Tvö lík fundist eftir flugslysið undan strönd Kosta Ríka Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2022 08:40 Rainer Schaller stofnaði líkamsræktarstöðvakeðjuna McFit árið 1997. EPA Fimm þýskir ríkisborgarar og svissneskur flugmaður eru talin af eftir að flugvél fórst í Karíbahafi, undan strönd Kosta Ríka, á föstudaginn. Þýski auðjöfurinn Rainer Schaller, stofnandi líkamsræktarstöðvanna McFit, var um borð í vélinni. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Kosta Ríka hafa lík af einum fullorðnum og einu barni fundist í sjónum, nærri þeim stað þar sem brakið fannst. Leit stendur enn yfir á hafsvæði um 28 kílómetra frá Limon-flugvelli. Jorge Torres, ráðherra málefna almannavarna í Kosta Ríka, segir að svo virðist sem að vélin hafi skollið á yfirborð sjávar af miklum krafti. Vélin, sem var af gerðinni Piaggio P.180 Avanti, hvarf af ratsjám þegar hún var á leiðinni frá Palenque í Mexíkó til Limon-flugvallar í Kosta Ríka á föstudaginn. Talsmaður þýski líkamsræktarstöðvarkeðjunnar McFit, Jeanine Minaty, staðfesti í samtali við þýska blaðið Bild, að Schaller, kærasta hans Christiane Schikorsky, og tvö börn þeirra hafi verið um borð í vélinni. Þar að auki hafi flugmaður og einn maður til viðbótar verið um borð. McFit er stærsta líkamsræktarstöðvarkeðja Þýskalandi og rekur rúmlega tvö hundruð slíkar stöðvar í Þýskalandi. Að auki eru reknar stöðvar undir merkjum McFit í Austurríki, Ítalíu, Póllandi og Spáni og eru meðlimir stöðvanna rúmlega 1,4 milljónir manna. Auðævi Schaller voru metin á rúmlega 250 milljónir evra árið 2019, um 35 milljarða íslenskra króna. Schaller var eigandi félags sem rak raftónlistarhátíðina Love Parade þar sem 21 gestur tróðst undir í Duisburg árið 2010. Eftir hátíðina tilkynnti Schaller að hátíðin yrði ekki haldin aftur. Þýskaland Kosta Ríka Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þýskur líkamsræktarfrömuður um borð í vélinni sem hvarf Þýski líkamsræktarfrömuðurinn Rainer Schaller er talinn hafa verið um borð í flugvélinni sem hvarf í gærkvöldi. Förinni var heitið frá Mexíkó til Kosta ríka. Yfirvöld telja sig hafa fundið flak vélarinnar í Karíbahafi en hættu við leit í gær vegna slæms veðurs. 22. október 2022 16:38 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Kosta Ríka hafa lík af einum fullorðnum og einu barni fundist í sjónum, nærri þeim stað þar sem brakið fannst. Leit stendur enn yfir á hafsvæði um 28 kílómetra frá Limon-flugvelli. Jorge Torres, ráðherra málefna almannavarna í Kosta Ríka, segir að svo virðist sem að vélin hafi skollið á yfirborð sjávar af miklum krafti. Vélin, sem var af gerðinni Piaggio P.180 Avanti, hvarf af ratsjám þegar hún var á leiðinni frá Palenque í Mexíkó til Limon-flugvallar í Kosta Ríka á föstudaginn. Talsmaður þýski líkamsræktarstöðvarkeðjunnar McFit, Jeanine Minaty, staðfesti í samtali við þýska blaðið Bild, að Schaller, kærasta hans Christiane Schikorsky, og tvö börn þeirra hafi verið um borð í vélinni. Þar að auki hafi flugmaður og einn maður til viðbótar verið um borð. McFit er stærsta líkamsræktarstöðvarkeðja Þýskalandi og rekur rúmlega tvö hundruð slíkar stöðvar í Þýskalandi. Að auki eru reknar stöðvar undir merkjum McFit í Austurríki, Ítalíu, Póllandi og Spáni og eru meðlimir stöðvanna rúmlega 1,4 milljónir manna. Auðævi Schaller voru metin á rúmlega 250 milljónir evra árið 2019, um 35 milljarða íslenskra króna. Schaller var eigandi félags sem rak raftónlistarhátíðina Love Parade þar sem 21 gestur tróðst undir í Duisburg árið 2010. Eftir hátíðina tilkynnti Schaller að hátíðin yrði ekki haldin aftur.
Þýskaland Kosta Ríka Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þýskur líkamsræktarfrömuður um borð í vélinni sem hvarf Þýski líkamsræktarfrömuðurinn Rainer Schaller er talinn hafa verið um borð í flugvélinni sem hvarf í gærkvöldi. Förinni var heitið frá Mexíkó til Kosta ríka. Yfirvöld telja sig hafa fundið flak vélarinnar í Karíbahafi en hættu við leit í gær vegna slæms veðurs. 22. október 2022 16:38 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Þýskur líkamsræktarfrömuður um borð í vélinni sem hvarf Þýski líkamsræktarfrömuðurinn Rainer Schaller er talinn hafa verið um borð í flugvélinni sem hvarf í gærkvöldi. Förinni var heitið frá Mexíkó til Kosta ríka. Yfirvöld telja sig hafa fundið flak vélarinnar í Karíbahafi en hættu við leit í gær vegna slæms veðurs. 22. október 2022 16:38