Upp eru komnar hugmyndir að því að skattleggja notkun á nagladekkjum innan borgarmarkanna og við heyrum í bæjarstjóranum í Ölfusi sem er ómyrkur í máli.
Einnig ræðum við hatursorðræðu við Katrínu Jakobsdóttur sem telur hana hafa aukist í samfélaginu. Von sé á þingsályktunartillögu sem á að taka á vandamálinu.
Einnig verður rætt við framkvæmdastjóra Sjálfsbjargar sem segir að reglulega berist ábendingar um að fötluð börn verði útundan, til dæmist þegar boðið er í afmæli, þar sem aðgengismál komi í veg fyrir að þau geti tekið þátt.
Að auki tökum við stöðuna á þróun mála í Úkraínu.