Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. október 2022 20:42 Skjölin sem handlögð voru við húsleit Alríkislögreglunnar. AP Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. Washington Post greinir frá þessu. Samkvæmt heimildamönnum blaðsins, gætu gögin opinberað aðferðir Bandaríkjamanna við gagnasöfnun sem ráðamenn vilja með öllum leiðum halda frá almenningi. Heimildarmennirnir koma ekki fram undir nafni. Að minnsta kosti eitt skjal sem lagt var hald á af Alríkislögreglunni er sagt lýsa áætlunum Írana í loftskeytahernaði. Önnur skjöl eru sögð tengjast háleynilegri gagnavinnslu og upplýsingaöflun um Kína. Washington Post hefur eftir sérfræðingum sem segja ógn stafa af uppljóstrun gagnanna. Enn fremur væru ríki líkleg til að hefna sín, kæmust þau að raun um leynilegar aðgerðir Bandaríkjanna. Alríkislögreglan gerði húsleit á heimili Trump 8. ágúst og lagði þar hald á alls 1.184 skjöl sem mörg hver voru merkt háleynileg (top-secret). Samkvæmt yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins voru „mikið af trúnaðarupplýsingum“ á meðal þess sem lögreglan lagði hald á í Flórída. Síðan þá hafa fréttir borist af því hvað gögnin innihalda en einnig hefur verið greint frá því að háeynileg gögn hafi verið geymd á meðal dagblaða og ómerkilegra minnismiða. Sjá einnig: Gögnin innihéldu upplýsingar um forseta Frakklands Sjá einnig: Voru að leita að trúnaðargögnum um kjarnorkuvopn Trump hefur alfarið hafnað ásökunum um nokkurs konar lögbrot eða misgjörð. Í nýlegu sjónvarpsviðtali sagðist hann hafa létt af leynd yfir upplýsingunum og sagði forseta geta gert það með því að hugsa um það. Alríkislögfræðingar hafa gert gys að þessum staðhæfingum forsetans fyrrverandi. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hálfur sigur fjölmiðla í deilu um eldfimar upplýsingar um húsleitina sögulegu Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að koma með tillögu að útstrikunum svo opinbera megi eiðsvarna yfirlýsingu sem lögreglan nýtti til að réttlæta húsleit í húsnæði Donald Trump á dögunum. 18. ágúst 2022 23:16 Fundu sjö hundruð blaðsíður með leynilegum gögnum í fyrstu sendingunni frá Trump Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna fundu meira en sjö hundruð blaðsíður með leynilegum upplýsingum meðal þeirra gagna sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021. Þar á meðal voru upplýsingar um einhverjar leynilegust aðgerðir leyniþjónusta Bandaríkjanna. 23. ágúst 2022 22:01 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Sjá meira
Washington Post greinir frá þessu. Samkvæmt heimildamönnum blaðsins, gætu gögin opinberað aðferðir Bandaríkjamanna við gagnasöfnun sem ráðamenn vilja með öllum leiðum halda frá almenningi. Heimildarmennirnir koma ekki fram undir nafni. Að minnsta kosti eitt skjal sem lagt var hald á af Alríkislögreglunni er sagt lýsa áætlunum Írana í loftskeytahernaði. Önnur skjöl eru sögð tengjast háleynilegri gagnavinnslu og upplýsingaöflun um Kína. Washington Post hefur eftir sérfræðingum sem segja ógn stafa af uppljóstrun gagnanna. Enn fremur væru ríki líkleg til að hefna sín, kæmust þau að raun um leynilegar aðgerðir Bandaríkjanna. Alríkislögreglan gerði húsleit á heimili Trump 8. ágúst og lagði þar hald á alls 1.184 skjöl sem mörg hver voru merkt háleynileg (top-secret). Samkvæmt yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins voru „mikið af trúnaðarupplýsingum“ á meðal þess sem lögreglan lagði hald á í Flórída. Síðan þá hafa fréttir borist af því hvað gögnin innihalda en einnig hefur verið greint frá því að háeynileg gögn hafi verið geymd á meðal dagblaða og ómerkilegra minnismiða. Sjá einnig: Gögnin innihéldu upplýsingar um forseta Frakklands Sjá einnig: Voru að leita að trúnaðargögnum um kjarnorkuvopn Trump hefur alfarið hafnað ásökunum um nokkurs konar lögbrot eða misgjörð. Í nýlegu sjónvarpsviðtali sagðist hann hafa létt af leynd yfir upplýsingunum og sagði forseta geta gert það með því að hugsa um það. Alríkislögfræðingar hafa gert gys að þessum staðhæfingum forsetans fyrrverandi.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hálfur sigur fjölmiðla í deilu um eldfimar upplýsingar um húsleitina sögulegu Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að koma með tillögu að útstrikunum svo opinbera megi eiðsvarna yfirlýsingu sem lögreglan nýtti til að réttlæta húsleit í húsnæði Donald Trump á dögunum. 18. ágúst 2022 23:16 Fundu sjö hundruð blaðsíður með leynilegum gögnum í fyrstu sendingunni frá Trump Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna fundu meira en sjö hundruð blaðsíður með leynilegum upplýsingum meðal þeirra gagna sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021. Þar á meðal voru upplýsingar um einhverjar leynilegust aðgerðir leyniþjónusta Bandaríkjanna. 23. ágúst 2022 22:01 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Sjá meira
Hálfur sigur fjölmiðla í deilu um eldfimar upplýsingar um húsleitina sögulegu Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að koma með tillögu að útstrikunum svo opinbera megi eiðsvarna yfirlýsingu sem lögreglan nýtti til að réttlæta húsleit í húsnæði Donald Trump á dögunum. 18. ágúst 2022 23:16
Fundu sjö hundruð blaðsíður með leynilegum gögnum í fyrstu sendingunni frá Trump Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna fundu meira en sjö hundruð blaðsíður með leynilegum upplýsingum meðal þeirra gagna sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021. Þar á meðal voru upplýsingar um einhverjar leynilegust aðgerðir leyniþjónusta Bandaríkjanna. 23. ágúst 2022 22:01