaf hann þær skýringar að ofurtogið hefði slitnað frá pokanum og vír sem fer í blökkina hafi farið í gegn. Eftirlitsmenn gerðu einnig athugasemdir við að aflaupplýsingar hefðu ekki verið skráðar með réttum hætti. Í síðara tilfelli, 11. nóvember 2021, hafi eftirlitsmenn einnig náð myndbandi af skipverja kasta samtals tólf kolum fyrir borð og skolaði þeim í raun burt, eins og því er lýst í ákvörðun Fiskistofu. Fram kemur að engar athugasemdir eða andmæli hafi borist frá áhöfn eða útgerðinni Stakkfell. Alvarleg brot og sérstaklega ámælisverð Fyrirliggjandi myndbönd eru sögð sýna með skýrum hætti að brotin hafi verið framin. Ekki var fallist á skýringar skipstjóra. Þvert á móti segir Fiskistofa að skipverjum hafi staðið til boða möguleg úrræði í því skyni að landa aflanum. Skipstjóri var þá fundinn sekur um að hafa ekki staðið, með fullnægjandi hætti, skil á upplýsingum um afla í afladagbók. Í niðurstöðu Fiskistofu er vísað til þess að brotin hafi verið framin í hagnaðarskyni, með því að áhöfnin hafi sparað sér útgjalda við að grípa til réttmætra ráðstafana. Þó hafi brotin fyrst og fremst beinst gegn öðrum hagsmunum en fjárverðmætum: góðri umgengni um nytjastofna sjávar. Þá ógni brotin hagsmunum sem tengjast aflaskráningu. Brotin voru því talin alvarleg og sérstaklega ámælisverð var skiptið Onni HU-36 því svipt veiðileyfi í átta vikur, eða 56 daga.
Sjávarútvegur Skagafjörður Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira