Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Einelti í Hafnarfirði, bólusetningar gegn HPV-veirunni, ringulreið á breska stjórnarheimilinu og öðruvísi kennsluaðferðir í Vestmannaeyjum verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Skólastjóri Hraunvallaskóla segir að eineltismál sem skók samfélagið á dögunum sé komið í traustan farveg og að bæjaryfirvöld hafi boðist til þess að vinna með skólanum að úrlausn málsins. Móðir þolandans segir að líf þeirra mæðgna hafa verið tilfinningaleg rússíbanareið síðan þær stigu fram. 

Fjöldi krakka hafi komið til þeirra og beðist fyrirgefningar.

Öllum börnum, óháð kyni, verður boðin bólusetning gegn HPV-veirunni og þá verður nýtt bóluefni með betri virkni tekið í notkun, að sögn heilbrigðisráðherra. Útboð á þó enn eftir að fara fram en heilbrigðisráðherra er bjartsýnn á góða þátttöku þegar efnið verður tekið í notkun á næsta ári.

Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu.

Námsárangur barna í 1. bekk í Vestmannaeyjum er betri eftir að verkefninu Kveikjum neistann var hleypt af stokkunum fyrir ári síðan, að sögn skólastjóra í Eyjum. Kennsluaðferðum var breytt með margvíslegum hætti. Niðurstöður verkefnisins voru kynntar á fundi í morgun.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×