Orkuskiptin Heiðar Guðjónsson skrifar 27. október 2022 08:00 Mannkynið hefur unnið ötullega að orkuskiptum um langt skeið. Allt frá því manninum tókst að hagnýta sér eldinn hefur orkumyndun þróast, en aldrei hraðar en nú. Eftir að kol leystu timbur að mestu af hólmi komu olía og gas, sem leiddu af sér margfalt hreinni bruna og vistvænni orku. Þegar Edison kynnir rafmagnið fyrir rúmri öld er síðan hægt að nýta enn fleiri orkugjafa, vatn, vind, sól og kjarnorku sem enn bættu orkuframleiðsluna. Sagan er skýrt dæmi um það að einn orkugjafi leiðir til annars yfir tíma en þróunin gerist ekki í stökkum. Tíðarandinn virðist ekki vilja líta til sögu orkuskipta, heldur hafa stjórnmálamenn freistast til að ætla að stökkbreyta orkubúskapnum með mjög misráðnum aðgerðum. Skýrasta dæmið um þetta er að finna í Evrópu sem sér fram á meiri háttar rýrnun lífsgæða í vetur og næstu árin ásamt auknum útblæstri koltvísýrings því verið er að kveikja aftur á gömlum kolaorkuverum sem menga allt að hundraðfalt á við gasorkuver. Firringin er mikil í Evrópu. Þar er ekki strax hafist handa við vinnslu á gasi úr steini (e. fracking) þó úr einni stærstu gaslind heims, Groningen í Hollandi, sé unnt að vinna gríðarlegt magn á hagkvæman hátt. Gasvinnslu þar hefur verið lokað í áföngum frá 2014 út af jarðskjálftum sem fylgdu vinnslunni. Þeir skjálftar voru sambærilegir þeim sem við á suðvesturhorni Íslands þekkjum vel frá vinnslu á jarðvarma á Hellisheiði. Í Bretlandi hefur vitleysan gengið enn lengra því þar var sett inn að jarðskjálfti sökum orkuvinnslu mætti ekki fara yfir 0,5 á Richter - sem er svipað og þegar stól er velt á gólf nálægt jarðskjálftamæli. Ef mörkin yrðu færð upp í það sem við erum vön á Íslandi gæti Bretland orðið sjálfbært um orku á 6 mánuðum og séð Þýskalandi fyrir gasi að ári liðnu. Það vita það allir að orka er ekki það sama og orka. Orka er mishagkvæm og skilur eftir sig mismikla mengun.Þá er hráolía ekki öll eins. Olía sem er rík af brennisteini, svo sem frá Kanada, Venesúela eða Rússlandi þarf annars konar hreinsun og meðhöndlun en olía úr Persaflóa. Það er því ekki þannig að hætti Evrópa að kaupa hráolíu frá Rússlandi að hún flæði til Kína eða Indlands. Þar er ekki hægt að taka á móti henni og hreinsa því þeirra kerfi er lagað að olíu frá Persaflóa. Það tekur jafn langan tíma að aðlaga núverandi olíuhreinsistöðvar Kína og Indlands að rússneskri olíu og að byggja nýjar. Í þessu ljósi er afskaplega óskynsamlegt að færa í lög á Íslandi að bannað verði að leita og vinna olíu og gas hér við land eins og umhverfis- orku- og loftslagsráðherra leggur til í frumvarpi að nýjum lögum. Það er óskiljanlegt að nokkur ráðherra og sérstaklega ráðherra Sjálfstæðisflokksins skuli koma fram með slíkt frumvarp. Heiminn vantar þessa orkugjafa til að minnka útblástur, til að brúa bilið að orkuskiptum framtíðar og til þess að minnka vægi einræðisríkja í heiminum. Að halda að Ísland veki aðdáun vegna þess að við bönnum nýtingu verðmætra auðlinda er barnalegt. Að brjóta brúna frá einum hagkvæmum orkugjafa til annars enn hagkvæmari er glapræði. Það fellur aðeins að kenningunni um að sæl sé sameiginleg eymd. Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi eigandi að Eykon Energy ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Orkumál Bensín og olía Olíuleit á Drekasvæði Innrás Rússa í Úkraínu Heiðar Guðjónsson Mest lesið Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Sjá meira
Mannkynið hefur unnið ötullega að orkuskiptum um langt skeið. Allt frá því manninum tókst að hagnýta sér eldinn hefur orkumyndun þróast, en aldrei hraðar en nú. Eftir að kol leystu timbur að mestu af hólmi komu olía og gas, sem leiddu af sér margfalt hreinni bruna og vistvænni orku. Þegar Edison kynnir rafmagnið fyrir rúmri öld er síðan hægt að nýta enn fleiri orkugjafa, vatn, vind, sól og kjarnorku sem enn bættu orkuframleiðsluna. Sagan er skýrt dæmi um það að einn orkugjafi leiðir til annars yfir tíma en þróunin gerist ekki í stökkum. Tíðarandinn virðist ekki vilja líta til sögu orkuskipta, heldur hafa stjórnmálamenn freistast til að ætla að stökkbreyta orkubúskapnum með mjög misráðnum aðgerðum. Skýrasta dæmið um þetta er að finna í Evrópu sem sér fram á meiri háttar rýrnun lífsgæða í vetur og næstu árin ásamt auknum útblæstri koltvísýrings því verið er að kveikja aftur á gömlum kolaorkuverum sem menga allt að hundraðfalt á við gasorkuver. Firringin er mikil í Evrópu. Þar er ekki strax hafist handa við vinnslu á gasi úr steini (e. fracking) þó úr einni stærstu gaslind heims, Groningen í Hollandi, sé unnt að vinna gríðarlegt magn á hagkvæman hátt. Gasvinnslu þar hefur verið lokað í áföngum frá 2014 út af jarðskjálftum sem fylgdu vinnslunni. Þeir skjálftar voru sambærilegir þeim sem við á suðvesturhorni Íslands þekkjum vel frá vinnslu á jarðvarma á Hellisheiði. Í Bretlandi hefur vitleysan gengið enn lengra því þar var sett inn að jarðskjálfti sökum orkuvinnslu mætti ekki fara yfir 0,5 á Richter - sem er svipað og þegar stól er velt á gólf nálægt jarðskjálftamæli. Ef mörkin yrðu færð upp í það sem við erum vön á Íslandi gæti Bretland orðið sjálfbært um orku á 6 mánuðum og séð Þýskalandi fyrir gasi að ári liðnu. Það vita það allir að orka er ekki það sama og orka. Orka er mishagkvæm og skilur eftir sig mismikla mengun.Þá er hráolía ekki öll eins. Olía sem er rík af brennisteini, svo sem frá Kanada, Venesúela eða Rússlandi þarf annars konar hreinsun og meðhöndlun en olía úr Persaflóa. Það er því ekki þannig að hætti Evrópa að kaupa hráolíu frá Rússlandi að hún flæði til Kína eða Indlands. Þar er ekki hægt að taka á móti henni og hreinsa því þeirra kerfi er lagað að olíu frá Persaflóa. Það tekur jafn langan tíma að aðlaga núverandi olíuhreinsistöðvar Kína og Indlands að rússneskri olíu og að byggja nýjar. Í þessu ljósi er afskaplega óskynsamlegt að færa í lög á Íslandi að bannað verði að leita og vinna olíu og gas hér við land eins og umhverfis- orku- og loftslagsráðherra leggur til í frumvarpi að nýjum lögum. Það er óskiljanlegt að nokkur ráðherra og sérstaklega ráðherra Sjálfstæðisflokksins skuli koma fram með slíkt frumvarp. Heiminn vantar þessa orkugjafa til að minnka útblástur, til að brúa bilið að orkuskiptum framtíðar og til þess að minnka vægi einræðisríkja í heiminum. Að halda að Ísland veki aðdáun vegna þess að við bönnum nýtingu verðmætra auðlinda er barnalegt. Að brjóta brúna frá einum hagkvæmum orkugjafa til annars enn hagkvæmari er glapræði. Það fellur aðeins að kenningunni um að sæl sé sameiginleg eymd. Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi eigandi að Eykon Energy ehf.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar