Læknafélagið segir ástandið „óboðlegt og hættulegt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. október 2022 07:18 Læknafélagið kallar einnig eftir eflingu heilbrigðiskerfisins á landsbyggðinni. Getty Læknafélag Íslands segir ástandið í heilbrigðiskerfinu „óboðlegt og hættulegt“ en aðalfundur félagsins samþykkti um helgina ákall til ríkisstjórnarinnar „vegna ríkjandi neyðarástands í heilbrigðiskerfinu“. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu. Þar segir að félagið krefjist þess að tafarlaust verði ráðist í aðgerðir til að „tryggja bestu mögulegu heilsu og öryggi sjúklinga, persónuvernd þeirra og mannlega reisn“, eins og það er orðað. Þá segist Læknafélagið reiðubúið til að vinna með stjórnvöldum að því að leysa vandann. Á fundinum samþykkti félagið einnig nokkrar ályktanir, meðal annars um áskorun til stjórnvalda um að ganga til samninga við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna og áskorun um að ráðast í markvissar aðgerðir vegna vísbendinga um aukinn heilsubrest lækna og vaxandi brotthvarf þeirra af vinnumarkaði. Var meðal annars vísað til niðurstaða heilbrigðiskannanna heilbrigðisstétta en opinberar tölur seinustu ára sýni auknar veikindafjarvistir og umtalsverða fjölgun umsókna í starfsendurhæfingar- og veikindasjóð. „Mikilvægt sé að sporna við þessari óheillaþróun og draga úr álagi, s.s. með auknum stuðningsúrræðum, úrbótum á starfsumhverfi, fjölgun stöðugilda og styttingu vinnuvikunnar. Starfslýsing þurfi að liggja fyrir í ráðningarsamningi og hún þurfi að endurspegla raunhæft umfang verkefna lækna sem og að hámarksfjöldi sjúklinga í umsjón hvers læknis sé skilgreindur,“ segir í tilkynningu á vef félagsins. Heilbrigðismál Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Frá þessu er greint í Morgunblaðinu. Þar segir að félagið krefjist þess að tafarlaust verði ráðist í aðgerðir til að „tryggja bestu mögulegu heilsu og öryggi sjúklinga, persónuvernd þeirra og mannlega reisn“, eins og það er orðað. Þá segist Læknafélagið reiðubúið til að vinna með stjórnvöldum að því að leysa vandann. Á fundinum samþykkti félagið einnig nokkrar ályktanir, meðal annars um áskorun til stjórnvalda um að ganga til samninga við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna og áskorun um að ráðast í markvissar aðgerðir vegna vísbendinga um aukinn heilsubrest lækna og vaxandi brotthvarf þeirra af vinnumarkaði. Var meðal annars vísað til niðurstaða heilbrigðiskannanna heilbrigðisstétta en opinberar tölur seinustu ára sýni auknar veikindafjarvistir og umtalsverða fjölgun umsókna í starfsendurhæfingar- og veikindasjóð. „Mikilvægt sé að sporna við þessari óheillaþróun og draga úr álagi, s.s. með auknum stuðningsúrræðum, úrbótum á starfsumhverfi, fjölgun stöðugilda og styttingu vinnuvikunnar. Starfslýsing þurfi að liggja fyrir í ráðningarsamningi og hún þurfi að endurspegla raunhæft umfang verkefna lækna sem og að hámarksfjöldi sjúklinga í umsjón hvers læknis sé skilgreindur,“ segir í tilkynningu á vef félagsins.
Heilbrigðismál Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira